Göngugötunni lokað fyrir umferð næsta sumar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 6. júní 2023 21:53 Hilda Jana hefur barist fyrir því að göngugötunni verði lokað fyrir bílaumferð. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í dag að Göngugötunni verði lokað fyrir umferð næsta sumar. Einnig á daginn á sunnudögum núna í sumar. Staðarmiðlarnir Vikudagur og Akureyri.net greina frá þessu. Var samþykkt samhljóða að gera breytingar á verklagsreglum fyrir tímabundnar götulokanir fyrir vélknúin ökutæki á þeim hluta Hafnarstrætis sem er í daglegu kallaður Göngugatan. Það er að gatan verði lokuð allan sólarhringinn í júní, júlí og ágústmánuðum árið 2024. Einnig að gatan verði lokuð fyrir bílaumferð frá klukkan 11 til 19 á sunnudögum í júní og ágústmánuðum núna í sumar. Aðgengi verður tryggt fyrir P-merkta bíla fatlaðra, ökutæki viðbragðsaðila og þeirra sem koma með aðföng fyrir fyrirtæki. Himinlifandi með viðsnúninginn Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar, sem situr í minnihluta hefur barist fyrir því að gatan verði lokuð fyrir bílaumferð. Hún fagnar breytingunni. „Ég er himinlifandi með þennan viðsnúning og vonast til að bæjarbúar og gestir geti notið þess enn betur en áður að dvelja í miðbænum okkar, ekki síst yfir sumarmánuðina,“ segir Hilda Jana. „Miðbærinn okkar á að iða af mannlífi, menningu, verslun og þjónustu. Ég vonast til þess að þessi breyting skapi góðan farveg til þess að efla miðbæinn okkar.“ Aðspurð um hvort að þetta sé framtíðin segir Hilda Jana erfitt að spá fyrir um það. Skrefið hafi núna verið tekið líklega muni reynslan leiða það í ljós hvort að gerðar verði breytingar í framtíðinni. „Það er hins vegar ekki nægilegt að taka þetta skref, því við þurfum einnig að horfa til öflugrar uppbyggingar í miðbænum, sem og á fallega hafnarsvæðinu okkar,“ segir hún. „Uppbyggingar sem gerir svæðið enn vistvænna og eftirsóknarverðara fyrir fjölbreytt atvinnu- og mannlíf.“ Akureyri Umferð Göngugötur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Staðarmiðlarnir Vikudagur og Akureyri.net greina frá þessu. Var samþykkt samhljóða að gera breytingar á verklagsreglum fyrir tímabundnar götulokanir fyrir vélknúin ökutæki á þeim hluta Hafnarstrætis sem er í daglegu kallaður Göngugatan. Það er að gatan verði lokuð allan sólarhringinn í júní, júlí og ágústmánuðum árið 2024. Einnig að gatan verði lokuð fyrir bílaumferð frá klukkan 11 til 19 á sunnudögum í júní og ágústmánuðum núna í sumar. Aðgengi verður tryggt fyrir P-merkta bíla fatlaðra, ökutæki viðbragðsaðila og þeirra sem koma með aðföng fyrir fyrirtæki. Himinlifandi með viðsnúninginn Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar, sem situr í minnihluta hefur barist fyrir því að gatan verði lokuð fyrir bílaumferð. Hún fagnar breytingunni. „Ég er himinlifandi með þennan viðsnúning og vonast til að bæjarbúar og gestir geti notið þess enn betur en áður að dvelja í miðbænum okkar, ekki síst yfir sumarmánuðina,“ segir Hilda Jana. „Miðbærinn okkar á að iða af mannlífi, menningu, verslun og þjónustu. Ég vonast til þess að þessi breyting skapi góðan farveg til þess að efla miðbæinn okkar.“ Aðspurð um hvort að þetta sé framtíðin segir Hilda Jana erfitt að spá fyrir um það. Skrefið hafi núna verið tekið líklega muni reynslan leiða það í ljós hvort að gerðar verði breytingar í framtíðinni. „Það er hins vegar ekki nægilegt að taka þetta skref, því við þurfum einnig að horfa til öflugrar uppbyggingar í miðbænum, sem og á fallega hafnarsvæðinu okkar,“ segir hún. „Uppbyggingar sem gerir svæðið enn vistvænna og eftirsóknarverðara fyrir fjölbreytt atvinnu- og mannlíf.“
Akureyri Umferð Göngugötur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira