„Þetta er rosa mikil óvissa og ótrúlega leiðinlegt fyrir okkur“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 9. júní 2023 15:15 Dansarar frá listdanskólanum Plié mótmæltu gjaldþroti skólans fyrir utan Alþingi í morgun. Vísir/Vilhelm „Dans er líka íþrótt,“ segja nemendur listdansskólans Plié sem mótmæltu og sýndu um leið listir sínar á Austurvelli í morgun. Greint var frá gjaldþroti dansskólans á mánudag en hann hefur verið starfræktur síðan 2014. Stjórnendur skólans segja framtíð listdansskóla á Íslandi í hættu fái þau ekki viðeigandi styrki frá hinu opinbera líkt og aðrar íþróttir og tómstundir. Nemendur skólans eru á leið á heimsmeistaramót eftir tæpan mánuð og segja óvissuna erfiða. Listdansskólinn Plié hefur verið starfræktur síðan árið 2014. Þar geta nemendur æft margar tegundir dans, til að mynda „acrobat“, stepp og ballett. Að sögn eigenda Plié stunda 600 til eitt þúsund nemendur listdansnám við skólann ár hvert. Rekstrarform listdansskóla á Íslandi sé gríðarlega erfitt þar sem skólarnir njóti ekki stuðnings hins opinbera. Elva Rut Guðlaugsdóttir, skólastjóri og annar eigandi Plié, var á mótmælunum ásamt nemendum sínum. „Við erum komin til þess að opna á þessa endalausu umræðu um hvað er mikil ósanngirni á milli greina. Listgreinar fá engan stuðning frá hinu opinbera en íþróttir og tónlist fá stuðning. Þannig að það að halda úti rekstrinum er orðið gríðarlega krefjandi. Þetta er orðið þannig að allir listdansskólar munu væntanlega leggjast af ef ekkert er gert.“ Listdansnemendur Plié sýndu listir og mótmæltu fyrir utan Alþingi. Vísir/Vilhelm Kolbrún Soffía Þórsdóttir, nemandi í skólanum, var einnig á mótmælunum en hún segir óvissuna mikla og að hún sé erfið. Hópurinn sé á leið á heimsmeistaramót eftir tuttugu daga og viti ekkert hvar þau eigi að æfa. Hingað til hafi hópurinn æft í kirkju. „Við viljum fá styrk alveg eins og allar aðrar íþróttir því dans er líka íþrótt,“ segir Kolbrún Soffía. Ármey Elba Ernudóttir æfir einnig dans við listdansskólann. Hún segir leiðinlegt að heyra að dans flokkist ekki sem íþrótt. Dans Íþróttir barna Kópavogur Tengdar fréttir Allir listdansskólar landsins eigi í erfiðleikum með rekstur Elva Rut Guðlaugsdóttir, annar eiganda Plié listdansskóla segir útlitið hjá listdansskólum á Íslandi hræðilegt. Hún segir framtíð danslistarinnar á Íslandi klárlega í hættu og að um þúsund nemendur séu hræddir um að missa dansskólann sinn. 4. júní 2023 14:37 Ráðin skólastjóri Listdansskólans Elizabeth Greasley hefur verið ráðin skólastjóri Listdansskóla Íslands og tekur hún við stöðunni af Guðmundi Helgasyni. 7. júní 2023 07:42 Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. 3. júní 2023 23:09 Missa aðstöðuna rétt fyrir heimsmeistaramót eftir gjaldþrot skólans Tvær stelpur sem eru á leið á heimsmeistaramótið í dansi segja það ömurlegt að missa æfingahúsnæðið örfáum vikum fyrir mótið. Í kjölfar gjaldþrots dansskóla þeirra vita þær aldrei hvar þær æfa næst. 7. júní 2023 21:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Listdansskólinn Plié hefur verið starfræktur síðan árið 2014. Þar geta nemendur æft margar tegundir dans, til að mynda „acrobat“, stepp og ballett. Að sögn eigenda Plié stunda 600 til eitt þúsund nemendur listdansnám við skólann ár hvert. Rekstrarform listdansskóla á Íslandi sé gríðarlega erfitt þar sem skólarnir njóti ekki stuðnings hins opinbera. Elva Rut Guðlaugsdóttir, skólastjóri og annar eigandi Plié, var á mótmælunum ásamt nemendum sínum. „Við erum komin til þess að opna á þessa endalausu umræðu um hvað er mikil ósanngirni á milli greina. Listgreinar fá engan stuðning frá hinu opinbera en íþróttir og tónlist fá stuðning. Þannig að það að halda úti rekstrinum er orðið gríðarlega krefjandi. Þetta er orðið þannig að allir listdansskólar munu væntanlega leggjast af ef ekkert er gert.“ Listdansnemendur Plié sýndu listir og mótmæltu fyrir utan Alþingi. Vísir/Vilhelm Kolbrún Soffía Þórsdóttir, nemandi í skólanum, var einnig á mótmælunum en hún segir óvissuna mikla og að hún sé erfið. Hópurinn sé á leið á heimsmeistaramót eftir tuttugu daga og viti ekkert hvar þau eigi að æfa. Hingað til hafi hópurinn æft í kirkju. „Við viljum fá styrk alveg eins og allar aðrar íþróttir því dans er líka íþrótt,“ segir Kolbrún Soffía. Ármey Elba Ernudóttir æfir einnig dans við listdansskólann. Hún segir leiðinlegt að heyra að dans flokkist ekki sem íþrótt.
Dans Íþróttir barna Kópavogur Tengdar fréttir Allir listdansskólar landsins eigi í erfiðleikum með rekstur Elva Rut Guðlaugsdóttir, annar eiganda Plié listdansskóla segir útlitið hjá listdansskólum á Íslandi hræðilegt. Hún segir framtíð danslistarinnar á Íslandi klárlega í hættu og að um þúsund nemendur séu hræddir um að missa dansskólann sinn. 4. júní 2023 14:37 Ráðin skólastjóri Listdansskólans Elizabeth Greasley hefur verið ráðin skólastjóri Listdansskóla Íslands og tekur hún við stöðunni af Guðmundi Helgasyni. 7. júní 2023 07:42 Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. 3. júní 2023 23:09 Missa aðstöðuna rétt fyrir heimsmeistaramót eftir gjaldþrot skólans Tvær stelpur sem eru á leið á heimsmeistaramótið í dansi segja það ömurlegt að missa æfingahúsnæðið örfáum vikum fyrir mótið. Í kjölfar gjaldþrots dansskóla þeirra vita þær aldrei hvar þær æfa næst. 7. júní 2023 21:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Allir listdansskólar landsins eigi í erfiðleikum með rekstur Elva Rut Guðlaugsdóttir, annar eiganda Plié listdansskóla segir útlitið hjá listdansskólum á Íslandi hræðilegt. Hún segir framtíð danslistarinnar á Íslandi klárlega í hættu og að um þúsund nemendur séu hræddir um að missa dansskólann sinn. 4. júní 2023 14:37
Ráðin skólastjóri Listdansskólans Elizabeth Greasley hefur verið ráðin skólastjóri Listdansskóla Íslands og tekur hún við stöðunni af Guðmundi Helgasyni. 7. júní 2023 07:42
Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. 3. júní 2023 23:09
Missa aðstöðuna rétt fyrir heimsmeistaramót eftir gjaldþrot skólans Tvær stelpur sem eru á leið á heimsmeistaramótið í dansi segja það ömurlegt að missa æfingahúsnæðið örfáum vikum fyrir mótið. Í kjölfar gjaldþrots dansskóla þeirra vita þær aldrei hvar þær æfa næst. 7. júní 2023 21:00