Óþarfi að einstaklingur sé einhleypur ef skilgreining „foreldra“ er skýr Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. júní 2023 08:31 Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er formaður velferðarnefndar. Vísir/Vilhelm Óþarfi er að krefjast þess að einstaklingar séu einhleypir þegar þeir hyggjast nýta kynfrumur í kjölfar skilnaðar, sambúðarslita eða andláts maka, svo lengi sem kveðið sé skýrt og áréttað í lögum hverjir eru foreldrar þess barns eða barna sem verða til. Foreldrarnir yrðu þannig alltaf sá sem gengst undir tæknifrjóvgun og sá sem hefur samþykkt að tæknifrjóvgun fari fram á eftirlifandi eða fyrrverandi maka. Þetta kemur fram í áliti velferðarnefndar um frumvarp til laga um breytingar á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna, þar sem gert er ráð fyrir að einstaklingar geti gefið leyfi fyrir því að fyrrverandi eða eftirlifandi maki nýti kynfrumur eða fósturvísa í geymslu. „Við meðferð málsins í nefndinni var rætt um ýmis álitaefni sem tengjast breytingum á lögum um tæknifrjóvgun og barnalögum, m.a. um réttarstöðu barna. Í umsögnum sem nefndinni bárust er að finna ábendingar um að ekki sé þörf á að setja það sem skilyrði að einstaklingar sem vilji nýta fósturvísa í kjölfar skilnaðar, sambúðarslita eða andláts annars aðilans þurfi að vera einhleypir; um að tímabært sé að afnema nafnleynd kynfrumugjafa; og um að leggja þurfi sérstakt mat á áhrif frumvarpsins á börn. Auk þess komu fram athugasemdir við skráningu á foreldrastöðu og breytingar á skráningu,“ segir í álitinu. Nefndin segir að vanda þurfi til verka og hafa hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Í greinargerð með umræddu frumvarpi er ítrekað að samkvæmt lögum geti barn aðeins átt tvo foreldra og þannig standi skýr rök til þess að gerð sé krafa um að einstaklingur sem hyggst nýta kynfrumur eða fósturvísa sé einhleypur þegar tæknifrjóvgun á sér stað. „Jafnvel þótt lögin gætu mælt fyrir um foreldrastöðu án þess að gera kröfu um að leghafi sé einhleypur sé hætt við að sú staða gæti skapað árekstra mismunandi væntinga og hagsmuna og með því skapað togstreitu og álag fyrir barnið,“ segir í álitinu. Hins vegar segir einnig að nýr maki gæti eftir atvikum farið með forsjá barnsins eða stjúpættleitt það. Nokkrar athugasemdir bárust vegna þess skilyrðis í frumvarpinu að einstalingur sem hyggst nýta kynfrumur eða fósturvísa með leyfi fyrrverandi eða látins maka sé einhleypur. Hins vegar segir í nefndarálitinu að heilbrigðisráðuneytið sé ekki á móti því að breyta þessu, „svo framarlega sem það sé áréttað og skýrt í barnalögum hverjir eigi að teljast foreldrar barns, þ.e. annars vegar sá sem gengst undir tæknifrjóvgun og hins vegar sá sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á eftirlifandi eða fyrrverandi maka.“ Undir þetta tekur nefndin og hefur lagt fram breytingar þar að lútandi. Börn og uppeldi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Foreldrarnir yrðu þannig alltaf sá sem gengst undir tæknifrjóvgun og sá sem hefur samþykkt að tæknifrjóvgun fari fram á eftirlifandi eða fyrrverandi maka. Þetta kemur fram í áliti velferðarnefndar um frumvarp til laga um breytingar á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna, þar sem gert er ráð fyrir að einstaklingar geti gefið leyfi fyrir því að fyrrverandi eða eftirlifandi maki nýti kynfrumur eða fósturvísa í geymslu. „Við meðferð málsins í nefndinni var rætt um ýmis álitaefni sem tengjast breytingum á lögum um tæknifrjóvgun og barnalögum, m.a. um réttarstöðu barna. Í umsögnum sem nefndinni bárust er að finna ábendingar um að ekki sé þörf á að setja það sem skilyrði að einstaklingar sem vilji nýta fósturvísa í kjölfar skilnaðar, sambúðarslita eða andláts annars aðilans þurfi að vera einhleypir; um að tímabært sé að afnema nafnleynd kynfrumugjafa; og um að leggja þurfi sérstakt mat á áhrif frumvarpsins á börn. Auk þess komu fram athugasemdir við skráningu á foreldrastöðu og breytingar á skráningu,“ segir í álitinu. Nefndin segir að vanda þurfi til verka og hafa hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Í greinargerð með umræddu frumvarpi er ítrekað að samkvæmt lögum geti barn aðeins átt tvo foreldra og þannig standi skýr rök til þess að gerð sé krafa um að einstaklingur sem hyggst nýta kynfrumur eða fósturvísa sé einhleypur þegar tæknifrjóvgun á sér stað. „Jafnvel þótt lögin gætu mælt fyrir um foreldrastöðu án þess að gera kröfu um að leghafi sé einhleypur sé hætt við að sú staða gæti skapað árekstra mismunandi væntinga og hagsmuna og með því skapað togstreitu og álag fyrir barnið,“ segir í álitinu. Hins vegar segir einnig að nýr maki gæti eftir atvikum farið með forsjá barnsins eða stjúpættleitt það. Nokkrar athugasemdir bárust vegna þess skilyrðis í frumvarpinu að einstalingur sem hyggst nýta kynfrumur eða fósturvísa með leyfi fyrrverandi eða látins maka sé einhleypur. Hins vegar segir í nefndarálitinu að heilbrigðisráðuneytið sé ekki á móti því að breyta þessu, „svo framarlega sem það sé áréttað og skýrt í barnalögum hverjir eigi að teljast foreldrar barns, þ.e. annars vegar sá sem gengst undir tæknifrjóvgun og hins vegar sá sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á eftirlifandi eða fyrrverandi maka.“ Undir þetta tekur nefndin og hefur lagt fram breytingar þar að lútandi.
Börn og uppeldi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira