Hryllingssögur berast af lestarslysinu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. júní 2023 23:48 Björgunaraðgerðum er lokið en margir leita enn ásvina sinna. AP „Móðir mín var týnd og ég fékk aðeins mynd af líkinu,“ segir sonur eins þeirra sem létust í hryllilegu lestarslysi í Odisha-ríki í Indlandi í gær. Að minnsta kosti 288 manns létust og ríflega þúsund manns slösuðust. Farþegalest fór út af sporinu og klessti á aðra lest sem kom úr gagnstæðri átt á um 130 kílómetra hraða á klukkustund, um sjöleytið að staðartíma í gær. Í grein Guardian er því lýst hvernig líkum hefur verið raðað upp á hvít lök samhliða brakinu. Í dag og í gær var beðið eftir sjúkrabílum, bílum íbúa og jafnvel traktorum til að ferja líkin á sjúkrahús. Munir farþeganna liggja allt um kring. Um er að ræða mannskæðasta lestarslys á Indlandi í tvo áratugi. Ríflega tvö þúsund farþegar samtals voru staddir í lestunum. Forsætisráðherrann, Narendra Modi, lýsti yfir þjóðarsorg í kjölfar slyssins og heitir því að borga aðstandendum hvers sem lést því sem nemur tæplega tveimur milljónum króna. Í grein Guardian er að auki sagt frá því að aðstandendur hafi leitað í óðagoti að ástvinum sínum sem voru um borð. Þar á meðal hinn fimmtíu og þriggja ára gamli Rabindra Shau sem leitaði sonar síns. „Hjálpið mér að finna son minn. Hjálpið mér að minnsta kosti með lík hans,“ er haft eftir Shau. Annar, Sheikh Zakir Hussain, þrjátíu og fimm ára gamall frá Vestur-Bengal leitaði fregna af bróður sínum, frænda og tveimur nágrönnum sem höfðu allir verið á leið til vinnu með lestinni. „Frá því að ég heyrði fréttirnar af slysinu hringdi ég í bróður minn og frænda, en slökkt var á símanum þeirra,“ sagði hann. „Ég kom snemma morguns og hef farið frá einu sjúkrahúsi til annars, en hef engan þeirra fundið.“ „Ég fór á staðinn og sá hrúgu af líkum liggja þar. Ég sá andlit hundruða látinna, en fann hvorki bróður minn, frænda né nágranna mína.“ Í frétt BBC er einnig rætt við aðstandendur hinna látnu og einn, Mukesh Pandit, sem lifði slysið af. „Það heyrðist þrumuhljóð og lestin valt. Ég var fastur og var bjargað hálftíma síðar af heimamönnum. Allar eigur okkar voru á víð og dreif fyrir utan. Ég fann ekkert af því. Ég fór út og settist á jörðina. Fjórir farþegar sem voru á ferð frá þorpinu mínu hafa komist lífs af en margir eru slasaðir eða enn saknað,“ er haft eftir honum. Indland Samgönguslys Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Farþegalest fór út af sporinu og klessti á aðra lest sem kom úr gagnstæðri átt á um 130 kílómetra hraða á klukkustund, um sjöleytið að staðartíma í gær. Í grein Guardian er því lýst hvernig líkum hefur verið raðað upp á hvít lök samhliða brakinu. Í dag og í gær var beðið eftir sjúkrabílum, bílum íbúa og jafnvel traktorum til að ferja líkin á sjúkrahús. Munir farþeganna liggja allt um kring. Um er að ræða mannskæðasta lestarslys á Indlandi í tvo áratugi. Ríflega tvö þúsund farþegar samtals voru staddir í lestunum. Forsætisráðherrann, Narendra Modi, lýsti yfir þjóðarsorg í kjölfar slyssins og heitir því að borga aðstandendum hvers sem lést því sem nemur tæplega tveimur milljónum króna. Í grein Guardian er að auki sagt frá því að aðstandendur hafi leitað í óðagoti að ástvinum sínum sem voru um borð. Þar á meðal hinn fimmtíu og þriggja ára gamli Rabindra Shau sem leitaði sonar síns. „Hjálpið mér að finna son minn. Hjálpið mér að minnsta kosti með lík hans,“ er haft eftir Shau. Annar, Sheikh Zakir Hussain, þrjátíu og fimm ára gamall frá Vestur-Bengal leitaði fregna af bróður sínum, frænda og tveimur nágrönnum sem höfðu allir verið á leið til vinnu með lestinni. „Frá því að ég heyrði fréttirnar af slysinu hringdi ég í bróður minn og frænda, en slökkt var á símanum þeirra,“ sagði hann. „Ég kom snemma morguns og hef farið frá einu sjúkrahúsi til annars, en hef engan þeirra fundið.“ „Ég fór á staðinn og sá hrúgu af líkum liggja þar. Ég sá andlit hundruða látinna, en fann hvorki bróður minn, frænda né nágranna mína.“ Í frétt BBC er einnig rætt við aðstandendur hinna látnu og einn, Mukesh Pandit, sem lifði slysið af. „Það heyrðist þrumuhljóð og lestin valt. Ég var fastur og var bjargað hálftíma síðar af heimamönnum. Allar eigur okkar voru á víð og dreif fyrir utan. Ég fann ekkert af því. Ég fór út og settist á jörðina. Fjórir farþegar sem voru á ferð frá þorpinu mínu hafa komist lífs af en margir eru slasaðir eða enn saknað,“ er haft eftir honum.
Indland Samgönguslys Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira