Hlébarðarnir sjást í fyrsta sinn á víglínunum Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2023 10:43 Úkraínskir hermenn á skriðdreka í austurhluta landsins. Þetta er ekki Leopard skriðdreki. AP/Iryna Rybakova Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir gegn Rússum í Sapórisjía-héraði en þýskir skriðdrekar af gerðinni Leopard hafa sést á víglínunum í fyrsta sinn. Síðustu daga hafa Úkraínumenn verið að gera árásir nærri Velyka Novosilka í Dónetsk-héraði. Í gær hófust svo umfangsmiklar vestar í Sapórisjía-héraði, suður af bænum Orikhiv. 3/ Russian and Ukrainian sources reported explosions in occupied territories in #Zaporizhia and #Donetsk oblasts on June 7. https://t.co/W6mPtd0HgQ pic.twitter.com/uhRdZeQM1j— ISW (@TheStudyofWar) June 8, 2023 Fregnir hafa borist af því að þýskir Leopard skriðdrekar hafi verið notaðir til árása í gær og hafa Rússar birt drónamyndir sem virðast sýna nokkra slíka skriðdreka sem hafa orðið fyrir skemmdum eða verið grandað í árásum stórskotaliðs. Nánast allar fregnir af sókn Úkraínumanna koma frá rússneskum herbloggurum og rússneska varnarmálaráðuneytinu, þar sem Úkraínumenn hafa lýst yfir algjöru samskiptabanni. Í umfjöllun rússneskra herbloggara hallar töluvert á Úkraínumenn. Þessar myndir munu hafa verið teknar nærri Orikhiv í gær. Fyrr í gær var birt mynd á samfélagsmiðlum í Rússlandi sem átti að sýna ónýtan Leopard skriðdreka. Henni hafði verið breytt. Russian Sources have released Drone Images that reportedly show the Ukrainian Offensive yesterday near the City of Orikhiv in the Zaporizhzhia Region, in the Photos there appears to be at least 2 German-Produced Leopard 2 Tanks alongside a number of APCs including American M113 pic.twitter.com/V5e41pQY9A— OSINTdefender (@sentdefender) June 8, 2023 Einnig eru bardagar sagðir eiga sér stað nærri Bakhmut í Dónetsk-, þar sem Úkraínumenn eru sagðir hafa náð nokkrum árangri. Sapórisjía er mikilvægt hérað Sérfræðingar hafa lengi talið Úkraínumenn líklega til að reyna að sækja til suðurs í Dónetsk og Sapórisjía, með því markmiði að skera á landbrú Rússa milli Rússlands og Krímskaga. Með því gætu Úkraínumenn gert Rússum mun erfiðara að halda Krímskaga. Rússar hafa þó byggt upp umfangsmiklar varnir á þessu svæði. Bæði héruðin eru meðal þeirra sem Rússar hafa innlimað ólöglega. Þó Úkraínumenn virðist hafa lagt meira púður í árásir í Sapórisjía er enn of snemmt að segja að meginþungi árása þeirra verði þar. Úkraínumenn hafa í vetur byggt upp ný stórfylki, sem eru að mestu skipuð kvaðmönnum búnum vestrænum vopnum og skrið- og bryndrekum. Þessar sveitir eru þó óreyndar og hafa það erfiða verkefni að brjóta varnir Rússa á bak aftur. Varnir sem Rússar hafa haft nokkra mánuði til að undirbúa, eru í nokkrum lögum og þaktar jarðsprengjum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Fá eldri skriðdreka en fá þá fyrr Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að flýta skriðdrekasendingum til Úkraínu. Í stað þess að senda nýja M1A2 Abrams skriðdreka, sem mun taka allt að tvö ár, stendur til að gera upp og senda eldri týpur. 21. mars 2023 17:09 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: F-16 engin töfralausn fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn hafa ekki enn byrjað hina umtöluðu vorsókn gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa tekið Bakhmut en óljóst er hvort þeir hafi burði til að sækja áfram fram og útlit er fyrir að Úkraínumenn fái F-16 herþotur. 26. maí 2023 08:01 Úkraínumenn tilbúnir til að hefja gagnsóknina Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Úkraínumenn tilbúna til gagnsóknar gegn Rússum. Hann segir að sóknin verði erfið og kostnaðarsöm en hann hafi trú á því að hún muni heppnast, þó hún gæti tekið langan tíma. 3. júní 2023 09:22 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Síðustu daga hafa Úkraínumenn verið að gera árásir nærri Velyka Novosilka í Dónetsk-héraði. Í gær hófust svo umfangsmiklar vestar í Sapórisjía-héraði, suður af bænum Orikhiv. 3/ Russian and Ukrainian sources reported explosions in occupied territories in #Zaporizhia and #Donetsk oblasts on June 7. https://t.co/W6mPtd0HgQ pic.twitter.com/uhRdZeQM1j— ISW (@TheStudyofWar) June 8, 2023 Fregnir hafa borist af því að þýskir Leopard skriðdrekar hafi verið notaðir til árása í gær og hafa Rússar birt drónamyndir sem virðast sýna nokkra slíka skriðdreka sem hafa orðið fyrir skemmdum eða verið grandað í árásum stórskotaliðs. Nánast allar fregnir af sókn Úkraínumanna koma frá rússneskum herbloggurum og rússneska varnarmálaráðuneytinu, þar sem Úkraínumenn hafa lýst yfir algjöru samskiptabanni. Í umfjöllun rússneskra herbloggara hallar töluvert á Úkraínumenn. Þessar myndir munu hafa verið teknar nærri Orikhiv í gær. Fyrr í gær var birt mynd á samfélagsmiðlum í Rússlandi sem átti að sýna ónýtan Leopard skriðdreka. Henni hafði verið breytt. Russian Sources have released Drone Images that reportedly show the Ukrainian Offensive yesterday near the City of Orikhiv in the Zaporizhzhia Region, in the Photos there appears to be at least 2 German-Produced Leopard 2 Tanks alongside a number of APCs including American M113 pic.twitter.com/V5e41pQY9A— OSINTdefender (@sentdefender) June 8, 2023 Einnig eru bardagar sagðir eiga sér stað nærri Bakhmut í Dónetsk-, þar sem Úkraínumenn eru sagðir hafa náð nokkrum árangri. Sapórisjía er mikilvægt hérað Sérfræðingar hafa lengi talið Úkraínumenn líklega til að reyna að sækja til suðurs í Dónetsk og Sapórisjía, með því markmiði að skera á landbrú Rússa milli Rússlands og Krímskaga. Með því gætu Úkraínumenn gert Rússum mun erfiðara að halda Krímskaga. Rússar hafa þó byggt upp umfangsmiklar varnir á þessu svæði. Bæði héruðin eru meðal þeirra sem Rússar hafa innlimað ólöglega. Þó Úkraínumenn virðist hafa lagt meira púður í árásir í Sapórisjía er enn of snemmt að segja að meginþungi árása þeirra verði þar. Úkraínumenn hafa í vetur byggt upp ný stórfylki, sem eru að mestu skipuð kvaðmönnum búnum vestrænum vopnum og skrið- og bryndrekum. Þessar sveitir eru þó óreyndar og hafa það erfiða verkefni að brjóta varnir Rússa á bak aftur. Varnir sem Rússar hafa haft nokkra mánuði til að undirbúa, eru í nokkrum lögum og þaktar jarðsprengjum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Fá eldri skriðdreka en fá þá fyrr Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að flýta skriðdrekasendingum til Úkraínu. Í stað þess að senda nýja M1A2 Abrams skriðdreka, sem mun taka allt að tvö ár, stendur til að gera upp og senda eldri týpur. 21. mars 2023 17:09 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: F-16 engin töfralausn fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn hafa ekki enn byrjað hina umtöluðu vorsókn gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa tekið Bakhmut en óljóst er hvort þeir hafi burði til að sækja áfram fram og útlit er fyrir að Úkraínumenn fái F-16 herþotur. 26. maí 2023 08:01 Úkraínumenn tilbúnir til að hefja gagnsóknina Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Úkraínumenn tilbúna til gagnsóknar gegn Rússum. Hann segir að sóknin verði erfið og kostnaðarsöm en hann hafi trú á því að hún muni heppnast, þó hún gæti tekið langan tíma. 3. júní 2023 09:22 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Fá eldri skriðdreka en fá þá fyrr Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að flýta skriðdrekasendingum til Úkraínu. Í stað þess að senda nýja M1A2 Abrams skriðdreka, sem mun taka allt að tvö ár, stendur til að gera upp og senda eldri týpur. 21. mars 2023 17:09
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: F-16 engin töfralausn fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn hafa ekki enn byrjað hina umtöluðu vorsókn gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa tekið Bakhmut en óljóst er hvort þeir hafi burði til að sækja áfram fram og útlit er fyrir að Úkraínumenn fái F-16 herþotur. 26. maí 2023 08:01
Úkraínumenn tilbúnir til að hefja gagnsóknina Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Úkraínumenn tilbúna til gagnsóknar gegn Rússum. Hann segir að sóknin verði erfið og kostnaðarsöm en hann hafi trú á því að hún muni heppnast, þó hún gæti tekið langan tíma. 3. júní 2023 09:22