Móðir þungt hugsi eftir að sonur varð vitni að látunum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. júní 2023 19:14 Það var mikill hiti í mönnum að leik loknum, enda mikið undir hjá tveimur bestu liðum landsins. Vísir/Hulda Margrét Mikill hiti var í toppslag Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Slagsmál hófust við lok leiks, rautt spjald fór á loft og þjálfarar voru harðorðir í viðtölum. Þá skarst í odda milli stuðningsmanna liðanna. Móðir átta ára drengs veltir fyrir sér hvort slíkur fótboltaleikur sé æskilegur fyrir drenginn til að mæta á. Leikurinn endaði 2-2 eftir að Breiðablik skoraði tvö mörk í uppbótartíma og tryggði jafntefli. Arnar Gunnlagsson, þjálfari Víkinga, var ekki parsáttur með að dómari leiksins hafi farið rúma mínútu fram yfir uppgefinn uppbótartíma. Logi Tómasson fékk að líta rauða spjaldið eftir að hrinda aðstoðarþjálfara Blika. Jenný Þórunn Stefánsdóttir lögfræðingur setur spurningamerki við ýmslegt sem sonur hennar hafði frá að segja að leiknum loknum: „Hann sagði okkur að hann hefði séð fulla menn kasta dósum í stúkunni, stuðningsmenn rífast við hvorn annan, stuðningsmenn með ögrandi hegðun í garð hvors annars sem gekk svo langt að menn voru nálægt því að lenda í slagsmálum,“ skrifar Jenný á Facebook. Jenný ásamt sonum sínum, Hafsteini Fjalari og Stefáni Fjalari.aðsend Á meðan hafi fótboltafyrirmyndirnar rifið kjaft, hrint hvor öðrum og þjálfararnir hnakkrifist. „Síðan sat mamman heima í stofu og hlustaði á viðtölin eftir leikinn þar sem þjálfari Víkings gerði lítið úr dómara leiksins og velti fyrir sér hvort hann hafi einhverntímann séð leik í ensku úrvalsdeildinni.“ Hún þurfi því að skoða gaumgæfilega hvort svona leikur sé staður sem hún vilji að barn sitt sé á. „Sonur minn lifir fyrir fótboltann, hann horfir á þessa leikmenn með stjörnur í augunum. Þetta eru hans fyrirmyndir og þjálfararnir leiðtogarnir sem bera á virðingu fyrir. Fótbolti á að snúast um fótbolta, sumt er hluti af leiknum annað á ekki heima í íþróttinni. Gildi KSÍ eru meðal annars virðing, samstaða og gleði. Ég sá ekkert af þessu á leiknum í gær,“ skrifar hún að lokum. Kópavogur Breiðablik Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Leikurinn endaði 2-2 eftir að Breiðablik skoraði tvö mörk í uppbótartíma og tryggði jafntefli. Arnar Gunnlagsson, þjálfari Víkinga, var ekki parsáttur með að dómari leiksins hafi farið rúma mínútu fram yfir uppgefinn uppbótartíma. Logi Tómasson fékk að líta rauða spjaldið eftir að hrinda aðstoðarþjálfara Blika. Jenný Þórunn Stefánsdóttir lögfræðingur setur spurningamerki við ýmslegt sem sonur hennar hafði frá að segja að leiknum loknum: „Hann sagði okkur að hann hefði séð fulla menn kasta dósum í stúkunni, stuðningsmenn rífast við hvorn annan, stuðningsmenn með ögrandi hegðun í garð hvors annars sem gekk svo langt að menn voru nálægt því að lenda í slagsmálum,“ skrifar Jenný á Facebook. Jenný ásamt sonum sínum, Hafsteini Fjalari og Stefáni Fjalari.aðsend Á meðan hafi fótboltafyrirmyndirnar rifið kjaft, hrint hvor öðrum og þjálfararnir hnakkrifist. „Síðan sat mamman heima í stofu og hlustaði á viðtölin eftir leikinn þar sem þjálfari Víkings gerði lítið úr dómara leiksins og velti fyrir sér hvort hann hafi einhverntímann séð leik í ensku úrvalsdeildinni.“ Hún þurfi því að skoða gaumgæfilega hvort svona leikur sé staður sem hún vilji að barn sitt sé á. „Sonur minn lifir fyrir fótboltann, hann horfir á þessa leikmenn með stjörnur í augunum. Þetta eru hans fyrirmyndir og þjálfararnir leiðtogarnir sem bera á virðingu fyrir. Fótbolti á að snúast um fótbolta, sumt er hluti af leiknum annað á ekki heima í íþróttinni. Gildi KSÍ eru meðal annars virðing, samstaða og gleði. Ég sá ekkert af þessu á leiknum í gær,“ skrifar hún að lokum.
Kópavogur Breiðablik Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira