Segja prímata hafa stundað sjálfsfróun í 40 milljón ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. júní 2023 08:26 Vísindamenn vita ekki með vissu hvaða þróunarfræðilega tilgangi sjálfsfróun hefur þjónað en hafa nokkrar tilgátur. Getty/Felix Kastle Þróunarfræðingar segja sjálfsfróun hafa verið iðkaða meðal prímata fyrir allt að 40 milljón árum síðan. Þeir hafa kortlagt hegðunina meðal núlifandi prímata en segja enn óljóst hvaða þróunarfræðilega tilgangi hún hefur þjónað. „Það sem við getum sagt er að þessi hegðun var til staðar fyrir um 40 milljón árum, hjá sameiginlegum forföður allra apakatta og apa,“ segir Matilda Brindle, sem fór fyrir rannsókn á uppruna sjálfsfróunar við University College London. „Það er ekki eins og ein tegundin hafi vaknað einn daginn og farið að gera þetta. Þetta er fornt, þróaður eiginleiki.“ Vísindamennirnir segja að við fyrstu sýn virðist sjálfsfróun truflandi og jafnvel skaðlegt athæfi. Lítið hefur verið fjallað um sjálfsfróun meðal kvendýra en ýmislegt bendir til þess að hegðunin kunni að auka líkur karldýrsins á að eignast afkvæmi. Sérfræðingarnir segja til að mynda mögulegt að lágtsett karldýr kunni að stunda sjálfsfróun fyrir mökun til að auka líkurnar á því að koma inn í kvendýrinu, áður en sterkara karldýr skarast í leikinn. Þá kann sjálfsfróun að hjálpa karldýrinu við að hreinsa gamalt sæði úr sáðrásinni og hleypa nýrra sæði að fyrir næstu mökun. Vísindamennirnir komust líka að því að tíðni sjálfsfróunar jókst í takt við aukna tíðni kynsjúkdóma í samfélögum, sem gæti þýtt að sjálfsfróunin hjálpi til við „hreinsun“ og dragi úr líkunum á sýkingu. Hvað kvendýrin varðar er mögulegt að sjálfsfróun fyrir mökun veiti kvendýrinu möguleika á að velja með hvaða karldýri þær eignast afkvæmi með því að lækka sýrustigið í leggöngunum og undirbúa þau þannig fyrir sáðfrumur hins útvalda. „Þetta er svo algeng hegðun í dýraríkinu að mér finnst það alveg stórfurðulegt að enginn hafi rannsakað þetta áður,“ segir Brindle í samtali við Guardian. Sjálfsfróun sé langt í frá óeðlileg, heldur partur af heilbrigðri flóru kynhegðunar. Kynlíf Vísindi Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
„Það sem við getum sagt er að þessi hegðun var til staðar fyrir um 40 milljón árum, hjá sameiginlegum forföður allra apakatta og apa,“ segir Matilda Brindle, sem fór fyrir rannsókn á uppruna sjálfsfróunar við University College London. „Það er ekki eins og ein tegundin hafi vaknað einn daginn og farið að gera þetta. Þetta er fornt, þróaður eiginleiki.“ Vísindamennirnir segja að við fyrstu sýn virðist sjálfsfróun truflandi og jafnvel skaðlegt athæfi. Lítið hefur verið fjallað um sjálfsfróun meðal kvendýra en ýmislegt bendir til þess að hegðunin kunni að auka líkur karldýrsins á að eignast afkvæmi. Sérfræðingarnir segja til að mynda mögulegt að lágtsett karldýr kunni að stunda sjálfsfróun fyrir mökun til að auka líkurnar á því að koma inn í kvendýrinu, áður en sterkara karldýr skarast í leikinn. Þá kann sjálfsfróun að hjálpa karldýrinu við að hreinsa gamalt sæði úr sáðrásinni og hleypa nýrra sæði að fyrir næstu mökun. Vísindamennirnir komust líka að því að tíðni sjálfsfróunar jókst í takt við aukna tíðni kynsjúkdóma í samfélögum, sem gæti þýtt að sjálfsfróunin hjálpi til við „hreinsun“ og dragi úr líkunum á sýkingu. Hvað kvendýrin varðar er mögulegt að sjálfsfróun fyrir mökun veiti kvendýrinu möguleika á að velja með hvaða karldýri þær eignast afkvæmi með því að lækka sýrustigið í leggöngunum og undirbúa þau þannig fyrir sáðfrumur hins útvalda. „Þetta er svo algeng hegðun í dýraríkinu að mér finnst það alveg stórfurðulegt að enginn hafi rannsakað þetta áður,“ segir Brindle í samtali við Guardian. Sjálfsfróun sé langt í frá óeðlileg, heldur partur af heilbrigðri flóru kynhegðunar.
Kynlíf Vísindi Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira