Samfylkingin kynnir verkefnalista fyrir þinglok Kristrún Frostadóttir skrifar 5. júní 2023 16:01 Vaxtabótaauki, leigubremsa og ívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum. Allt fjármagnað að fullu — og meira en það — með því að loka skattaglufu sem kallast ehf.-gatið. Þetta er verkefnalistinn sem Samfylkingin leggur fram núna fyrir þinglok. Þrjú einföld verkefni sem er hægt að fara í strax og sem munar virkilega um á tímum mikillar verðbólgu og vaxtahækkana. Fleira þarf að gera — og auðvitað myndi Samfylkingin stjórna landinu með öðrum hætti ef við værum í ríkisstjórn. En þetta eru allt aðgerðir sem sitjandi ríkisstjórn ætti að geta fallist á, miðað við hvernig ráðherrarnir tala að minnsta kosti. Og þess vegna leggjum við þær fram núna. Vaxtabótaauki Vaxtabótaaukinn sem Samfylkingin leggur til léttir verulega undir með skuldsettum heimilum. Hann felur í sér eingreiðslu á árinu 2023 upp á allt að 200 þúsund krónur til einstaklinga og 350 þúsund krónur fyrir sambýlisfólk og einstæða foreldra. Stuðningurinn er bæði eigna- og tekjutengdur og rennur til heimila með þunga greiðslubyrði. Þannig má taka á bráðum vanda vegna snarpra vaxtahækkana. Leigubremsa Leigubremsan sem Samfylkingin leggur til er tímabundin og að danskri fyrirmynd. Hún ver fólk sem býr í leiguíbúðum fyrir stórfelldum hækkunum á leiguverði og er tímabundin aðgerð til að halda aftur af fyrirséðum vanda vegna þess sem hefur verið kallað snjóhengja á leigumarkaði. Orsök vandans er meðal annars of lítið framboð á leiguíbúðum, fólksfjölgun, ferðamannastraumur og skortur á ramma utan um leigumarkaðinn. Ívilnun til uppbyggingar Loks hefur Samfylkingin lagt til ívilnun til uppbyggingar: Að húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða fái áfram ívilnun með 60 prósenta endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu manna á byggingarstað. Tilgangur breytingarinnar er að styðja við óhagnaðardrifin leigufélög og viðhalda hvata til byggingar leiguíbúða á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna eða fjárhagsvanda Fjármögnun: Lokum ehf.-gatinu Ehf.-gatið er skattaglufa sem gerir tekjuháum kleift að telja fram launatekjur sem fjármagnstekjur og borga þannig lægri skatta en þorri almennings. Þetta er skattaglufa sem ætti að vera löngu búið að loka og sem myndi fjármagna að fullu verkefnalistann sem Samfylkingin hefur kynnt fyrir þinglok. Samfylkingin kallar eftir aðgerðum og leggur til lausnir Í allan vetur höfum við í Samfylkingunni kallað eftir aðgerðum. Til að vinna gegn verðbólgu og verja heimilisbókhaldið hjá fólki. Við höfum stundað jákvæða pólitík, sett fram lausnir og lagt ofuráherslu á efnahags- og velferðarmálin. Aldrei ómálefnaleg. Alltaf ábyrg — sem sést kannski best á því að við höfum haft það sem viðmið að gera ekki tillögu um eina krónu í útgjöld án þess að tvær krónur komi á móti til að vinna gegn verðbólgu. Þetta vita allir sem hafa lagt við hlustir. Í september settum við fram samstöðuaðgerðir fyrir heimilin og við kynntum kjarapakka í tengslum við fjárlög fyrir síðustu jól. Verkefnalistinn fyrir þinglok er af sama meiði. Nú er boltinn hjá ríkisstjórninni. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Samfylkingin Kristrún Frostadóttir Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Vaxtabótaauki, leigubremsa og ívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum. Allt fjármagnað að fullu — og meira en það — með því að loka skattaglufu sem kallast ehf.-gatið. Þetta er verkefnalistinn sem Samfylkingin leggur fram núna fyrir þinglok. Þrjú einföld verkefni sem er hægt að fara í strax og sem munar virkilega um á tímum mikillar verðbólgu og vaxtahækkana. Fleira þarf að gera — og auðvitað myndi Samfylkingin stjórna landinu með öðrum hætti ef við værum í ríkisstjórn. En þetta eru allt aðgerðir sem sitjandi ríkisstjórn ætti að geta fallist á, miðað við hvernig ráðherrarnir tala að minnsta kosti. Og þess vegna leggjum við þær fram núna. Vaxtabótaauki Vaxtabótaaukinn sem Samfylkingin leggur til léttir verulega undir með skuldsettum heimilum. Hann felur í sér eingreiðslu á árinu 2023 upp á allt að 200 þúsund krónur til einstaklinga og 350 þúsund krónur fyrir sambýlisfólk og einstæða foreldra. Stuðningurinn er bæði eigna- og tekjutengdur og rennur til heimila með þunga greiðslubyrði. Þannig má taka á bráðum vanda vegna snarpra vaxtahækkana. Leigubremsa Leigubremsan sem Samfylkingin leggur til er tímabundin og að danskri fyrirmynd. Hún ver fólk sem býr í leiguíbúðum fyrir stórfelldum hækkunum á leiguverði og er tímabundin aðgerð til að halda aftur af fyrirséðum vanda vegna þess sem hefur verið kallað snjóhengja á leigumarkaði. Orsök vandans er meðal annars of lítið framboð á leiguíbúðum, fólksfjölgun, ferðamannastraumur og skortur á ramma utan um leigumarkaðinn. Ívilnun til uppbyggingar Loks hefur Samfylkingin lagt til ívilnun til uppbyggingar: Að húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða fái áfram ívilnun með 60 prósenta endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu manna á byggingarstað. Tilgangur breytingarinnar er að styðja við óhagnaðardrifin leigufélög og viðhalda hvata til byggingar leiguíbúða á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna eða fjárhagsvanda Fjármögnun: Lokum ehf.-gatinu Ehf.-gatið er skattaglufa sem gerir tekjuháum kleift að telja fram launatekjur sem fjármagnstekjur og borga þannig lægri skatta en þorri almennings. Þetta er skattaglufa sem ætti að vera löngu búið að loka og sem myndi fjármagna að fullu verkefnalistann sem Samfylkingin hefur kynnt fyrir þinglok. Samfylkingin kallar eftir aðgerðum og leggur til lausnir Í allan vetur höfum við í Samfylkingunni kallað eftir aðgerðum. Til að vinna gegn verðbólgu og verja heimilisbókhaldið hjá fólki. Við höfum stundað jákvæða pólitík, sett fram lausnir og lagt ofuráherslu á efnahags- og velferðarmálin. Aldrei ómálefnaleg. Alltaf ábyrg — sem sést kannski best á því að við höfum haft það sem viðmið að gera ekki tillögu um eina krónu í útgjöld án þess að tvær krónur komi á móti til að vinna gegn verðbólgu. Þetta vita allir sem hafa lagt við hlustir. Í september settum við fram samstöðuaðgerðir fyrir heimilin og við kynntum kjarapakka í tengslum við fjárlög fyrir síðustu jól. Verkefnalistinn fyrir þinglok er af sama meiði. Nú er boltinn hjá ríkisstjórninni. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun