Erum við svona smá? Ólafur Stephensen skrifar 6. júní 2023 15:00 Úkraínska þjóðin berst fyrir lífi sínu og tilverurétti. Daglega berast fréttir af hörðum bardögum og mannfalli í stríðinu við Rússland, árásum Rússa á íbúðahverfi í borgum landsins og nú síðast af því að þúsundir manna hafi þurft að flýja heimili sín eftir að Rússar sprengdu stíflu í austurhluta landsins. Stríðið hefur leitt yfir úkraínsku þjóðina ómældar hörmungar og efnahagslíf Úkraínu er stórlega skaddað. Úkraínumenn biðja um stuðning lýðræðisríkja og hafa meðal annars leitað til Íslands um aðstoð. Flestum finnst að við eigum að veita alla þá aðstoð sem við getum. Á meðal þess sem Ísland hefur gert til að styðja Úkraínu er að verða við beiðni þarlendra stjórnvalda um að fella niður tolla á úkraínskum útflutningsvörum. Bráðabirgðaákvæði um slíka tollaniðurfellingu var bætt í tollalögin í fyrra með samþykkt Alþingis á frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Rétt er að halda því til haga að Ísland leggur ekki innflutningstolla á neinar vörur aðrar en búvörur – og þá aðallega vörur sem framleiddar eru hér á landi. Það lá því fyrir strax í upphafi að ef stuðningurinn ætti að skipta einhverju máli fyrir Úkraínu myndi hann fela í sér tollfrjálsan innflutning á vörum, sem myndu keppa við innlendar búvörur. Þetta er sama leið og stjórnvöld í ríkjum Evrópusambandsins og í Bretlandi fóru – og í báðum tilvikum hafa lagaákvæði um tollfrelsið verið endurnýjuð; Bretar ákváðu í febrúar að framlengja niðurfellingu tolla út árið og ESB ákvað í apríl að framlengja um ár. Íslenzka lagaákvæðið féll hins vegar úr gildi 31. maí síðastliðinn. Ályktanir og bréfasendingar frá hagsmunaaðilum Þótt nágrannalöndin hafi þannig endurnýjað stuðning sinn við Úkraínu þvælist málið fyrir íslenzkum stjórnvöldum. Ástæðan er augljós; mikill þrýstingur frá hagsmunaaðilum í landbúnaði, sem leggjast þvert gegn endurnýjun lagaákvæðisins. Þingmenn fengu senda ályktun stjórnar Bændasamtaka Íslands þess efnis frá 16. maí og fyrr í mánuðinum höfðu Samtök fyrirtækja í landbúnaði sent Bjarna Benediktssyni harðort bréf þar sem lagzt var gegn framlengingu á tollfrelsinu. Þá eru ótalin öll símtölin til þingmanna og ráðherra frá hagsmunaaðilum í landbúnaði, sem telja að innlend kjúklingaframleiðsla sé að fara á hliðina vegna samkeppni frá úkraínskum kjúklingaframleiðendum. Matvælaráðuneytið metur það svo að haldi innflutningur á úkraínskum kjúklingi áfram í sama mæli og verið hefur, nemi það um 2-3% af markaðnum fyrir kjúklingakjöt. Það er nú allt og sumt. Sérhagsmunaöflunum virðist samt ganga ágætlega að hindra framgang málsins. Eini ráðherrann í ríkisstjórninni sem hefur tjáð sig um það opinberlega er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem sagði í svari við fyrirspurn á Alþingi í síðustu viku að hún teldi rétt að viðhalda tollfrelsinu fyrir vörur frá Úkraínu. Engu að síður kemur ekkert stjórnarfrumvarp um endurnýjun bráðabirgðaákvæðisins, og þegar þetta er ritað eru eftir þrír dagar af störfum Alþingis samkvæmt samþykktri starfsáætlun, áður en þingi verður frestað og þingmenn fara í sumarfrí. Fjármálaráðherrann vísar málinu á þingnefnd Fjármálaráðherrann, sem lagði fram frumvarpið í fyrra, þegir þunnu hljóði. Hann hefur hins vegar falið embættismanni í fjármálaráðuneytinu að leggja til við efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að hún flytji mál um framlengingu tollfrelsis fyrir úkraínskar vörur. Af hverju ráðherrann vill ekki gera það sjálfur hefur ekki fengizt útskýrt. Hjá efnahags- og viðskiptanefnd virðist ekkert gerast í málinu og ekkert frumvarp kemur þaðan heldur. Nú vakna ýmsar spurningar. Munu fulltrúar sérhagsmuna í landbúnaði virkilega hafa sitt fram í máli, sem varðar annars vegar hag íslenzkra neytenda og hins vegar stuðning við vinaríki okkar sem á í vök að verjast? Hvar eru þeir nú, þingmenn stjórnarliðsins sem þykjast stundum bæði vera stuðningsmenn Úkraínu og talsmenn frjálsra viðskipta? Af hverju heyrist ekkert í þeim? Og síðast en ekki sízt – erum við svona smá, að láta annað eins prinsippmál niður falla til að gæta sérhagsmuna, sem í öllum samanburði eru minniháttar? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Innrás Rússa í Úkraínu Skattar og tollar Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Úkraínska þjóðin berst fyrir lífi sínu og tilverurétti. Daglega berast fréttir af hörðum bardögum og mannfalli í stríðinu við Rússland, árásum Rússa á íbúðahverfi í borgum landsins og nú síðast af því að þúsundir manna hafi þurft að flýja heimili sín eftir að Rússar sprengdu stíflu í austurhluta landsins. Stríðið hefur leitt yfir úkraínsku þjóðina ómældar hörmungar og efnahagslíf Úkraínu er stórlega skaddað. Úkraínumenn biðja um stuðning lýðræðisríkja og hafa meðal annars leitað til Íslands um aðstoð. Flestum finnst að við eigum að veita alla þá aðstoð sem við getum. Á meðal þess sem Ísland hefur gert til að styðja Úkraínu er að verða við beiðni þarlendra stjórnvalda um að fella niður tolla á úkraínskum útflutningsvörum. Bráðabirgðaákvæði um slíka tollaniðurfellingu var bætt í tollalögin í fyrra með samþykkt Alþingis á frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Rétt er að halda því til haga að Ísland leggur ekki innflutningstolla á neinar vörur aðrar en búvörur – og þá aðallega vörur sem framleiddar eru hér á landi. Það lá því fyrir strax í upphafi að ef stuðningurinn ætti að skipta einhverju máli fyrir Úkraínu myndi hann fela í sér tollfrjálsan innflutning á vörum, sem myndu keppa við innlendar búvörur. Þetta er sama leið og stjórnvöld í ríkjum Evrópusambandsins og í Bretlandi fóru – og í báðum tilvikum hafa lagaákvæði um tollfrelsið verið endurnýjuð; Bretar ákváðu í febrúar að framlengja niðurfellingu tolla út árið og ESB ákvað í apríl að framlengja um ár. Íslenzka lagaákvæðið féll hins vegar úr gildi 31. maí síðastliðinn. Ályktanir og bréfasendingar frá hagsmunaaðilum Þótt nágrannalöndin hafi þannig endurnýjað stuðning sinn við Úkraínu þvælist málið fyrir íslenzkum stjórnvöldum. Ástæðan er augljós; mikill þrýstingur frá hagsmunaaðilum í landbúnaði, sem leggjast þvert gegn endurnýjun lagaákvæðisins. Þingmenn fengu senda ályktun stjórnar Bændasamtaka Íslands þess efnis frá 16. maí og fyrr í mánuðinum höfðu Samtök fyrirtækja í landbúnaði sent Bjarna Benediktssyni harðort bréf þar sem lagzt var gegn framlengingu á tollfrelsinu. Þá eru ótalin öll símtölin til þingmanna og ráðherra frá hagsmunaaðilum í landbúnaði, sem telja að innlend kjúklingaframleiðsla sé að fara á hliðina vegna samkeppni frá úkraínskum kjúklingaframleiðendum. Matvælaráðuneytið metur það svo að haldi innflutningur á úkraínskum kjúklingi áfram í sama mæli og verið hefur, nemi það um 2-3% af markaðnum fyrir kjúklingakjöt. Það er nú allt og sumt. Sérhagsmunaöflunum virðist samt ganga ágætlega að hindra framgang málsins. Eini ráðherrann í ríkisstjórninni sem hefur tjáð sig um það opinberlega er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem sagði í svari við fyrirspurn á Alþingi í síðustu viku að hún teldi rétt að viðhalda tollfrelsinu fyrir vörur frá Úkraínu. Engu að síður kemur ekkert stjórnarfrumvarp um endurnýjun bráðabirgðaákvæðisins, og þegar þetta er ritað eru eftir þrír dagar af störfum Alþingis samkvæmt samþykktri starfsáætlun, áður en þingi verður frestað og þingmenn fara í sumarfrí. Fjármálaráðherrann vísar málinu á þingnefnd Fjármálaráðherrann, sem lagði fram frumvarpið í fyrra, þegir þunnu hljóði. Hann hefur hins vegar falið embættismanni í fjármálaráðuneytinu að leggja til við efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að hún flytji mál um framlengingu tollfrelsis fyrir úkraínskar vörur. Af hverju ráðherrann vill ekki gera það sjálfur hefur ekki fengizt útskýrt. Hjá efnahags- og viðskiptanefnd virðist ekkert gerast í málinu og ekkert frumvarp kemur þaðan heldur. Nú vakna ýmsar spurningar. Munu fulltrúar sérhagsmuna í landbúnaði virkilega hafa sitt fram í máli, sem varðar annars vegar hag íslenzkra neytenda og hins vegar stuðning við vinaríki okkar sem á í vök að verjast? Hvar eru þeir nú, þingmenn stjórnarliðsins sem þykjast stundum bæði vera stuðningsmenn Úkraínu og talsmenn frjálsra viðskipta? Af hverju heyrist ekkert í þeim? Og síðast en ekki sízt – erum við svona smá, að láta annað eins prinsippmál niður falla til að gæta sérhagsmuna, sem í öllum samanburði eru minniháttar? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun