Grótta náði jafntefli gegn toppliðinu | Víkingskonur töpuðu sínum fyrstu stigum Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júní 2023 21:12 Pétur Theodór Árnason skoraði fyrir Gróttu. Jafntefli varð í báðum leikjum kvöldsins í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Þá vann Afturelding góðan sigur á Víkingi í Lengjudeild kvenna en Víkingar voru með fullt hús stiga fyrir leiki kvöldsins. Fyrir leik Fjölnis og Gróttu í dag var Fjölnir í efsta sæti Lengjudeildar karla en Grótta í sjötta sæti eftir fimm umferðir. Liðin mættust á heimavelli Fjölnis í Grafarvogi og það voru gestirnir sem gerðu fyrsta markið þegar Pétur Theodór Árnason skoraði á 10. mínútu. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks tókst Fjölni að jafna, þar var að verki Axel Freyr Harðarson fyrrum leikmaður Gróttu. Staðan í hálfleik 1-1. Tómas Jóhannessen kom Gróttu í forystu á ný á 54. mínútu en Máni Austmann Hilmarsson jafnaði fyrir Fjölni þremur mínútum síðar. Lokatölur 1-1 og Fjölnir nú eitt í efsta sæti deildarinnar. Í Njarðvík tóku heimamenn á móti Selfyssingum. Guðmundur Tyrfingsson kom gestunum yfir á 17. mínútu en Luqman Shamsudin jafnaði fyrir Njarðvík sex mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 1-1 og Selfoss jafnar því Grindavík að stigum í 3. - 4. sæti deildarinnar en Njarðvík lyftir sér upp um eitt sæti og í það sjöunda. Afturelding fyrstar til að vinna Víkinga Í Lengjudeild kvenna tapaði Víkingur sínum fyrstu stigum þegar liðið beið lægri hlut gegn Aftureldingu á heimavelli. Sigdís Eva Bárðardóttir kom Aftueldingu yfir í fyrri hálfleik en Hlín Heiðarsdóttir jafnaði skömmu síðar. Hildur Karítas Gunnarsdóttir skoraði svo tvö mörk fyrir Mosfellinga sitt hvoru megin við hálfleikinn en Bergdís Sveinsdóttir klóraði í bakkann fyrir Víkinga. Lokatölur 3-2 og fyrsta tap Víkinga staðreynd sem voru með fullt hús stiga fyrir leikinn í kvöld. HK rótburstaði KR á heimavelli sínum í Kópavogi. Arna Sól Sævarsdóttir skoraði þrennu fyrir HK og þær Eva Stefánsdóttir, Eva Sól Aradóttir og Ísabella Eva Aradóttir bættu mörkum í sarpinn fyrir Kópavogsliðið. Lokatölur 6-1 eftir að Jewel Boland minnkaði muninn fyrir KR í uppbótartíma. Þá vann Fylkir 5-0 sigur á Augnablik. Þórhildur Þórhallsdóttir, Guðrún Karítas Sigurðardóttir og Helga Guðrún Kristinsdóttir komu Fylki í 5-0 í fyrri hálfleik og Helga Guðrún bætti öðru marki við á 61. mínútu leiksins. Tijana Krstic setti svo punktinn yfir i-ið á 87. mínútu og tryggði HK 5-0 sigur. Lengjudeild karla Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Sjá meira
Fyrir leik Fjölnis og Gróttu í dag var Fjölnir í efsta sæti Lengjudeildar karla en Grótta í sjötta sæti eftir fimm umferðir. Liðin mættust á heimavelli Fjölnis í Grafarvogi og það voru gestirnir sem gerðu fyrsta markið þegar Pétur Theodór Árnason skoraði á 10. mínútu. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks tókst Fjölni að jafna, þar var að verki Axel Freyr Harðarson fyrrum leikmaður Gróttu. Staðan í hálfleik 1-1. Tómas Jóhannessen kom Gróttu í forystu á ný á 54. mínútu en Máni Austmann Hilmarsson jafnaði fyrir Fjölni þremur mínútum síðar. Lokatölur 1-1 og Fjölnir nú eitt í efsta sæti deildarinnar. Í Njarðvík tóku heimamenn á móti Selfyssingum. Guðmundur Tyrfingsson kom gestunum yfir á 17. mínútu en Luqman Shamsudin jafnaði fyrir Njarðvík sex mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 1-1 og Selfoss jafnar því Grindavík að stigum í 3. - 4. sæti deildarinnar en Njarðvík lyftir sér upp um eitt sæti og í það sjöunda. Afturelding fyrstar til að vinna Víkinga Í Lengjudeild kvenna tapaði Víkingur sínum fyrstu stigum þegar liðið beið lægri hlut gegn Aftureldingu á heimavelli. Sigdís Eva Bárðardóttir kom Aftueldingu yfir í fyrri hálfleik en Hlín Heiðarsdóttir jafnaði skömmu síðar. Hildur Karítas Gunnarsdóttir skoraði svo tvö mörk fyrir Mosfellinga sitt hvoru megin við hálfleikinn en Bergdís Sveinsdóttir klóraði í bakkann fyrir Víkinga. Lokatölur 3-2 og fyrsta tap Víkinga staðreynd sem voru með fullt hús stiga fyrir leikinn í kvöld. HK rótburstaði KR á heimavelli sínum í Kópavogi. Arna Sól Sævarsdóttir skoraði þrennu fyrir HK og þær Eva Stefánsdóttir, Eva Sól Aradóttir og Ísabella Eva Aradóttir bættu mörkum í sarpinn fyrir Kópavogsliðið. Lokatölur 6-1 eftir að Jewel Boland minnkaði muninn fyrir KR í uppbótartíma. Þá vann Fylkir 5-0 sigur á Augnablik. Þórhildur Þórhallsdóttir, Guðrún Karítas Sigurðardóttir og Helga Guðrún Kristinsdóttir komu Fylki í 5-0 í fyrri hálfleik og Helga Guðrún bætti öðru marki við á 61. mínútu leiksins. Tijana Krstic setti svo punktinn yfir i-ið á 87. mínútu og tryggði HK 5-0 sigur.
Lengjudeild karla Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Sjá meira