Stóðu heiðursvörð um tárvotan Lahoz eftir að hann dæmdi sinn síðasta leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. júní 2023 14:01 Antonio Mateu Lahoz dæmdi sinn síðasta leik í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Rafa Babot/Getty Images Það var tilfinningaþrungin stund fyrir dómarann Antonio Mateu Lahoz eftir leik Mallorca og Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni, La Liga, í gær. Lahoz var að dæma sinn síðasta leik í deildinni og leikmenn liðanna stóðu heiðursvörð um dómarann eftir að hann flautaði til leiksloka. Fjölskylda dómarans var mætt á völlinn til að fylgjast með hans síðasta leik í spænsku úrvalsdeildinni. Lahoz lét tilfinningarnar ná yfirhöndinni er hann nálgaðist fjölskyldu sína og leikmenn og áhorfendur fögnuðu honum á leið sinni af vellinum. Legendary Spanish referee Antonio Mateu Lahoz was moved to tears after refereeing his final match in LaLiga 🥺A guard of honour and a celebration with family.#LaLiga #OptusSport pic.twitter.com/onwdwOHeA6— Optus Sport (@OptusSport) June 5, 2023 Þessi 46 ára gamli Spánverji hefur verið dómari að atvinnu frá árinu 1999 og dæmt í efstu deild á Spáni síðan árið 2008. Hann er þó líklega þekktastur fyrir að gefa metfjölda gulra spjalda á HM er hann dæmdi leik Argentínu og Hollands í átta liða úrslitum á seinasta heimsmeistaramóti í Katar. Lahoz hefur oft verið gagnrýndur fyrir stíl sinn sem dómari og eins og flestir sem taka að sér starfið hefur hann einnig oft verið umdeildur. Það er þó erfitt að segja að Lahoz hafi ekki átt farsælan feril sem dómari, en hann hefur dæmt á bæði HM og EM, sem og Ólympíuleikunum. Þá dæmdi hann einnig úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2021. Lahoz hefur ekki enn gefið út hvað tekur við nú þegar dómaraferlinum á Spáni er lokið. Hann gæti tekið að sér dómarastarf í annari deild en í heimalandinu þar sem það var ákvörðun spænsku úrvalsdeildarinnar að leggja Lahoz til hliðar fyrir næsta tímabil, en hann hefur einnig gefið í skyn að hann gæti snúið aftur í sitt gamla starf sem íþróttakennari. Spænski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira
Fjölskylda dómarans var mætt á völlinn til að fylgjast með hans síðasta leik í spænsku úrvalsdeildinni. Lahoz lét tilfinningarnar ná yfirhöndinni er hann nálgaðist fjölskyldu sína og leikmenn og áhorfendur fögnuðu honum á leið sinni af vellinum. Legendary Spanish referee Antonio Mateu Lahoz was moved to tears after refereeing his final match in LaLiga 🥺A guard of honour and a celebration with family.#LaLiga #OptusSport pic.twitter.com/onwdwOHeA6— Optus Sport (@OptusSport) June 5, 2023 Þessi 46 ára gamli Spánverji hefur verið dómari að atvinnu frá árinu 1999 og dæmt í efstu deild á Spáni síðan árið 2008. Hann er þó líklega þekktastur fyrir að gefa metfjölda gulra spjalda á HM er hann dæmdi leik Argentínu og Hollands í átta liða úrslitum á seinasta heimsmeistaramóti í Katar. Lahoz hefur oft verið gagnrýndur fyrir stíl sinn sem dómari og eins og flestir sem taka að sér starfið hefur hann einnig oft verið umdeildur. Það er þó erfitt að segja að Lahoz hafi ekki átt farsælan feril sem dómari, en hann hefur dæmt á bæði HM og EM, sem og Ólympíuleikunum. Þá dæmdi hann einnig úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2021. Lahoz hefur ekki enn gefið út hvað tekur við nú þegar dómaraferlinum á Spáni er lokið. Hann gæti tekið að sér dómarastarf í annari deild en í heimalandinu þar sem það var ákvörðun spænsku úrvalsdeildarinnar að leggja Lahoz til hliðar fyrir næsta tímabil, en hann hefur einnig gefið í skyn að hann gæti snúið aftur í sitt gamla starf sem íþróttakennari.
Spænski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira