Fyrrverandi kærasta Antony sakar hann um heimilisofbeldi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2023 18:26 Antony var að klára sitt fyrsta tímabil sem leikmaður Man United. Robbie Jay Barratt/Getty Images Fyrrverandi kærasta Brasilíumannsins Antony, leikmanns Manchester United og brasilíska landsliðsins, hefur sakað hann um beita sig heimilisofbeldi og haft í hótunum við hana þegar þau voru saman. Um er að ræða fjögur atvik samkvæmt ESPN í Brasilíu. Samkvæmt hinum ýmsu fjölmiðlum í Brasilíu fór Gabriela Cavallin, fyrrverandi kærasta leikmannsins, til lögreglu í gær – mánudag – og gaf skýrslu. Kemur fram að hún hafi sýnt lögreglunni myndir sem sýndu bæði sár sem leikmaðurinn á að hafa orsakað sem og skjáskot af skilaboðum þar sem hann hafði í hótunum. Samkvæmt ESPN í Brasilíu er um að ræða fjögur atvik: Það fyrsta var í júlí á síðasta ári þegar Cavallin var komin 17 vikur á leið. Hún missti fóstrið síðar meir. Annað atvik átti sér stað í janúar þar sem hann réðst að henni. Á endanum hlúðu tveir af læknum Manchester United að henni. Þriðja atvikið sneri að því þegar Antony skemmdi síma hennar og réðst að henni. Fjórða atvikið átti sér stað í maí samkvæmt ESPN í Brasilíu. Ku Antony hafa hringt í hana og hótað því að drepa hana ef hann sæi hana með öðrum karlmönnum. ESPN Brasil: Timeline of the reported aggressions from Antony towards his former girlfriend: July 2022: Antony pulled her out of a party, grabbing her arm and hair. He then pushed her into his car. She was 17 weeks pregnant at the time. Jan 2023: Antony assaulted her out — Brasil Football (@BrasilEdition) June 6, 2023 Antony er 23 ára gamall og gekk í raðir Manchester United sumarið 2022 eftir að hafa blómstrað hjá Ajax í Hollandi. Hvorki Man United né Antony sjálfur hafa tjáð sig um málið. Man Utd er með rannsókn í gangi á máli Mason Greenwood en leikmaðurinn hefur ekki spilað eftir að hafa verið kærður fyrir nauðgun og haft í hótunum við þáverandi kærustu sína. Málið var látið niður falla en Man Utd hefur gefið út að hann spili ekki fyrr en rannsókn félagsins sé lokið. Enski boltinn Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Lögreglan hafði afskipti af Greenwood áður en hann var handtekinn Lögreglan hafði afskipti af Mason Greenwood, framherja Manchester United, áður en hann var handtekinn og sakaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás og stjórnandi hegðun. Allt gegn sömu konunni. 27. mars 2023 23:30 Nike vill ekkert með Greenwood hafa Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur ekki fengið nýjan samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike þrátt fyrir að hann hafi ýjað að því. 7. febrúar 2023 14:00 Greenwood æfir hvorki né spilar fyrr en rannsókn United lýkur Knattspyrnumaðurinn Mason Greenwood mun hvorki æfa né spila með Manchester United fyrr en félagið hefur lokið sinni eigin rannsókn á máli leikmannsins. 2. febrúar 2023 18:01 Greenwood tjáir sig í fyrsta sinn: Mikill léttir að málinu sé loks lokið Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að allar ákærur á hendur honum voru felldar niður. Hann segir mikinn létti að málinu sé lokið. 3. febrúar 2023 07:31 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira
Samkvæmt hinum ýmsu fjölmiðlum í Brasilíu fór Gabriela Cavallin, fyrrverandi kærasta leikmannsins, til lögreglu í gær – mánudag – og gaf skýrslu. Kemur fram að hún hafi sýnt lögreglunni myndir sem sýndu bæði sár sem leikmaðurinn á að hafa orsakað sem og skjáskot af skilaboðum þar sem hann hafði í hótunum. Samkvæmt ESPN í Brasilíu er um að ræða fjögur atvik: Það fyrsta var í júlí á síðasta ári þegar Cavallin var komin 17 vikur á leið. Hún missti fóstrið síðar meir. Annað atvik átti sér stað í janúar þar sem hann réðst að henni. Á endanum hlúðu tveir af læknum Manchester United að henni. Þriðja atvikið sneri að því þegar Antony skemmdi síma hennar og réðst að henni. Fjórða atvikið átti sér stað í maí samkvæmt ESPN í Brasilíu. Ku Antony hafa hringt í hana og hótað því að drepa hana ef hann sæi hana með öðrum karlmönnum. ESPN Brasil: Timeline of the reported aggressions from Antony towards his former girlfriend: July 2022: Antony pulled her out of a party, grabbing her arm and hair. He then pushed her into his car. She was 17 weeks pregnant at the time. Jan 2023: Antony assaulted her out — Brasil Football (@BrasilEdition) June 6, 2023 Antony er 23 ára gamall og gekk í raðir Manchester United sumarið 2022 eftir að hafa blómstrað hjá Ajax í Hollandi. Hvorki Man United né Antony sjálfur hafa tjáð sig um málið. Man Utd er með rannsókn í gangi á máli Mason Greenwood en leikmaðurinn hefur ekki spilað eftir að hafa verið kærður fyrir nauðgun og haft í hótunum við þáverandi kærustu sína. Málið var látið niður falla en Man Utd hefur gefið út að hann spili ekki fyrr en rannsókn félagsins sé lokið.
Enski boltinn Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Lögreglan hafði afskipti af Greenwood áður en hann var handtekinn Lögreglan hafði afskipti af Mason Greenwood, framherja Manchester United, áður en hann var handtekinn og sakaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás og stjórnandi hegðun. Allt gegn sömu konunni. 27. mars 2023 23:30 Nike vill ekkert með Greenwood hafa Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur ekki fengið nýjan samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike þrátt fyrir að hann hafi ýjað að því. 7. febrúar 2023 14:00 Greenwood æfir hvorki né spilar fyrr en rannsókn United lýkur Knattspyrnumaðurinn Mason Greenwood mun hvorki æfa né spila með Manchester United fyrr en félagið hefur lokið sinni eigin rannsókn á máli leikmannsins. 2. febrúar 2023 18:01 Greenwood tjáir sig í fyrsta sinn: Mikill léttir að málinu sé loks lokið Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að allar ákærur á hendur honum voru felldar niður. Hann segir mikinn létti að málinu sé lokið. 3. febrúar 2023 07:31 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira
Lögreglan hafði afskipti af Greenwood áður en hann var handtekinn Lögreglan hafði afskipti af Mason Greenwood, framherja Manchester United, áður en hann var handtekinn og sakaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás og stjórnandi hegðun. Allt gegn sömu konunni. 27. mars 2023 23:30
Nike vill ekkert með Greenwood hafa Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur ekki fengið nýjan samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike þrátt fyrir að hann hafi ýjað að því. 7. febrúar 2023 14:00
Greenwood æfir hvorki né spilar fyrr en rannsókn United lýkur Knattspyrnumaðurinn Mason Greenwood mun hvorki æfa né spila með Manchester United fyrr en félagið hefur lokið sinni eigin rannsókn á máli leikmannsins. 2. febrúar 2023 18:01
Greenwood tjáir sig í fyrsta sinn: Mikill léttir að málinu sé loks lokið Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að allar ákærur á hendur honum voru felldar niður. Hann segir mikinn létti að málinu sé lokið. 3. febrúar 2023 07:31