Lækkum kosningaaldurinn í 16 ára Geir Finnsson skrifar 6. júní 2023 08:31 Á Alþingi hefur verið lagt fram frumvarp til laga um breytingar á kosningalögum. Nánar tiltekið verður þingheimur spurður hvort lækka ætti kosningaaldur úr 18 ára og niður í 16 ára í kosningum til sveitarstjórna. Eðlilega eru skiptar skoðanir um málið og nýleg könnun sýnir að meirihluti fólks sé mótfallið þessari breytingu. Ekki kemur fram hvað það sé nákvæmlega sem gerir það að verkum að fólk vantreysti 16 og 17 ára einstaklingum til að kjósa en ljóst er að staðreyndir þurfa að vera skýrar í þessum efnum. Við í Landssambandi ungmennafélaga (LUF) störfum sem regnhlífasamtök lýðræðislegra ungmennafélaga á Íslandi og stöndum vörð um réttindi ungs fólks. Við höfum lengi lagt áherslu á að efla lýðræðislega þátttöku ungmenna og höfum, auk aðildarfélaga okkar, vakið athygli á því að ekki sé tekið nægt tillit til ungs fólks í allri ákvarðanatöku sem varðar þeirra hag. Að okkar mati væri því skref í rétta átt að lækka kosningaaldur niður í 16 ára, samhliða aukinni fræðslu til að bæta úr þeirri stöðu. Núverandi kosningaaldur brýtur í bága við Barnasáttmálann Sú stefna okkar, að lækka ætti kosningaaldur, byggist meðal annars á ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ísland hefur lögfest sáttmálann og ber því stjórnvöldum skylda að vinna að markmiðum hans, sem felast í því að styrkja stöðu mannréttinda barna. Einstaklingar undir 18 ára aldri hér á landi mega hins vegar ekki kjósa þrátt fyrir ákvæði 12. gr. sáttmálans, sem tryggir börnum, sem myndað geta eigin skoðanir, rétt til að láta þær í ljós, auk skyldu ríkja til að taka tillit til skoðana barna í samræmi við aldur og þroska. Í hnotskurn þá eiga börn rétt á stígandi ábyrgð eftir því sem þau eldast og þroskast enda felst í því sjálfsögð virðing gagnvart getu og vitsmunum þeirra. Sú mismunun sem á því sér óneitanlega stað í núverandi kosningalögum og ekki getur verið réttlætt með neinum vísindalegum gögnum eða hlutlægum rökum, brýtur því á mannréttindum 16 og 17 ára ungmenna og er í berhögg við mannréttindaákvæði stjórnarskrár Íslands. Til að bæta gráu ofan á svart þá er þessum sömu ungmennum, sem við neitum um réttinn til að hafa lýðræðisleg áhrif á nærumhverfi sitt í kosningum, þó gert að reiða af hendi opinber gjöld og skatta. Yrði frumvarpið samþykkt væri Ísland ekki fyrsta landið í heiminum til að lækka kosningaaldur niður í 16 ára. Að minnsta kosti 16 lönd, eða svæði heims, hafa gert það nú þegar (m.a. Austurríki og Malta) og enn fleiri leyfa það einvörðungu á sveitarstjórnarstigi. Reynsla þessara ríkja sýnir okkur að lækkun kosningaaldurs virki best ef henni fylgir viðunandi fræðsla og undirbúningur. Sem betur fer hefur LUF, í samstarfi við Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF), stuðlað að hinni vel heppnuðu #ÉgKýs herferð, sem hefur leitt til þess að kosningaþátttaka ungs fólks hérlendis hætti að minnka og fór þess í stað að aukast. Lýðræðisleg ungmennafélög væru vel í stakk búin til að tryggja farsælan árangur af lækkun kosningaaldurs, sem leiðir til betri kosningaþátttöku ungs fólks og aukinn pólitískan þroska, fengju þau nauðsynlegan stuðning til verksins. Kerfi sem útilokar ungt fólk Andstæðingar lækkunar kosningaaldurs nefna gjarnan skort á pólitískum þroska sér til stuðnings. Rannsóknir sýna aftur á móti skýrt fram á að skortur á slíkum þroska sé miklu frekar afleiðing kerfis sem útilokar ungmenni. Í Austurríki, þar sem kosningaaldur var lækkaður kom í ljós að pólitísk þekking 16-17 ára ungmenna varð jafn mikil og hjá eldri kjósendum. Segja má að lýðræði sé réttur til að kjósa byggður á virðingu fyrir sjálfstæðri getu samfélagsþegna og því ber að sýna ungu fólki þá lágmarsvirðingu sem það á skilið. Ég er sannfærður um að ef fólk kynni sér staðreyndir mála er ljóst að lækkun kosningaaldurs sé rökrétt skref fyrir þjóðfélagið okkar. Með góðum undirbúningi og stuðningi til lýðræðislegra ungmennafélaga bendir allt til þess að niðurstaðan verði aukin kosningaþátttaka ungs fólks og bætt pólitísk þekking þeirra. Við í LUF skorum því á þingheim til að samþykkja frumvarpið. Með því skrefi eflum við lýðræðið, bætum stöðu ungs fólks og sýnum því aukið traust, öllum til hagsbóta. Það er ekki bara réttlæti fólgið í þeirri aðgerð heldur einnig grundvöllurinn að heilbrigðri þróun í lýðræðislegu samfélagi. Hægt er að kynna sér ítarlegri afstöðu og röksemdarfærslur LUF til málsins í umsögn félagsins til Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Höfundur er forseti LUF - Landssambands ungmennafélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Á Alþingi hefur verið lagt fram frumvarp til laga um breytingar á kosningalögum. Nánar tiltekið verður þingheimur spurður hvort lækka ætti kosningaaldur úr 18 ára og niður í 16 ára í kosningum til sveitarstjórna. Eðlilega eru skiptar skoðanir um málið og nýleg könnun sýnir að meirihluti fólks sé mótfallið þessari breytingu. Ekki kemur fram hvað það sé nákvæmlega sem gerir það að verkum að fólk vantreysti 16 og 17 ára einstaklingum til að kjósa en ljóst er að staðreyndir þurfa að vera skýrar í þessum efnum. Við í Landssambandi ungmennafélaga (LUF) störfum sem regnhlífasamtök lýðræðislegra ungmennafélaga á Íslandi og stöndum vörð um réttindi ungs fólks. Við höfum lengi lagt áherslu á að efla lýðræðislega þátttöku ungmenna og höfum, auk aðildarfélaga okkar, vakið athygli á því að ekki sé tekið nægt tillit til ungs fólks í allri ákvarðanatöku sem varðar þeirra hag. Að okkar mati væri því skref í rétta átt að lækka kosningaaldur niður í 16 ára, samhliða aukinni fræðslu til að bæta úr þeirri stöðu. Núverandi kosningaaldur brýtur í bága við Barnasáttmálann Sú stefna okkar, að lækka ætti kosningaaldur, byggist meðal annars á ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ísland hefur lögfest sáttmálann og ber því stjórnvöldum skylda að vinna að markmiðum hans, sem felast í því að styrkja stöðu mannréttinda barna. Einstaklingar undir 18 ára aldri hér á landi mega hins vegar ekki kjósa þrátt fyrir ákvæði 12. gr. sáttmálans, sem tryggir börnum, sem myndað geta eigin skoðanir, rétt til að láta þær í ljós, auk skyldu ríkja til að taka tillit til skoðana barna í samræmi við aldur og þroska. Í hnotskurn þá eiga börn rétt á stígandi ábyrgð eftir því sem þau eldast og þroskast enda felst í því sjálfsögð virðing gagnvart getu og vitsmunum þeirra. Sú mismunun sem á því sér óneitanlega stað í núverandi kosningalögum og ekki getur verið réttlætt með neinum vísindalegum gögnum eða hlutlægum rökum, brýtur því á mannréttindum 16 og 17 ára ungmenna og er í berhögg við mannréttindaákvæði stjórnarskrár Íslands. Til að bæta gráu ofan á svart þá er þessum sömu ungmennum, sem við neitum um réttinn til að hafa lýðræðisleg áhrif á nærumhverfi sitt í kosningum, þó gert að reiða af hendi opinber gjöld og skatta. Yrði frumvarpið samþykkt væri Ísland ekki fyrsta landið í heiminum til að lækka kosningaaldur niður í 16 ára. Að minnsta kosti 16 lönd, eða svæði heims, hafa gert það nú þegar (m.a. Austurríki og Malta) og enn fleiri leyfa það einvörðungu á sveitarstjórnarstigi. Reynsla þessara ríkja sýnir okkur að lækkun kosningaaldurs virki best ef henni fylgir viðunandi fræðsla og undirbúningur. Sem betur fer hefur LUF, í samstarfi við Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF), stuðlað að hinni vel heppnuðu #ÉgKýs herferð, sem hefur leitt til þess að kosningaþátttaka ungs fólks hérlendis hætti að minnka og fór þess í stað að aukast. Lýðræðisleg ungmennafélög væru vel í stakk búin til að tryggja farsælan árangur af lækkun kosningaaldurs, sem leiðir til betri kosningaþátttöku ungs fólks og aukinn pólitískan þroska, fengju þau nauðsynlegan stuðning til verksins. Kerfi sem útilokar ungt fólk Andstæðingar lækkunar kosningaaldurs nefna gjarnan skort á pólitískum þroska sér til stuðnings. Rannsóknir sýna aftur á móti skýrt fram á að skortur á slíkum þroska sé miklu frekar afleiðing kerfis sem útilokar ungmenni. Í Austurríki, þar sem kosningaaldur var lækkaður kom í ljós að pólitísk þekking 16-17 ára ungmenna varð jafn mikil og hjá eldri kjósendum. Segja má að lýðræði sé réttur til að kjósa byggður á virðingu fyrir sjálfstæðri getu samfélagsþegna og því ber að sýna ungu fólki þá lágmarsvirðingu sem það á skilið. Ég er sannfærður um að ef fólk kynni sér staðreyndir mála er ljóst að lækkun kosningaaldurs sé rökrétt skref fyrir þjóðfélagið okkar. Með góðum undirbúningi og stuðningi til lýðræðislegra ungmennafélaga bendir allt til þess að niðurstaðan verði aukin kosningaþátttaka ungs fólks og bætt pólitísk þekking þeirra. Við í LUF skorum því á þingheim til að samþykkja frumvarpið. Með því skrefi eflum við lýðræðið, bætum stöðu ungs fólks og sýnum því aukið traust, öllum til hagsbóta. Það er ekki bara réttlæti fólgið í þeirri aðgerð heldur einnig grundvöllurinn að heilbrigðri þróun í lýðræðislegu samfélagi. Hægt er að kynna sér ítarlegri afstöðu og röksemdarfærslur LUF til málsins í umsögn félagsins til Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Höfundur er forseti LUF - Landssambands ungmennafélaga.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun