Úrslitahelginni í Meistaradeild kvenna í handknattleik lauk í dag með úrslitaleik norska liðsins Vipers og ungverska liðsins FTC. Vipers tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með því að leggja annað ungverskt lið, Györi, að velli í gær en FTC vann sigur á danska liðinu Esbjerg.
Úrslitahelgin fór fram í MVM-höllinni í Búdapest og var áhorfendamet slegið á úrslitaleiknum í dag þegar 20.022 áhorfendur voru mættir á leikinn. Aldrei hafa fleiri verið viðstaddir kvennaleik í handbolta.

Vipers tók frumkvæðið í upphafi leiksins í dag og náði meðal annars 5-1 forystu. Lið FTC vann sig hins vegar til baka inn í leikinn og í hálfleik munaði aðeins einu marki, staðan þá 14-13 Vipers í vil.
Norska liðið gerði hins vegar út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Með hina frábæru Anna Vyakhireva frá Rússlandi í fararbroddi náði Vipers 7-1 kafla og komst í 21-14 forystu. Það var of mikill fyrir FTC að brúa sem hafði komið mörgum á óvart með því að komast alla leið í úrslitaleikinn.
2nd half of the #ehffinal4 final: Kathrine Lunde s time has come #ehfcl @VipersKrSand pic.twitter.com/lUogez5fpm
— EHF Champions League (@ehfcl) June 4, 2023
Lokatölur 28-24 fyrir Vipers sem þar með vann sinn þriðja sigur í röð í Meistaradeildinni. Hin 43 ára gamla Katrine Lunde var frábær í marki norska liðsins og varði 43% þeirra skota sem hún fékk á sig.
Vyakhierva var markaæst hjá Vipers ásamt Sunniva Næs Andersen með sex mörk en Emily Bölk og Andrea Lekic skoruðu fimm mörk hvor fyrir FTC.