Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór/KA 1-0 | Meistararnir unnið þrjá í röð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. júní 2023 22:17 Valskonur unnu góðan sigur í kvöld. Vísir/Vilhelm Íslandsmeistarar Vals unnu góðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Þór/KA í 7. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Valskonur tróna því enn á toppnum og hafa nú unnið þrjá deildarleiki í röð, en þetta var hins vegar þriðja tap Þórs/KA í röð. Leikurinn fór nokkuð hægt af stað og liðin nýttu upphafsmínúturnar til að þreifa örlítið fyrir sér. Það voru þó Valskonur sem virtust líklegri til afreka, þrátt fyrir að færin hafi látið á sér standa í upphafi leiks. Eftir því sem líða fór á hálfleikinn fóru heimakonur þó að herða tökin og komu sér í ágætis stöður í nokkur skipti. Liðið átti nokkrar hættulegar fyrirgjafir, en alltaf virtist boltinn þó fara rétt fyrir framan sóknarmenn Vals eða skoppa þannig að erfitt var að koma honum á markið. Gestirnir áttu einnig sína spretti í fyrri hálfleiknum. Sandra María Jessen átti hættulegasta færi Þórs/KA þegar hún var við það að sleppa í gegn um miðjan hálfleikinn, en skot hennar sigldi rétt yfir markið. Hættulegasta færi Valskvenna var hins vegar mun líklegra til árangurs þegar Ásdís Karen Halldórsdóttir slapp í gegn á lokamínútu hálfleiksins, en var felld í teignum og vítaspyrna dæmd. Ásdís fór sjálf á punktinn, en spyrnan var í nokkuð góðri hæð fyrir Melissu Lowder í markinu sem varði vel. Þetta reyndist seinasta spyrna fyrri hálfleiksins og staðan var því enn 0-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur hófst svo á svipuðum nótum og sá fyrri þar sem Valskonur reyndust þó ívið sterkari, án þess þó að skapa sér opin marktækifæri. Það var svo á 54. mínútu sem Valskonum tókst loksins að brjóta ísinn þegar Þórdís Elva Ágústsdóttir fékk boltann úti á hægri kanti, rykkti inn að miðju og lét vaða. Þórdís smellhitti boltann og smurði hann upp í fjærhornið, staðan orðin 1-0. Eftir það róaðist leikurinn og báðum liðum gekk illa að skapa sér færi. Gestirnir reyndu að færa sig framar á völlinn eftir því sem leið á leikinn, en vörn Valskvenna stóð vel og niðurstaðan varð því 1-0 sigur Íslandsmeistaranna. Af hverju vann Valur? Valskonur voru skrefinu framar stærstan hluta leiksins og áttu sigurinn líklega skilið. Það verður þó að hrósa leikmönnum Þórs/KA fyrir sitt framlag í kvöld og ef ekki hefði verið fyrir þetta dúndurmark Þórdísar hefðu liðin líklega skipt stigunum á milli sín. Hverjar stóðu upp úr? Melissa Lowder átti góðan dag í marki Þórs/KA í kvöld þrátt fyrir tapið. Hún varði vítaspyrnu í fyrri hálfleik og virtist örugg í flestum sínum aðgerðum. Það var hins vegar lítið sem hún gat gert í marki Valskvenna. Þá má auðvitað nefna Þórdísi Elvu sem skoraði þetta glæsilega mark og tryggði Valskonum sigurinn. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að skapa sér færi á stórum köflum í leiknum. Gestirnir frá Akureyri sköpuðu lítið sem ekkert fram á við og þrátt fyrir að hafa komist í nokkrar ákjósanlegar stöður í fyrri hálfleik áttu Valskonur einnig í erfiðleikum með að ógna marki gestanna af einhverju viti. Hvað gerist næst? Þór/KA tekur á móti botnliði Selfoss næstkomandi sunnudag klukkan 16:00 og Valskonur spila heimaleik gegn Tindastóli rúmum sólarhring síðar klukkan 19:15. Jóhann: Ætla bara að fullyrða það að 1-1 hefði verið sanngjarnt Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA.Vísir/Vilhelm Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var stoltur af sínu liði þrátt fyrir tapið. „Ég ætla bara að byrja á því að óska Val til hamingju með sigurinn og segja jafnframt hvað ég er stoltur af mínu liði. Við börðumst allan tíman og gerðum þetta saman. Ef við hefðum ekki verið svona miklir klaufar, og ég held að við vitum upp á okkur sökina, við vorum bara klaufar á boltanum. Við vorum að gefa hann of auðveldlega frá okkur og það er það sem upp á vantaði í dag.“ „Á sæmilegum degi hefðum við átt að fara með eitthvað úr þessum leik en við svolítið færðum Val þetta. Ekki það, þær þurfa enga aðstoð, en ég er að reyna að koma því út úr mér í gríðarlega löngu máli hvað ég er ánægður með mitt lið í dag.“ Þór/KA stóð vissulega vörnina vel stærstan hluta leiksins og gerði Valskonum erfitt fyrir. Jóhann segir það því hafa verið eins og að fá blauta tusku í andlitið þegar markið kom. „Er þetta ekki bara einhver klassík að það þurfti eitthvað svona til að brjóta ísinn? Þórdís klippti hann bara með vinstri og upp í horni fjær. Það er ekkert við þessu að gera. Hún átti þetta bara skilið, en við erum auðvitað ofsalega pirruð út í okkur sjálf að hafa ekki náð að koma inn marki á móti. Ég ætla bara að fullyrða það að 1-1 hefði verið sanngjarnt í dag.“ Þór/KA hafur nú tapað þremur leikjum í röð í Bestu-deild kvenna. Jóhann segir þó að hann taki ýmislegt jákvætt með sér úr síðustu leikjum, án þess að ætla að dvelja ofl lengi við þá. „Já það er alveg rétt. Það eru tveir leikir eftir af fyrri umferðinni og eftir seinni umferðina eru enn leikir eftir hana. Þannig að við erum ekkert farin að hugsa eitthvað um lokatakmarkið. Við erum bara með okkar markmið að enda í efstu sex og höldum því verkefni áfram. Við erum öll saman í því að róa í þá átt.“ „Svo er það auðvitað þannig að það er fullt af jákvæðum hlutum hjá okkur og ég var að segja það áðan og hrósa mínu liði. En svo er það líka bara stundum þannig að það þarf ekkert alltaf að taka eitthvað jákvætt út úr því að tapa og það er allt í lagi. En svo er það þannig að þegar maður er laminn niður þá er þetta spurning um að standa upp og við ætlum að gera það. Næsti leikur er strax um helgina og nú þurfum við bara að sleikja sárin og vera tilbúin í það. Það er það jákvæða sem við tökum út úr þessu. Það er stutt í næsta til að svara fyrir okkur,“ sagði Jóhann að lokum. Þórdís: Ég get notað báða fætur Þórdís elva skoraði eina mark leiksins.Valur Fótbolti „Við biðum bara svolítið eftir þeim í fyrri hálfleik og vorum búnar að tala um það að þetta væri bara einn af erfiðustu leikjunum fyrir okkur í sumar,“ sagði markaskorarinn Þórdís Elva Ágústsdóttir að leik loknum. „Við ákváðum bara að leyfa þeim aðeins að koma, sjá hvernig þær ætluðu að gera þetta og taka svo leikinn þaðan. Við vissum að við þyrftum að vera þolinmóðar og að þetta myndi taka smá tíma. Við gerðum það og þetta kom á endanum.“ Valskonur voru ívið sterkari í leiknum og sköpuðu sér oft góðar stöður. Eina alvöru færið sem liðið fékk var þó vítaspyrna í uppbótartíma fyrri hálfleiks sem Ásdís Karen Halldórsdóttir lét verja frá sér. Þórdís Elva tók hins vegar málin í sínar hendur þegar hún skoraði eina mark leiksins með föstu skoti fyrir utan teig sem söng í samskeytunum fjær. „Við töluðum um það í hálfleik að öll lið munu klúðra víti. Við þurftum bara að koma út og halda áfram. Það er ekkert hægt að setja hausinn ofan í sandinn við það. Svo þegar ég sá að boltinn lá vel fyrir mér þá ákvað ég bara að taka skotið.“ Pétur Pétursson, þjálfari Vals, virtist þó hissa á því að Þórdis hafi skorað þetta glæsimark með vinstri fæti í viðtali eftir leik. „Ég get notað báða fætur. Það skiptir mig engu máli,“ sagði Þórdís létt. Valskonur hafa nú unnið þrjá deildarleiki í röð og Þórdís segir að liðið muni nýta sér þetta góða augnablik til að tengja saman enn fleiri sigra. „Við þurfum að halda áfram að tengja leiki. Og líka aðeins að tengja hálfleikana. Við áttum aðeins erfitt hérna í seinni hálfleik. En við bara höldum áfram og ætlum að vinna alla leiki sem við förum í,“ sagði Þórdís að lokum. Besta deild kvenna Valur Þór Akureyri KA
Íslandsmeistarar Vals unnu góðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Þór/KA í 7. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Valskonur tróna því enn á toppnum og hafa nú unnið þrjá deildarleiki í röð, en þetta var hins vegar þriðja tap Þórs/KA í röð. Leikurinn fór nokkuð hægt af stað og liðin nýttu upphafsmínúturnar til að þreifa örlítið fyrir sér. Það voru þó Valskonur sem virtust líklegri til afreka, þrátt fyrir að færin hafi látið á sér standa í upphafi leiks. Eftir því sem líða fór á hálfleikinn fóru heimakonur þó að herða tökin og komu sér í ágætis stöður í nokkur skipti. Liðið átti nokkrar hættulegar fyrirgjafir, en alltaf virtist boltinn þó fara rétt fyrir framan sóknarmenn Vals eða skoppa þannig að erfitt var að koma honum á markið. Gestirnir áttu einnig sína spretti í fyrri hálfleiknum. Sandra María Jessen átti hættulegasta færi Þórs/KA þegar hún var við það að sleppa í gegn um miðjan hálfleikinn, en skot hennar sigldi rétt yfir markið. Hættulegasta færi Valskvenna var hins vegar mun líklegra til árangurs þegar Ásdís Karen Halldórsdóttir slapp í gegn á lokamínútu hálfleiksins, en var felld í teignum og vítaspyrna dæmd. Ásdís fór sjálf á punktinn, en spyrnan var í nokkuð góðri hæð fyrir Melissu Lowder í markinu sem varði vel. Þetta reyndist seinasta spyrna fyrri hálfleiksins og staðan var því enn 0-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur hófst svo á svipuðum nótum og sá fyrri þar sem Valskonur reyndust þó ívið sterkari, án þess þó að skapa sér opin marktækifæri. Það var svo á 54. mínútu sem Valskonum tókst loksins að brjóta ísinn þegar Þórdís Elva Ágústsdóttir fékk boltann úti á hægri kanti, rykkti inn að miðju og lét vaða. Þórdís smellhitti boltann og smurði hann upp í fjærhornið, staðan orðin 1-0. Eftir það róaðist leikurinn og báðum liðum gekk illa að skapa sér færi. Gestirnir reyndu að færa sig framar á völlinn eftir því sem leið á leikinn, en vörn Valskvenna stóð vel og niðurstaðan varð því 1-0 sigur Íslandsmeistaranna. Af hverju vann Valur? Valskonur voru skrefinu framar stærstan hluta leiksins og áttu sigurinn líklega skilið. Það verður þó að hrósa leikmönnum Þórs/KA fyrir sitt framlag í kvöld og ef ekki hefði verið fyrir þetta dúndurmark Þórdísar hefðu liðin líklega skipt stigunum á milli sín. Hverjar stóðu upp úr? Melissa Lowder átti góðan dag í marki Þórs/KA í kvöld þrátt fyrir tapið. Hún varði vítaspyrnu í fyrri hálfleik og virtist örugg í flestum sínum aðgerðum. Það var hins vegar lítið sem hún gat gert í marki Valskvenna. Þá má auðvitað nefna Þórdísi Elvu sem skoraði þetta glæsilega mark og tryggði Valskonum sigurinn. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að skapa sér færi á stórum köflum í leiknum. Gestirnir frá Akureyri sköpuðu lítið sem ekkert fram á við og þrátt fyrir að hafa komist í nokkrar ákjósanlegar stöður í fyrri hálfleik áttu Valskonur einnig í erfiðleikum með að ógna marki gestanna af einhverju viti. Hvað gerist næst? Þór/KA tekur á móti botnliði Selfoss næstkomandi sunnudag klukkan 16:00 og Valskonur spila heimaleik gegn Tindastóli rúmum sólarhring síðar klukkan 19:15. Jóhann: Ætla bara að fullyrða það að 1-1 hefði verið sanngjarnt Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA.Vísir/Vilhelm Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var stoltur af sínu liði þrátt fyrir tapið. „Ég ætla bara að byrja á því að óska Val til hamingju með sigurinn og segja jafnframt hvað ég er stoltur af mínu liði. Við börðumst allan tíman og gerðum þetta saman. Ef við hefðum ekki verið svona miklir klaufar, og ég held að við vitum upp á okkur sökina, við vorum bara klaufar á boltanum. Við vorum að gefa hann of auðveldlega frá okkur og það er það sem upp á vantaði í dag.“ „Á sæmilegum degi hefðum við átt að fara með eitthvað úr þessum leik en við svolítið færðum Val þetta. Ekki það, þær þurfa enga aðstoð, en ég er að reyna að koma því út úr mér í gríðarlega löngu máli hvað ég er ánægður með mitt lið í dag.“ Þór/KA stóð vissulega vörnina vel stærstan hluta leiksins og gerði Valskonum erfitt fyrir. Jóhann segir það því hafa verið eins og að fá blauta tusku í andlitið þegar markið kom. „Er þetta ekki bara einhver klassík að það þurfti eitthvað svona til að brjóta ísinn? Þórdís klippti hann bara með vinstri og upp í horni fjær. Það er ekkert við þessu að gera. Hún átti þetta bara skilið, en við erum auðvitað ofsalega pirruð út í okkur sjálf að hafa ekki náð að koma inn marki á móti. Ég ætla bara að fullyrða það að 1-1 hefði verið sanngjarnt í dag.“ Þór/KA hafur nú tapað þremur leikjum í röð í Bestu-deild kvenna. Jóhann segir þó að hann taki ýmislegt jákvætt með sér úr síðustu leikjum, án þess að ætla að dvelja ofl lengi við þá. „Já það er alveg rétt. Það eru tveir leikir eftir af fyrri umferðinni og eftir seinni umferðina eru enn leikir eftir hana. Þannig að við erum ekkert farin að hugsa eitthvað um lokatakmarkið. Við erum bara með okkar markmið að enda í efstu sex og höldum því verkefni áfram. Við erum öll saman í því að róa í þá átt.“ „Svo er það auðvitað þannig að það er fullt af jákvæðum hlutum hjá okkur og ég var að segja það áðan og hrósa mínu liði. En svo er það líka bara stundum þannig að það þarf ekkert alltaf að taka eitthvað jákvætt út úr því að tapa og það er allt í lagi. En svo er það þannig að þegar maður er laminn niður þá er þetta spurning um að standa upp og við ætlum að gera það. Næsti leikur er strax um helgina og nú þurfum við bara að sleikja sárin og vera tilbúin í það. Það er það jákvæða sem við tökum út úr þessu. Það er stutt í næsta til að svara fyrir okkur,“ sagði Jóhann að lokum. Þórdís: Ég get notað báða fætur Þórdís elva skoraði eina mark leiksins.Valur Fótbolti „Við biðum bara svolítið eftir þeim í fyrri hálfleik og vorum búnar að tala um það að þetta væri bara einn af erfiðustu leikjunum fyrir okkur í sumar,“ sagði markaskorarinn Þórdís Elva Ágústsdóttir að leik loknum. „Við ákváðum bara að leyfa þeim aðeins að koma, sjá hvernig þær ætluðu að gera þetta og taka svo leikinn þaðan. Við vissum að við þyrftum að vera þolinmóðar og að þetta myndi taka smá tíma. Við gerðum það og þetta kom á endanum.“ Valskonur voru ívið sterkari í leiknum og sköpuðu sér oft góðar stöður. Eina alvöru færið sem liðið fékk var þó vítaspyrna í uppbótartíma fyrri hálfleiks sem Ásdís Karen Halldórsdóttir lét verja frá sér. Þórdís Elva tók hins vegar málin í sínar hendur þegar hún skoraði eina mark leiksins með föstu skoti fyrir utan teig sem söng í samskeytunum fjær. „Við töluðum um það í hálfleik að öll lið munu klúðra víti. Við þurftum bara að koma út og halda áfram. Það er ekkert hægt að setja hausinn ofan í sandinn við það. Svo þegar ég sá að boltinn lá vel fyrir mér þá ákvað ég bara að taka skotið.“ Pétur Pétursson, þjálfari Vals, virtist þó hissa á því að Þórdis hafi skorað þetta glæsimark með vinstri fæti í viðtali eftir leik. „Ég get notað báða fætur. Það skiptir mig engu máli,“ sagði Þórdís létt. Valskonur hafa nú unnið þrjá deildarleiki í röð og Þórdís segir að liðið muni nýta sér þetta góða augnablik til að tengja saman enn fleiri sigra. „Við þurfum að halda áfram að tengja leiki. Og líka aðeins að tengja hálfleikana. Við áttum aðeins erfitt hérna í seinni hálfleik. En við bara höldum áfram og ætlum að vinna alla leiki sem við förum í,“ sagði Þórdís að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti