Dúxaði með íslenskuverðlaunum en talar taílensku heima Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. júní 2023 15:16 Thanawin fékk einnig verðlaun fyrir námsárangur sinn í stærðfræði, eðlisfræði, íslensku, ensku og þýsku. Thanawin Yodsurang Nýstúdentinn Thanawin Yodsurang dúxaði í dag Menntaskólann við Sund með einkunnina 9,7. Hann segir vinnusemi og metnað vera lykilatriði til góðra einkunna. Auk þess að vera dúx skólans hlaut Thanawin verðlaun fyrir námsárangur sinn í stærðfræði, eðlisfræði, íslensku, ensku og þýsku, nánast öllum fögunum sem hann þreytti. Aðspurður segist Thanawin hafa lagt hart að sér en ekki vitað hvort árangur sem þessi myndi nást. „Það voru margir sem voru að standa sig mjög vel líka,“ segir Thanawin í samtali við Vísi. Hann var á leið heim eftir athöfnina þegar fréttastofa náði tali af honum. Utan skólans spilar Thanawin fótbolta með Breiðabliki. „Ég æfi fimm sinnum í viku og svo eru leikir um helgar,“ segir hann. Þrátt fyrir allt segist hann þó hafa gefið sér tíma til þess að mæta á völl. Thanawin spilar fótbolta með Breiðabliki.Thanawin Yodsurang Thanawin fæddist í Taílandi og bjó þar fyrstu þrjú árin þar til fjölskyldan flutti til Íslands. Foreldrar hans eru bæði tölvunarfræðingar og hann játar að þau eigi mögulega þátt í raungreinaáhuga hans. En í MS var hann á náttúrufræðibraut, eðlisfræði- og stærðfræðilínu. Thanawin Yodsurang á útskriftardaginn ásamt foreldrum sínum, Wirach Yodsurang og Pornwadee Rattanapaitoonchai. Thanawin Yodsurang Hann segist þó brátt hafa náð betri tökum á íslenskunni en foreldrarnir, en heima hjá honum er töluð taílenska. Hann segir þau samt oft hafa getað hjálpað sér með raungreinaheimanámið. Thanawin bjó fyrstu þrjú árin í Taílandi. Thanawin Yodsurang Í haust liggur leið Thanawins í háskóla „Ég stefni á að fara í vélaverkfræði í HÍ,“ segir hann. Aðspurður segist Thanawin ætla að halda því opnu hvort hann haldi áfram í boltanum samhliða náminu. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Dúx og semidúx MR sigurvegarar utan náms Á föstudag fór fram brautskráning frá Menntaskólanum í Reykjavík. Alls útskrifuðust 204 stúdentar og þar af 27 með viðurkenningu fyrir ágætiseinkunn á stúdentsprófi. 30. maí 2023 09:06 Dúx Flensborgarskólans með 9,87 í einkunn Flensborgarskólinn í Hafnarfirði brautskráði í gær 43 nemendur. Nemendur útskrifuðust af fjórum brautum skólans; félagsvísinda-, raunvísinda-, viðskipta og hagfræði- og opinni braut. Tíu þeirra luku einnig námi á íþróttaafrekssviði skólans og einn af listnámssviði. Hæstu einkunn hlaut Guðrún Edda Min Harðardóttir, með einkunnina 9,87 á stúdentsprófi. 21. desember 2022 14:02 Sameining Kvennó og MS? Á dögunum fjölluðu fjölmiðlar um mögulega sameiningu eða aukið samstarf nokkurra framhaldsskóla á landinu. Í kjölfarið voru haldnir hitafundir í Kvennaskólanum og Menntaskólanum við Sund sem voru meðal þeirra skóla fjallað var um. 4. maí 2023 08:31 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
Auk þess að vera dúx skólans hlaut Thanawin verðlaun fyrir námsárangur sinn í stærðfræði, eðlisfræði, íslensku, ensku og þýsku, nánast öllum fögunum sem hann þreytti. Aðspurður segist Thanawin hafa lagt hart að sér en ekki vitað hvort árangur sem þessi myndi nást. „Það voru margir sem voru að standa sig mjög vel líka,“ segir Thanawin í samtali við Vísi. Hann var á leið heim eftir athöfnina þegar fréttastofa náði tali af honum. Utan skólans spilar Thanawin fótbolta með Breiðabliki. „Ég æfi fimm sinnum í viku og svo eru leikir um helgar,“ segir hann. Þrátt fyrir allt segist hann þó hafa gefið sér tíma til þess að mæta á völl. Thanawin spilar fótbolta með Breiðabliki.Thanawin Yodsurang Thanawin fæddist í Taílandi og bjó þar fyrstu þrjú árin þar til fjölskyldan flutti til Íslands. Foreldrar hans eru bæði tölvunarfræðingar og hann játar að þau eigi mögulega þátt í raungreinaáhuga hans. En í MS var hann á náttúrufræðibraut, eðlisfræði- og stærðfræðilínu. Thanawin Yodsurang á útskriftardaginn ásamt foreldrum sínum, Wirach Yodsurang og Pornwadee Rattanapaitoonchai. Thanawin Yodsurang Hann segist þó brátt hafa náð betri tökum á íslenskunni en foreldrarnir, en heima hjá honum er töluð taílenska. Hann segir þau samt oft hafa getað hjálpað sér með raungreinaheimanámið. Thanawin bjó fyrstu þrjú árin í Taílandi. Thanawin Yodsurang Í haust liggur leið Thanawins í háskóla „Ég stefni á að fara í vélaverkfræði í HÍ,“ segir hann. Aðspurður segist Thanawin ætla að halda því opnu hvort hann haldi áfram í boltanum samhliða náminu.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Dúx og semidúx MR sigurvegarar utan náms Á föstudag fór fram brautskráning frá Menntaskólanum í Reykjavík. Alls útskrifuðust 204 stúdentar og þar af 27 með viðurkenningu fyrir ágætiseinkunn á stúdentsprófi. 30. maí 2023 09:06 Dúx Flensborgarskólans með 9,87 í einkunn Flensborgarskólinn í Hafnarfirði brautskráði í gær 43 nemendur. Nemendur útskrifuðust af fjórum brautum skólans; félagsvísinda-, raunvísinda-, viðskipta og hagfræði- og opinni braut. Tíu þeirra luku einnig námi á íþróttaafrekssviði skólans og einn af listnámssviði. Hæstu einkunn hlaut Guðrún Edda Min Harðardóttir, með einkunnina 9,87 á stúdentsprófi. 21. desember 2022 14:02 Sameining Kvennó og MS? Á dögunum fjölluðu fjölmiðlar um mögulega sameiningu eða aukið samstarf nokkurra framhaldsskóla á landinu. Í kjölfarið voru haldnir hitafundir í Kvennaskólanum og Menntaskólanum við Sund sem voru meðal þeirra skóla fjallað var um. 4. maí 2023 08:31 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
Dúx og semidúx MR sigurvegarar utan náms Á föstudag fór fram brautskráning frá Menntaskólanum í Reykjavík. Alls útskrifuðust 204 stúdentar og þar af 27 með viðurkenningu fyrir ágætiseinkunn á stúdentsprófi. 30. maí 2023 09:06
Dúx Flensborgarskólans með 9,87 í einkunn Flensborgarskólinn í Hafnarfirði brautskráði í gær 43 nemendur. Nemendur útskrifuðust af fjórum brautum skólans; félagsvísinda-, raunvísinda-, viðskipta og hagfræði- og opinni braut. Tíu þeirra luku einnig námi á íþróttaafrekssviði skólans og einn af listnámssviði. Hæstu einkunn hlaut Guðrún Edda Min Harðardóttir, með einkunnina 9,87 á stúdentsprófi. 21. desember 2022 14:02
Sameining Kvennó og MS? Á dögunum fjölluðu fjölmiðlar um mögulega sameiningu eða aukið samstarf nokkurra framhaldsskóla á landinu. Í kjölfarið voru haldnir hitafundir í Kvennaskólanum og Menntaskólanum við Sund sem voru meðal þeirra skóla fjallað var um. 4. maí 2023 08:31