Óttast „stjórnlausan“ flaum hjúkrunarfræðinga frá bágstöddum ríkjum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. júní 2023 08:49 Sjúklingar þurfa að bíða lengur vegna skorts á heilbrigðisstarfsfólki og þá er hætt við að ekki verði hægt að sinna ákveðinni þjónustu, svo sem bólusetningum. Getty Áhyggjur eru uppi vegna „stjórnlauss“ brottflutnings hjúkrunarfræðinga frá bágstöddum ríkjum á borð við Ghana til efnaðri ríkja, til að mynda Bretlands. Árið 2022 voru 1.200 hjúkrunarfræðingar frá Ghana nýskráðir á lista yfir hjúkrunarfræðinga á Bretlandseyjum. Samkvæmt reglum er breskum heilbrigðisyfirvöldum ekki heimilt að leita utan landsteinanna eftir hjúkrunarfræðingum en reglurnar koma hins vegar ekki í veg fyrir að hjúkrunarfræðingar annars staðar í heiminum fylgist með atvinnuauglýsingum og sæki um. „Það er mín tilfinning að ástandið sé stjórnlaust,“ segir Howard Catton, framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga (ICN) um brotthvarf hjúkrunarfræðinga frá bágstaddari ríkjum til betur settra ríkja. Hann segir ástandið drifið áfram af ráðningum í sex eða sjö ríkjum en að stórum hluta er um að ræða sérmenntaða hjúkrunarfræðinga frá fátækum ríkjum sem hafa varið umtalsverðum fjármunum í þjálfun heilbrigðisstarfsmannanna og mega ekki við því að missa þá. BBC ræddi við yfirmenn á tveimur sjúkrahúsum í Ghana, þar sem um tuttugu hjúkrunarfræðingar höfðu sagt upp og ráðið sig til starfa í Bretlandi eða Bandaríkjunum á síðustu sex til tólf mánuðum. „Allir bráðahjúkrunarfræðingarnir okkar, reyndu hjúkrunarfræðingarnir okkar, eru farnir. Þannig að við stöndum uppi tómhent; ekkert reynt starfsfólk að vinna með. Jafnvel þótt stjórnvöld ráði starfsfólk þurfum við að þjálfa það upp á nýtt,“ segir Caroline Agbodza, hjúkrunarforstjóri á Cape Coast Municipal Hospital. Þeir sem BBC ræddu við segja atgervisflóttann hafa bein áhrif á gæði heilbrigðisþjónustunnar og að hann sé bókstaflega að valda dauðsföllum. Einn yfirlæknir benti meðal annars á að sú staða gæti komið upp að það yrðu engir hjúkrunarfræðingar til að bólusetja börn gegn banvænum sjúkdómum. Hjúkrunarfræðingar frá Ghana þéna allt að sjö sinnum meira á Bretlandi en í heimalandinu en framkvæmdastjóri heilbrigðisstétta hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni segir Brexit þátt í því að Bretar ráði jafn marga starfsmenn frá Afríku og raun ber vitni. Samkeppnin um heilbrigðisstarfsmenn sé mikil og þegar Evrópa hafi lokast hafi Bretar leitað á ný mið. Heilbrigðismál Gana Bretland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrif uppgjafahermanna á Rússland Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Samkvæmt reglum er breskum heilbrigðisyfirvöldum ekki heimilt að leita utan landsteinanna eftir hjúkrunarfræðingum en reglurnar koma hins vegar ekki í veg fyrir að hjúkrunarfræðingar annars staðar í heiminum fylgist með atvinnuauglýsingum og sæki um. „Það er mín tilfinning að ástandið sé stjórnlaust,“ segir Howard Catton, framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga (ICN) um brotthvarf hjúkrunarfræðinga frá bágstaddari ríkjum til betur settra ríkja. Hann segir ástandið drifið áfram af ráðningum í sex eða sjö ríkjum en að stórum hluta er um að ræða sérmenntaða hjúkrunarfræðinga frá fátækum ríkjum sem hafa varið umtalsverðum fjármunum í þjálfun heilbrigðisstarfsmannanna og mega ekki við því að missa þá. BBC ræddi við yfirmenn á tveimur sjúkrahúsum í Ghana, þar sem um tuttugu hjúkrunarfræðingar höfðu sagt upp og ráðið sig til starfa í Bretlandi eða Bandaríkjunum á síðustu sex til tólf mánuðum. „Allir bráðahjúkrunarfræðingarnir okkar, reyndu hjúkrunarfræðingarnir okkar, eru farnir. Þannig að við stöndum uppi tómhent; ekkert reynt starfsfólk að vinna með. Jafnvel þótt stjórnvöld ráði starfsfólk þurfum við að þjálfa það upp á nýtt,“ segir Caroline Agbodza, hjúkrunarforstjóri á Cape Coast Municipal Hospital. Þeir sem BBC ræddu við segja atgervisflóttann hafa bein áhrif á gæði heilbrigðisþjónustunnar og að hann sé bókstaflega að valda dauðsföllum. Einn yfirlæknir benti meðal annars á að sú staða gæti komið upp að það yrðu engir hjúkrunarfræðingar til að bólusetja börn gegn banvænum sjúkdómum. Hjúkrunarfræðingar frá Ghana þéna allt að sjö sinnum meira á Bretlandi en í heimalandinu en framkvæmdastjóri heilbrigðisstétta hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni segir Brexit þátt í því að Bretar ráði jafn marga starfsmenn frá Afríku og raun ber vitni. Samkeppnin um heilbrigðisstarfsmenn sé mikil og þegar Evrópa hafi lokast hafi Bretar leitað á ný mið.
Heilbrigðismál Gana Bretland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrif uppgjafahermanna á Rússland Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira