Vilja allir fljúga? Ólafur St. Arnarsson skrifar 8. júní 2023 08:01 Með árunum finnst mér millilandaflug farið að verða minna og minna spennandi. Öryggisleitin á flugstöðinni er niðurlægjandi. Hnútur í maganum í flugtaki. Innilokunarkenndin í flugvélinni þrúgandi. Það fer hrollur um mig þegar ég hugsa um farþegaþotu sem upphitaðan þrýstiklefa á næstum hljóðhraða. Ef eitthvað klikkar, þá er maður dauður. Og nú er flugviskubitið verulega farið að naga mig. Fyrir mig eru nokkrir kostir eru í stöðunni. Flytja til meginlandsins. Hætta að ferðast frá landinu eða ferðast með umhverfisvænni ferðamátum en flugi. Að ferðast með skemmtiferðaskipi væri möguleiki. Þannig slyppi ég við hnútinn í maganum , innilokunarkenndina og þrýstiklefann. En kolefnissporið væri líklega nær tvöfalt meira en flugið. Svo er það farþegaskipið Norræna. Ef ég tæki bílinn með væri kolefnissporið mitt líklega aðeins minna en flugið. Ef ég sleppti því að taka bílinn með er kolefnissporið loksins farið að minnka verulega. Líklega er kolefnisspor þessa ferðamáta um átta sinnum minna en að ferðast með flugi. Samt er það þrisvar sinnum meira en að ferðast með millilandahraðlestinni Eurostar sem fer m.a. milli London og Parísar. Kolefnisspor hvers farþega í Eurostar er álíka mikið og kolefnisspor rafmagnsbíls á Íslandi með tveimur farþegum. Þegar ferðast er með Eurostar millilandahraðlestinni um Holland kemur öll orkan frá Hollenskum vindmyllum. Á nítjándu öld voru þar um níu þúsund vindmyllur. Þetta voru sérhæfðar vindmyllur til að dæla vatni, mala korn, saga við og fleira. Þó svo Hollendingar hafi haft 325 km lestarnet um miðja nítjándu öld var engin lest knúin með vindmyllum eins og nú er gert. Það var fyrst gert á Krímskaga 1931 milli Balaklava og Sevastopol og var í notkun í þar til þjóðverjar hertóku Sevastopol 1941. Um miðja nítjándu öld var búið að sjálfvirknivæða alla þætti vindmyllunnar. Þegar vindurinn breytti um stefnu þurfti ekki lengur að snúa henni upp í vindinn með handafli. Þegar vindurinn jókst þurfti ekki lengur að minnka seglfötinn með höndunum. Stórstígar framfarir urðu einnig í nýtni. Engar af þessum tækninýjungum voru þó nýttar. Gufuvélin kæfði allar tækninýjungar í vindmyllum. Þegar kom að viðhaldi vindmylla þá var hvorki farið í að auka sjálfvirkni þeirra né nýtni heldur skipt út fyrir gufuvél. Sömu sögu er að segja af notkun vindsins á hafi. Um miðja nítjándu öld voru smíðuð seglskip sem gátu farið milli Íslands og Skotlands á innan við sólarhring. En gufuskipin gátu farið enn hraðar og í logni bar gufuskipið af. Þannig kæfði gufuvélin líka frekari tækninýjungar á seglskipum og það leið ein og hálf öld þar til smíðað var seglskip sem fór lengra á einum sólarhring en seglskipið Champion of the Seas með 780 farþega innanborðs. Farþegaskip sem kemst milli Íslands og Skotlands á einum sólarhring með kolefnisspor lægra en Eurostar hefur aldrei verið smíðað. Þannig er það með flest skip. Flest skip eru sérsmíðuð í þau verkefni sem þau eru ætluð í. Það er þó ýmislegt sem bendir til þess að það sé hægt að smíða skip sem uppfyllir þessar kröfur. Í seinni heimsstyrjöldinni smíðuðu þjóðverjar 77 metra langa kafbáta "Elektro-U-Boote" sem komust langleiðina til Skotlands án þess að koma upp á yfirborðið. Orkan kom úr blýrafgeymum. Japanir eiga í dag 84 metra langa kafbáta sem leika sér að því að fara milli Íslands og Skotlands á einum sólarhring án þess að koma upp á yfirborðið. Orkan í þessum kafbátum kemur frá liþíum jóna rafhlöðum samskonar þeim og eru í nútíma rafmangsbílum. Ef það er nú þegar hægt að smíða rafmagnskafbáta sem komast milli Íslands og Skotland á minna en sólarhring er hægt að smíða rafmagnsskip sem getur það. Rafmagnsskip knúið með rafmagni fengið úr vindmyllum í landi hljómar undarlega. Á hafi er vindurinn stöðugri og áreiðanlegri en á landi. Til hvers að reisa vindmyllur til að knýja skip ef nægur er vindurinn á leiðinni? Af hverju ekki að nota vindinn milliliðalaust til að knýja skip áfram og setja segl á skipið? Ólíkt vindmyllum þykja seglskip falleg. Ólíkt Champion of the Seas þarf ekki fullt af mannskap til þess að haga seglum eftir vindi á nútíma seglskipi. Sem dæmi er DynaRig seglbúnaðurinn á 107 metra einkasnekjunni Black Pearl algjörlega sjálfvirkur. Ef tekið er tillit til kostnaðar og líkum á að ferðir falli niður vegna blíðviðris gæti hentugasta lausnin verið einhverskonar útgáfa af rafmagns- og seglskipi. Kolefnisspor er þegar farið að hafa áhrif hegðun fólks. Í könnun sem náði til 27 landa og 6 heimsálfa kom fram að næstum annar hver maður myndi velja farkost með lægra kolefnisspor ef sá farkostur væri jafn þægilegur og verðið svipað. Sjöundi hver er tilbúinn að borga meira fyrir meiri óþægindi ef kolefnissporið er umtalsvert lægra. Ferðatími skiptir fólk ekki eins miklu máli og ætla mætti. Ef ferðin er þægileg, jafnvel skemmtileg og gefur möguleika á að stunda fjarvinnu má ferðatíminn jafnvel vera margfaldur á við þann ferðakost sem stystan tíma tekur. Í fyrra kom fjórði hver ferðamaður til Íslands með skipi. Hálf milljón manns. Í ár lítur út fyrir að þeir verði enn fleiri. Það er kominn tími á að bjóða upp á ferðakost til og frá Íslandi sem er á pari við kolefnisspor Eurostar. Höfundur starfar hjá Skógræktinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Loftslagsmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Með árunum finnst mér millilandaflug farið að verða minna og minna spennandi. Öryggisleitin á flugstöðinni er niðurlægjandi. Hnútur í maganum í flugtaki. Innilokunarkenndin í flugvélinni þrúgandi. Það fer hrollur um mig þegar ég hugsa um farþegaþotu sem upphitaðan þrýstiklefa á næstum hljóðhraða. Ef eitthvað klikkar, þá er maður dauður. Og nú er flugviskubitið verulega farið að naga mig. Fyrir mig eru nokkrir kostir eru í stöðunni. Flytja til meginlandsins. Hætta að ferðast frá landinu eða ferðast með umhverfisvænni ferðamátum en flugi. Að ferðast með skemmtiferðaskipi væri möguleiki. Þannig slyppi ég við hnútinn í maganum , innilokunarkenndina og þrýstiklefann. En kolefnissporið væri líklega nær tvöfalt meira en flugið. Svo er það farþegaskipið Norræna. Ef ég tæki bílinn með væri kolefnissporið mitt líklega aðeins minna en flugið. Ef ég sleppti því að taka bílinn með er kolefnissporið loksins farið að minnka verulega. Líklega er kolefnisspor þessa ferðamáta um átta sinnum minna en að ferðast með flugi. Samt er það þrisvar sinnum meira en að ferðast með millilandahraðlestinni Eurostar sem fer m.a. milli London og Parísar. Kolefnisspor hvers farþega í Eurostar er álíka mikið og kolefnisspor rafmagnsbíls á Íslandi með tveimur farþegum. Þegar ferðast er með Eurostar millilandahraðlestinni um Holland kemur öll orkan frá Hollenskum vindmyllum. Á nítjándu öld voru þar um níu þúsund vindmyllur. Þetta voru sérhæfðar vindmyllur til að dæla vatni, mala korn, saga við og fleira. Þó svo Hollendingar hafi haft 325 km lestarnet um miðja nítjándu öld var engin lest knúin með vindmyllum eins og nú er gert. Það var fyrst gert á Krímskaga 1931 milli Balaklava og Sevastopol og var í notkun í þar til þjóðverjar hertóku Sevastopol 1941. Um miðja nítjándu öld var búið að sjálfvirknivæða alla þætti vindmyllunnar. Þegar vindurinn breytti um stefnu þurfti ekki lengur að snúa henni upp í vindinn með handafli. Þegar vindurinn jókst þurfti ekki lengur að minnka seglfötinn með höndunum. Stórstígar framfarir urðu einnig í nýtni. Engar af þessum tækninýjungum voru þó nýttar. Gufuvélin kæfði allar tækninýjungar í vindmyllum. Þegar kom að viðhaldi vindmylla þá var hvorki farið í að auka sjálfvirkni þeirra né nýtni heldur skipt út fyrir gufuvél. Sömu sögu er að segja af notkun vindsins á hafi. Um miðja nítjándu öld voru smíðuð seglskip sem gátu farið milli Íslands og Skotlands á innan við sólarhring. En gufuskipin gátu farið enn hraðar og í logni bar gufuskipið af. Þannig kæfði gufuvélin líka frekari tækninýjungar á seglskipum og það leið ein og hálf öld þar til smíðað var seglskip sem fór lengra á einum sólarhring en seglskipið Champion of the Seas með 780 farþega innanborðs. Farþegaskip sem kemst milli Íslands og Skotlands á einum sólarhring með kolefnisspor lægra en Eurostar hefur aldrei verið smíðað. Þannig er það með flest skip. Flest skip eru sérsmíðuð í þau verkefni sem þau eru ætluð í. Það er þó ýmislegt sem bendir til þess að það sé hægt að smíða skip sem uppfyllir þessar kröfur. Í seinni heimsstyrjöldinni smíðuðu þjóðverjar 77 metra langa kafbáta "Elektro-U-Boote" sem komust langleiðina til Skotlands án þess að koma upp á yfirborðið. Orkan kom úr blýrafgeymum. Japanir eiga í dag 84 metra langa kafbáta sem leika sér að því að fara milli Íslands og Skotlands á einum sólarhring án þess að koma upp á yfirborðið. Orkan í þessum kafbátum kemur frá liþíum jóna rafhlöðum samskonar þeim og eru í nútíma rafmangsbílum. Ef það er nú þegar hægt að smíða rafmagnskafbáta sem komast milli Íslands og Skotland á minna en sólarhring er hægt að smíða rafmagnsskip sem getur það. Rafmagnsskip knúið með rafmagni fengið úr vindmyllum í landi hljómar undarlega. Á hafi er vindurinn stöðugri og áreiðanlegri en á landi. Til hvers að reisa vindmyllur til að knýja skip ef nægur er vindurinn á leiðinni? Af hverju ekki að nota vindinn milliliðalaust til að knýja skip áfram og setja segl á skipið? Ólíkt vindmyllum þykja seglskip falleg. Ólíkt Champion of the Seas þarf ekki fullt af mannskap til þess að haga seglum eftir vindi á nútíma seglskipi. Sem dæmi er DynaRig seglbúnaðurinn á 107 metra einkasnekjunni Black Pearl algjörlega sjálfvirkur. Ef tekið er tillit til kostnaðar og líkum á að ferðir falli niður vegna blíðviðris gæti hentugasta lausnin verið einhverskonar útgáfa af rafmagns- og seglskipi. Kolefnisspor er þegar farið að hafa áhrif hegðun fólks. Í könnun sem náði til 27 landa og 6 heimsálfa kom fram að næstum annar hver maður myndi velja farkost með lægra kolefnisspor ef sá farkostur væri jafn þægilegur og verðið svipað. Sjöundi hver er tilbúinn að borga meira fyrir meiri óþægindi ef kolefnissporið er umtalsvert lægra. Ferðatími skiptir fólk ekki eins miklu máli og ætla mætti. Ef ferðin er þægileg, jafnvel skemmtileg og gefur möguleika á að stunda fjarvinnu má ferðatíminn jafnvel vera margfaldur á við þann ferðakost sem stystan tíma tekur. Í fyrra kom fjórði hver ferðamaður til Íslands með skipi. Hálf milljón manns. Í ár lítur út fyrir að þeir verði enn fleiri. Það er kominn tími á að bjóða upp á ferðakost til og frá Íslandi sem er á pari við kolefnisspor Eurostar. Höfundur starfar hjá Skógræktinni.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun