Barcelona Evrópumeistari eftir magnaða endurkomu Smári Jökull Jónsson skrifar 3. júní 2023 15:58 Alexia Putellas fyrirliði Barcelona lyftir hér Meistaradeildarbikarnum. Vísir/Getty Barcelona er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 3-2 sigur á Wolfsburg í úrslitaleik í Eindhoven í dag. Wolfsburg leiddi 2-0 í hálfleik en frábær endurkoma Barca í síðari hálfleik tryggði þeim sigurinn. Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg í dag sem byrjaði leikinn frábærlega. Ewa Pajor skoraði strax á 4. mínútu leiksins og á 37. mínútu skoraði Alexandra Popp annað mark þýska liðsins með skalla eftir góða fyrirgjöf frá Pajor. Sveindís Jane með boltann í leiknum í dag.Vísir/Getty Barcelona var meira með boltann í fyrri hálfleiknum og skapaði sér færi en Wolfsburg stóð áhlaup þeirra af sér. Barcelona byrjaði síðari hálfleikinn hins vegar af miklum krafti. Patri Gujiarro minnkaði muninn á 49. mínútu og einni mínútu síðar var Gujiarro búin að jafna metin. ¡¡¡LA LOCURA ABSOLUTA!!! ¡¡DOS GOLES EN DOS MINUTOS PARA REMONTAR EL 0-2 Y EMPATAR LA FINAL!! Doblete INCREÍBLE de @Patri8Guijarro @FCBFemeni #DAZNUWCL #UWCLFinal pic.twitter.com/GGLzJQGvFZ— DAZN España (@DAZN_ES) June 3, 2023 Barcelona hélt áfram að sækja og á 70. mínútu skoraði hin sænska Fridolina Rolfö sigurmark liðsins. Wolfsburg hafði ekki krafta í að sækja jöfnunarmark undir lokin og Barcelona sigldi sigrinum nokkuð þægilega í höfn. Barcelona nær því titlinum á nýjan leik en liðið tapaði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra fyrir Lyon. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna
Barcelona er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 3-2 sigur á Wolfsburg í úrslitaleik í Eindhoven í dag. Wolfsburg leiddi 2-0 í hálfleik en frábær endurkoma Barca í síðari hálfleik tryggði þeim sigurinn. Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg í dag sem byrjaði leikinn frábærlega. Ewa Pajor skoraði strax á 4. mínútu leiksins og á 37. mínútu skoraði Alexandra Popp annað mark þýska liðsins með skalla eftir góða fyrirgjöf frá Pajor. Sveindís Jane með boltann í leiknum í dag.Vísir/Getty Barcelona var meira með boltann í fyrri hálfleiknum og skapaði sér færi en Wolfsburg stóð áhlaup þeirra af sér. Barcelona byrjaði síðari hálfleikinn hins vegar af miklum krafti. Patri Gujiarro minnkaði muninn á 49. mínútu og einni mínútu síðar var Gujiarro búin að jafna metin. ¡¡¡LA LOCURA ABSOLUTA!!! ¡¡DOS GOLES EN DOS MINUTOS PARA REMONTAR EL 0-2 Y EMPATAR LA FINAL!! Doblete INCREÍBLE de @Patri8Guijarro @FCBFemeni #DAZNUWCL #UWCLFinal pic.twitter.com/GGLzJQGvFZ— DAZN España (@DAZN_ES) June 3, 2023 Barcelona hélt áfram að sækja og á 70. mínútu skoraði hin sænska Fridolina Rolfö sigurmark liðsins. Wolfsburg hafði ekki krafta í að sækja jöfnunarmark undir lokin og Barcelona sigldi sigrinum nokkuð þægilega í höfn. Barcelona nær því titlinum á nýjan leik en liðið tapaði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra fyrir Lyon.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti