„Eiginkona mín tók því alls ekki vel“ Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2023 10:27 Ívar Orri Kristjánsson dæmdi leik Breiðabliks og Víkings þar sem allt var á suðupunkti í lok leiks. Vísir/Hulda Margrét Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson segist sjálfur ekki hafa tekið sérstaklega inn á sig reiðina sem beindist að honum eftir lætin í lok leiks Breiðabliks og Víkings í Bestu deildinni í fótbolta á föstudaginn. Eiginkona hans var þó ekki hrifin af ummælum Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings, og þau fóru vissulega í taugarnar á Ívari sjálfum. Þetta segir Ívar Orri í hlaðvarpsþættinum Fyrsta sætið. Hann viðurkennir mistök í afdrifaríkri ákvörðun í fyrri hálfleik, þegar hann gaf Víkingnum Danijel Djuric gult spjald fyrir leikaraskap þrátt fyrir brot Damirs Muminovic á honum, en telur það ekki réttlæta reiðina frá Arnari í sjónvarpsviðtali strax eftir leik. Þar sagði Arnar Ívar Orra, einn albesta dómara landsins síðustu ár, hafa verið „ömurlegan“ og að sér virtist sem að Ívar horfði hreinlega aldrei á fótbolta. Þessi ummæli eru eitthvað sem að Ívar og ekki síður eiginkona hans áttu erfitt með að taka undir. „Ég þekki leikinn ágætlega og hef fylgst með honum lengi, og stúderað hann út frá dómaralegu hliðinni. Maður horfir kannski meira á fótbolta út frá dómgæslu en annað. Þannig að þegar við erum sakaðir um að hafa ekki horft á fótbolta… eiginkona mín tók því alls ekki vel, því fótbolti yfirtekur heimilið oft og tíðum, og það er ekkert annað í sjónvarpinu en fótbolti,“ segir Ívar Orri í Fyrsta sætinu. „Auðvitað fer það í taugarnar á manni“ Mikil læti brutust út í lok leiksins á Kópavogsvelli á föstudag, og fengu Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkings og Logi Tómasson leikmaður liðsins rautt spjald. „Manni líður kannski ekki neitt brjálæðislega vel þegar svona „scenarios“ koma upp í leikjum sem maður er að dæma. Og ég er ekki viss um að neitt brjálæðislega mörgum sem voru þarna á svæðinu og tóku þátt í þessu hafi liðið eitthvað vel með þetta,“ segir Ívar Orri. Hann hafi þó ekki tekið ummæli Arnars sérstaklega nærri sér, þó þau hafi vissulega angrað hann. „Auðvitað fer það í taugarnar á manni. Við erum ekki yfir gagnrýni hafnir en gagnrýni er ekki það sama og gagnrýni. Það voru einhverjir sem töluðu um að þetta væri viðtal ársins. Umræðuefnið þar var þá 70% um mig sem persónu. Það er auðvitað ekki eitthvað sem ég vil,“ segir Ívar Orri og bætir við: Leiðinlegt að vera aðalumræðuefnið „Ég fór daginn eftir á fimleikamót með dóttur minni og stóð við grillið að grilla pylsur ofan í mannskapinn. Það komu ótrúlega margir til mín á þessum degi og spurðu hvernig ég hefði það. Höfðu rosalegar áhyggjur af því að ég væri langt niðri eftir þetta. Það var alls ekki málið. Ef við tölum bara um reiðina sem sneri að mér persónulega, þá taldi ég mig vera í fullum rétti varðandi það sem gekk þar á. Ég tók það því ekki neitt brjálæðislega inn á mig. En auðvitað er leiðinlegt að vera aðalumræðuefnið á kaffistofum og í fjölmiðlunum. Það er ekki það sem mann langar í þessu starfi.“ Upp úr sauð í leikslok á Kópavogsvelli. Varadómarinn Erlendur Eiríksson stig á milli Sölva Geirs Ottesen, aðstoðarþjálfara Víkings, og Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið“ Spurður út í ákvörðun sína í fyrri hálfleik þegar hann gaf Danijel gult spjald fyrir leikaraskap þegar Damir virtist svo sannarlega hafa brotið á honum, svaraði Ívar Orri: „Þetta er ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið, ég skal alveg viðurkenna það. Það má gagnrýna mig fyrir margt og meðal annars þessa ákvörðun. Við dómarar erum ekki hafnir yfir gagnrýni, og alls ekki heilagri en páfinn. En það má samt vera þannig að fólk setji sig í okkar spor. Við erum ekki með myndbandsdómgæslu og þurfum að taka ákvörðun. Oft á tíðum langar mann bara að loka augunum, og sleppa því að taka ákvörðun. Á þessum tímapunkti var eitthvað sem tók mig þangað að dæma óbeina aukaspyrnu. Það er kannski ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Í beinni: Ísland - Kósovó | Strákarnir þurfa að koma til baka Fótbolti Sex breytingar á byrjunarliðinu Fótbolti Gunnar tapaði á stigum Sport Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Fótbolti Hamilton dæmdur úr leik í Kína Formúla 1 Hætti í löggunni og gerðist heimsmeistari Sport Mourinho mætti á bardagakvöldið hjá Gunnari Sport Piastri vann Kínakappaksturinn Formúla 1 Íslenskur fjöldasöngur í Murcia Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikur, Kínakappakstur og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Sjá meira
Þetta segir Ívar Orri í hlaðvarpsþættinum Fyrsta sætið. Hann viðurkennir mistök í afdrifaríkri ákvörðun í fyrri hálfleik, þegar hann gaf Víkingnum Danijel Djuric gult spjald fyrir leikaraskap þrátt fyrir brot Damirs Muminovic á honum, en telur það ekki réttlæta reiðina frá Arnari í sjónvarpsviðtali strax eftir leik. Þar sagði Arnar Ívar Orra, einn albesta dómara landsins síðustu ár, hafa verið „ömurlegan“ og að sér virtist sem að Ívar horfði hreinlega aldrei á fótbolta. Þessi ummæli eru eitthvað sem að Ívar og ekki síður eiginkona hans áttu erfitt með að taka undir. „Ég þekki leikinn ágætlega og hef fylgst með honum lengi, og stúderað hann út frá dómaralegu hliðinni. Maður horfir kannski meira á fótbolta út frá dómgæslu en annað. Þannig að þegar við erum sakaðir um að hafa ekki horft á fótbolta… eiginkona mín tók því alls ekki vel, því fótbolti yfirtekur heimilið oft og tíðum, og það er ekkert annað í sjónvarpinu en fótbolti,“ segir Ívar Orri í Fyrsta sætinu. „Auðvitað fer það í taugarnar á manni“ Mikil læti brutust út í lok leiksins á Kópavogsvelli á föstudag, og fengu Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkings og Logi Tómasson leikmaður liðsins rautt spjald. „Manni líður kannski ekki neitt brjálæðislega vel þegar svona „scenarios“ koma upp í leikjum sem maður er að dæma. Og ég er ekki viss um að neitt brjálæðislega mörgum sem voru þarna á svæðinu og tóku þátt í þessu hafi liðið eitthvað vel með þetta,“ segir Ívar Orri. Hann hafi þó ekki tekið ummæli Arnars sérstaklega nærri sér, þó þau hafi vissulega angrað hann. „Auðvitað fer það í taugarnar á manni. Við erum ekki yfir gagnrýni hafnir en gagnrýni er ekki það sama og gagnrýni. Það voru einhverjir sem töluðu um að þetta væri viðtal ársins. Umræðuefnið þar var þá 70% um mig sem persónu. Það er auðvitað ekki eitthvað sem ég vil,“ segir Ívar Orri og bætir við: Leiðinlegt að vera aðalumræðuefnið „Ég fór daginn eftir á fimleikamót með dóttur minni og stóð við grillið að grilla pylsur ofan í mannskapinn. Það komu ótrúlega margir til mín á þessum degi og spurðu hvernig ég hefði það. Höfðu rosalegar áhyggjur af því að ég væri langt niðri eftir þetta. Það var alls ekki málið. Ef við tölum bara um reiðina sem sneri að mér persónulega, þá taldi ég mig vera í fullum rétti varðandi það sem gekk þar á. Ég tók það því ekki neitt brjálæðislega inn á mig. En auðvitað er leiðinlegt að vera aðalumræðuefnið á kaffistofum og í fjölmiðlunum. Það er ekki það sem mann langar í þessu starfi.“ Upp úr sauð í leikslok á Kópavogsvelli. Varadómarinn Erlendur Eiríksson stig á milli Sölva Geirs Ottesen, aðstoðarþjálfara Víkings, og Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið“ Spurður út í ákvörðun sína í fyrri hálfleik þegar hann gaf Danijel gult spjald fyrir leikaraskap þegar Damir virtist svo sannarlega hafa brotið á honum, svaraði Ívar Orri: „Þetta er ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið, ég skal alveg viðurkenna það. Það má gagnrýna mig fyrir margt og meðal annars þessa ákvörðun. Við dómarar erum ekki hafnir yfir gagnrýni, og alls ekki heilagri en páfinn. En það má samt vera þannig að fólk setji sig í okkar spor. Við erum ekki með myndbandsdómgæslu og þurfum að taka ákvörðun. Oft á tíðum langar mann bara að loka augunum, og sleppa því að taka ákvörðun. Á þessum tímapunkti var eitthvað sem tók mig þangað að dæma óbeina aukaspyrnu. Það er kannski ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Í beinni: Ísland - Kósovó | Strákarnir þurfa að koma til baka Fótbolti Sex breytingar á byrjunarliðinu Fótbolti Gunnar tapaði á stigum Sport Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Fótbolti Hamilton dæmdur úr leik í Kína Formúla 1 Hætti í löggunni og gerðist heimsmeistari Sport Mourinho mætti á bardagakvöldið hjá Gunnari Sport Piastri vann Kínakappaksturinn Formúla 1 Íslenskur fjöldasöngur í Murcia Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikur, Kínakappakstur og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Sjá meira