Sekt Arion banka vegna innherjaupplýsinga stendur Árni Sæberg skrifar 9. júní 2023 22:02 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banki. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest sýknu Seðlabanka Íslands og íslenska ríkisins í máli sem Arion banki höfðaði til þess að fá 88 milljóna króna stjórnvaldssekt hnekkt. Fjármálaeftirlit Seðlabankans lagði sektina á bankann vegna brots á reglum um innherjaupplýsingar. Þann 7. júlí 2020 sektaði fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands Arion banka um tæpar 88 milljónir króna fyrir að birta ekki innherjaupplýsingar um fyrirhugaðar hagræðingaraðgerðir eins fljótt og auðið var. Vefur Mannlífs hafði kvöldið 22. september 2019 birt frétt um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar og uppsagnir hjá Arion banka. Bankinn tilkynnti breytingarnar ekki til FME fyrr en 26. september og mat eftirlitið sem svo að breytingarnar hafi ekki verið tilkynntar eins fljótt og auðið er, líkt og kveðið er á um í lögum um verðbréfaviðskipti. Arion banki vildi ekki una sektarákvörðuninni og höfðaði mál fyrir héraðsdómi Reykjavíkur til þess að fá henni hnekkt. Með dómi í apríl síðastliðnum voru Seðlabankinn og ríkið sýknuð af öllum kröfum Arion banka. Ekki fallist á að fréttin væri nægilega ónákvæm Á báðum dómstigum bar Arion banki fyrir sig að innihald fréttar Mannlífs hafi ekki verið það sama og innherjaupplýsingarnar kváðu um. Skipulagsbreytingar með uppsögn starfsfólks hafi ekki verið hluti af þeim innherjaupplýsingum sem bankinn frestaði birtingu á. Í dómi Landsréttar var ekki fallist á að megininntak fréttar vefmiðilsins hefði verið í samræmi við upplýsingar sem þegar hefðu verið opinberar og áður hefði verið fjallað um í fjölmiðlum. Lagt var til grundvallar að fréttin hefði verið nægilega nákvæm til að gefa Arion banka til kynna að ekki hefði tekist að varðveita trúnað um þær innherjaupplýsingar sem hann hafði nýtt sér heimild þágildandi laga um innherjaupplýsingar til að fresta birtingu á. Fréttin hefði í megindráttum verið í samræmi við þær innherjaupplýsingar sem um ræddi og ekki skipti máli þó að umfjöllunin hefði ekki verið í öllum atriðum rétt. Mestu skipti að inntak fréttarinnar hefði gefið til kynna að leki innherjaupplýsinga hefði átt sér stað og hefði Arion banki því ástæðu til að ætla að trúnaður um þær væri ekki lengur tryggður. Við þessar aðstæður hefði hvílt á bankanum afdráttarlaus skylda til að bregðast við með tafarlausri birtingu upplýsinganna. Með vísan til þess var talið að Arion banki hefði gerst sekur um brot á þágildandi lögum og því væru skilyrði til að gera honum stjórnvaldssekt. Dóm Landsréttar má lesa hér. Dómsmál Íslenskir bankar Stjórnsýsla Seðlabankinn Arion banki Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Þann 7. júlí 2020 sektaði fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands Arion banka um tæpar 88 milljónir króna fyrir að birta ekki innherjaupplýsingar um fyrirhugaðar hagræðingaraðgerðir eins fljótt og auðið var. Vefur Mannlífs hafði kvöldið 22. september 2019 birt frétt um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar og uppsagnir hjá Arion banka. Bankinn tilkynnti breytingarnar ekki til FME fyrr en 26. september og mat eftirlitið sem svo að breytingarnar hafi ekki verið tilkynntar eins fljótt og auðið er, líkt og kveðið er á um í lögum um verðbréfaviðskipti. Arion banki vildi ekki una sektarákvörðuninni og höfðaði mál fyrir héraðsdómi Reykjavíkur til þess að fá henni hnekkt. Með dómi í apríl síðastliðnum voru Seðlabankinn og ríkið sýknuð af öllum kröfum Arion banka. Ekki fallist á að fréttin væri nægilega ónákvæm Á báðum dómstigum bar Arion banki fyrir sig að innihald fréttar Mannlífs hafi ekki verið það sama og innherjaupplýsingarnar kváðu um. Skipulagsbreytingar með uppsögn starfsfólks hafi ekki verið hluti af þeim innherjaupplýsingum sem bankinn frestaði birtingu á. Í dómi Landsréttar var ekki fallist á að megininntak fréttar vefmiðilsins hefði verið í samræmi við upplýsingar sem þegar hefðu verið opinberar og áður hefði verið fjallað um í fjölmiðlum. Lagt var til grundvallar að fréttin hefði verið nægilega nákvæm til að gefa Arion banka til kynna að ekki hefði tekist að varðveita trúnað um þær innherjaupplýsingar sem hann hafði nýtt sér heimild þágildandi laga um innherjaupplýsingar til að fresta birtingu á. Fréttin hefði í megindráttum verið í samræmi við þær innherjaupplýsingar sem um ræddi og ekki skipti máli þó að umfjöllunin hefði ekki verið í öllum atriðum rétt. Mestu skipti að inntak fréttarinnar hefði gefið til kynna að leki innherjaupplýsinga hefði átt sér stað og hefði Arion banki því ástæðu til að ætla að trúnaður um þær væri ekki lengur tryggður. Við þessar aðstæður hefði hvílt á bankanum afdráttarlaus skylda til að bregðast við með tafarlausri birtingu upplýsinganna. Með vísan til þess var talið að Arion banki hefði gerst sekur um brot á þágildandi lögum og því væru skilyrði til að gera honum stjórnvaldssekt. Dóm Landsréttar má lesa hér.
Dómsmál Íslenskir bankar Stjórnsýsla Seðlabankinn Arion banki Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun