Vissu af áætlun Úkraínumanna um árás á Nord Stream Samúel Karl Ólason skrifar 6. júní 2023 16:48 Mikið magn jarðgass lak út í andrúmsloftið vegna skemmdanna á Nord Stream gasleiðslunum. Getty/Landhelgisgæsla Svíþjóðar Yfirvöld í Bandaríkjunum fengu í júní í fyrra upplýsingar frá evrópskri leyniþjónustu um að Úkraínumenn hefðu skipulagt árás á Nord Stream gasleiðslurnar. Þremur mánuðum síðar, eða þann 22. september, sprungu sprengjur við Nord Stream 1 og 2 en skemmdarverkinu hefur verið lýst sem bíræfni árás á orkuinnviði Evrópu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Discord-lekanum svokallaða, samkvæmt frétt Washington Post. Þar er um að ræða leynilegar upplýsingar sem ungur bandarískur hermaður deildi með vinum sínum í samskiptaforritinu Discord. Jack Teixeira, sem starfaði í deild innan flughers Bandaríkjanna sem safnaði saman leynilegum upplýsingum og útbjó kynningarefni fyrir forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna og embættismenn, tók myndir af þessu kynningarefni og deildi með vinum sínum á netinu. Blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir upplýsingarnar sem Teixeira lak og hafa verið að birta fréttir upp úr þeim. Sjá einnig: Bauðst til að benda á rússneska hermenn í skiptum fyrir Bakhmut Í nýjustu frétt miðilsins um Nord Stream sprengingarnar segir að evrópsk leyniþjónusta hafi komið höndum yfir upplýsingar um að forsvarsmenn úkraínska hersins hefðu skipulagt árás á leiðslurnar. Sú árás ætti að vera gerð af fámennum hópi kafara sem heyrðu beint undir, Valerí Salúsní, æðsta yfirmann hersins. Hann er sagður hafa stýrt skipulagningunni en evrópska leyniþjónustan segir Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, ekki hafa vitað um hana. Til stóð að reyna að framkvæma skemmdarverkið síðasta sumar en samkvæmt upplýsingum leyniþjónustunnar var hætt við það. Sagðir hafa ætlað að nota lítinn kafbát Samkvæmt upplýsingunum átti sex manna hópur að leigja bát undir fölskum nöfnum og nota lítinn kafbát til að kafa á botn Eystrasalts og skemma leiðslurnar, sem voru og átti að nota til að flytja jarðgas frá Rússlandi til meginlands Evrópu. Leiðslurnar voru að mestu í eigu rússneska ríkisfyrirtækisins Gazprom en vestræn fyrirtæki áttu 49 prósent í leiðslunum og þar af mest þýsk fyrirtæki. Þjóðverjar eru meðal öflugustu og mikilvægustu bakhjörlum Úkraínumanna. Nord Stream 1 var tekin í notkun árið 2011 en Nord Stream tvö hafði aldrei verið tekin í notkun, þó smíði hennar hafi lokið árið 2021. Ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi, Póllandi, Úkraínu og víðar mótmæltu gasleiðslunum harðlega á þeim grunni að hún gerði Þjóðverja og önnur ríki í Evrópu of háð Rússum. Þjóðverjar hættu við að taka Nord Stream 2 leiðsluna í gagnið, skömmu fyrir innrás Rússa í Úkraínu, og var það að miklu leyti vegna þrýstings frá Bandaríkjunum. Yfirvöld í Úkraínu hafa alltaf þvertekið fyrir að hafa gert árásina en Úkraínumenn hafa lengi talað um gasleiðslurnar sem ógn gegn þjóðaröryggi Úkraínu þar sem þær myndu gera Rússum auðveldara með að selja ríkjum Evrópu jarðgas og gera heimsálfuna háða rússnesku gasi. Úkraína myndi einnig verða af tekjum, þar sem eldri gasleiðslur liggja þar í gegn. Hættir að tala um skemmdarverkið Áðurnefndar upplýsingar eru sagðar hafa komið frá heimildarmanni innan Úkraínu en forsvarsmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) máti þær tiltölulega óáreiðanlegar en deildu þeim þá áfram með yfirvöldum í Þýskalandi og öðrum ríkjum í Evrópu, samkvæmt heimildarmönnum Washington Post. Fyrst eftir sprenginguna beindu ráðamenn á Vesturlöndum spjótum sínum að Rússum. Síðan þá hefur tónninn breyst og segja embættismenn í Hvíta húsinu við WP að fátt bendi til þess að Rússar hafi komið að árásinni en að Rússar virðist hafa ætlað að draga úr flæði gassins í aðdraganda síðasta vetur, með því markmiði að grafa undan vilja ríkja Evrópu til að standa við bakið á Úkraínumönnum. Rússar höfðu skrúfað fyrir flæðið í Nord Stream 1 mánuði fyrir sprengingarnar. Heimildarmenn miðilsins segja að innan Atlantshafsbandalagins sé í raun forðast að tala um gasleiðslurnar, af ótta við að gjár myndist milli bakhjarla Úkraínu. Fóru fljótt að gruna Úkraínumenn Rannsakendur í Þýskalandi fóru tiltölulega fljótt að gruna hóp sem sagður var tengjast Úkraínu um að hafa komið að skemmdarverkinu. Þessi sex manna hópur var sagður hafa leigt snekkju í Póllandi, með fölsuðum vegabréfum, og siglt henni út á Eystrasalt þann 6. september. Þýski miðillinn Spiegel sagði nýverið frá því að þessi grunur þýskra rannsakenda hefði styrkst að undanförnu. Leifar sprengiefna munu hafa fundist um borð í snekkjunni en það er sagt vera mun léttara en TNT og gæti hafa verið flutt með tiltölulega smárri snekkju. Í frétt Washington Post er haft eftir þýskum embættismönnum að fleiri þættir skemmdarverksins beri keim áætlunar Úkraínumanna. Þar að auki liggi fyrir að sama gerð sprengiefnis og fannst um borð í snekkjunni hafi verið notað til að sprengja upp gasleiðslurnar. Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Bandaríkin Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Segja Rússa geta skemmt sæstrengi til að refsa Vesturlöndum Rússar hafa lagt mikið kapp á að kortleggja neðansjávarinnviði að undanförnu gætu skemmt sæstrengi og leiðslur til að refsa Vesturlöndum fyrir stuðninginn við Úkraínu. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segja hættuna á skemmdarverkum umtalsverða. 3. maí 2023 22:37 Mynduðu rússneskt rannsóknarskip við Nord Stream Nokkrum dögum áður en Nord Stream gasleiðslurnar sprungu á botni Eystrasalts, mynduðu danskir sjóliðar rússneskt rannsóknarskip á svæðinu. Skipið, sem kallast SS-750 ber lítinn kafbát og er smíðað til rannsóknarstarfa neðansjávar. 28. apríl 2023 11:13 Endurnýja tryggingar á Nordstream-gasleiðslunni Tvö stór þýsk tryggingafélög endurnýjuðu tryggingu á Nordstream 1-gasleiðslunni sem skemmdarverk voru unnin á í haust. Það er sagt benda til þess að ekki hafi verið útilokað að leiðslan verði tekin aftur í notkun einhvern daginn. 4. apríl 2023 11:49 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í Discord-lekanum svokallaða, samkvæmt frétt Washington Post. Þar er um að ræða leynilegar upplýsingar sem ungur bandarískur hermaður deildi með vinum sínum í samskiptaforritinu Discord. Jack Teixeira, sem starfaði í deild innan flughers Bandaríkjanna sem safnaði saman leynilegum upplýsingum og útbjó kynningarefni fyrir forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna og embættismenn, tók myndir af þessu kynningarefni og deildi með vinum sínum á netinu. Blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir upplýsingarnar sem Teixeira lak og hafa verið að birta fréttir upp úr þeim. Sjá einnig: Bauðst til að benda á rússneska hermenn í skiptum fyrir Bakhmut Í nýjustu frétt miðilsins um Nord Stream sprengingarnar segir að evrópsk leyniþjónusta hafi komið höndum yfir upplýsingar um að forsvarsmenn úkraínska hersins hefðu skipulagt árás á leiðslurnar. Sú árás ætti að vera gerð af fámennum hópi kafara sem heyrðu beint undir, Valerí Salúsní, æðsta yfirmann hersins. Hann er sagður hafa stýrt skipulagningunni en evrópska leyniþjónustan segir Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, ekki hafa vitað um hana. Til stóð að reyna að framkvæma skemmdarverkið síðasta sumar en samkvæmt upplýsingum leyniþjónustunnar var hætt við það. Sagðir hafa ætlað að nota lítinn kafbát Samkvæmt upplýsingunum átti sex manna hópur að leigja bát undir fölskum nöfnum og nota lítinn kafbát til að kafa á botn Eystrasalts og skemma leiðslurnar, sem voru og átti að nota til að flytja jarðgas frá Rússlandi til meginlands Evrópu. Leiðslurnar voru að mestu í eigu rússneska ríkisfyrirtækisins Gazprom en vestræn fyrirtæki áttu 49 prósent í leiðslunum og þar af mest þýsk fyrirtæki. Þjóðverjar eru meðal öflugustu og mikilvægustu bakhjörlum Úkraínumanna. Nord Stream 1 var tekin í notkun árið 2011 en Nord Stream tvö hafði aldrei verið tekin í notkun, þó smíði hennar hafi lokið árið 2021. Ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi, Póllandi, Úkraínu og víðar mótmæltu gasleiðslunum harðlega á þeim grunni að hún gerði Þjóðverja og önnur ríki í Evrópu of háð Rússum. Þjóðverjar hættu við að taka Nord Stream 2 leiðsluna í gagnið, skömmu fyrir innrás Rússa í Úkraínu, og var það að miklu leyti vegna þrýstings frá Bandaríkjunum. Yfirvöld í Úkraínu hafa alltaf þvertekið fyrir að hafa gert árásina en Úkraínumenn hafa lengi talað um gasleiðslurnar sem ógn gegn þjóðaröryggi Úkraínu þar sem þær myndu gera Rússum auðveldara með að selja ríkjum Evrópu jarðgas og gera heimsálfuna háða rússnesku gasi. Úkraína myndi einnig verða af tekjum, þar sem eldri gasleiðslur liggja þar í gegn. Hættir að tala um skemmdarverkið Áðurnefndar upplýsingar eru sagðar hafa komið frá heimildarmanni innan Úkraínu en forsvarsmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) máti þær tiltölulega óáreiðanlegar en deildu þeim þá áfram með yfirvöldum í Þýskalandi og öðrum ríkjum í Evrópu, samkvæmt heimildarmönnum Washington Post. Fyrst eftir sprenginguna beindu ráðamenn á Vesturlöndum spjótum sínum að Rússum. Síðan þá hefur tónninn breyst og segja embættismenn í Hvíta húsinu við WP að fátt bendi til þess að Rússar hafi komið að árásinni en að Rússar virðist hafa ætlað að draga úr flæði gassins í aðdraganda síðasta vetur, með því markmiði að grafa undan vilja ríkja Evrópu til að standa við bakið á Úkraínumönnum. Rússar höfðu skrúfað fyrir flæðið í Nord Stream 1 mánuði fyrir sprengingarnar. Heimildarmenn miðilsins segja að innan Atlantshafsbandalagins sé í raun forðast að tala um gasleiðslurnar, af ótta við að gjár myndist milli bakhjarla Úkraínu. Fóru fljótt að gruna Úkraínumenn Rannsakendur í Þýskalandi fóru tiltölulega fljótt að gruna hóp sem sagður var tengjast Úkraínu um að hafa komið að skemmdarverkinu. Þessi sex manna hópur var sagður hafa leigt snekkju í Póllandi, með fölsuðum vegabréfum, og siglt henni út á Eystrasalt þann 6. september. Þýski miðillinn Spiegel sagði nýverið frá því að þessi grunur þýskra rannsakenda hefði styrkst að undanförnu. Leifar sprengiefna munu hafa fundist um borð í snekkjunni en það er sagt vera mun léttara en TNT og gæti hafa verið flutt með tiltölulega smárri snekkju. Í frétt Washington Post er haft eftir þýskum embættismönnum að fleiri þættir skemmdarverksins beri keim áætlunar Úkraínumanna. Þar að auki liggi fyrir að sama gerð sprengiefnis og fannst um borð í snekkjunni hafi verið notað til að sprengja upp gasleiðslurnar.
Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Bandaríkin Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Segja Rússa geta skemmt sæstrengi til að refsa Vesturlöndum Rússar hafa lagt mikið kapp á að kortleggja neðansjávarinnviði að undanförnu gætu skemmt sæstrengi og leiðslur til að refsa Vesturlöndum fyrir stuðninginn við Úkraínu. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segja hættuna á skemmdarverkum umtalsverða. 3. maí 2023 22:37 Mynduðu rússneskt rannsóknarskip við Nord Stream Nokkrum dögum áður en Nord Stream gasleiðslurnar sprungu á botni Eystrasalts, mynduðu danskir sjóliðar rússneskt rannsóknarskip á svæðinu. Skipið, sem kallast SS-750 ber lítinn kafbát og er smíðað til rannsóknarstarfa neðansjávar. 28. apríl 2023 11:13 Endurnýja tryggingar á Nordstream-gasleiðslunni Tvö stór þýsk tryggingafélög endurnýjuðu tryggingu á Nordstream 1-gasleiðslunni sem skemmdarverk voru unnin á í haust. Það er sagt benda til þess að ekki hafi verið útilokað að leiðslan verði tekin aftur í notkun einhvern daginn. 4. apríl 2023 11:49 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Segja Rússa geta skemmt sæstrengi til að refsa Vesturlöndum Rússar hafa lagt mikið kapp á að kortleggja neðansjávarinnviði að undanförnu gætu skemmt sæstrengi og leiðslur til að refsa Vesturlöndum fyrir stuðninginn við Úkraínu. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segja hættuna á skemmdarverkum umtalsverða. 3. maí 2023 22:37
Mynduðu rússneskt rannsóknarskip við Nord Stream Nokkrum dögum áður en Nord Stream gasleiðslurnar sprungu á botni Eystrasalts, mynduðu danskir sjóliðar rússneskt rannsóknarskip á svæðinu. Skipið, sem kallast SS-750 ber lítinn kafbát og er smíðað til rannsóknarstarfa neðansjávar. 28. apríl 2023 11:13
Endurnýja tryggingar á Nordstream-gasleiðslunni Tvö stór þýsk tryggingafélög endurnýjuðu tryggingu á Nordstream 1-gasleiðslunni sem skemmdarverk voru unnin á í haust. Það er sagt benda til þess að ekki hafi verið útilokað að leiðslan verði tekin aftur í notkun einhvern daginn. 4. apríl 2023 11:49
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent