Rísum upp Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 10. júní 2023 17:01 Ég veit ekki í hvaða samfélagi ég bý en í mínum heimi er staða örorkulífeyristaka á húsnæðismarkaði hörmuleg, afkomuöryggi þeirra ekkert, heilbrigðisþjónusta of dýr, matarkarfan tóm og skerðingar óhóflegar. Enn bíður fatlað fólk, veikt fólk, fólk sem fæðist fatlað og fólk sem hefur slasast á lífsleiðinni - eftir réttlætinu. Það er óréttlátt samfélag þar sem fjöldi fólks býr við skort, tugir þúsunda eða um 13% af þjóðinni, 48.000 manns eru undir lágtekjumörkum þrátt fyrir að sum hafi húsnæðisstuðning og barnabætur. Í mörg, mörg ár höfum við vakið athygli stjórnvalda á því að fátækt skapi sífellt tvandamál og því verði að breyta. Ekki gangi að þau sem aðeins eiga skjól sitt hjá stjórnvöldum og hafi framfærslu frá almannatryggingum sé haldið í svo mikilli fátækt að þau geti vart lifað. Nú loksins fyrir tilstuðlan þingmanns var unnin skýrsla um fátækt, enn ein skýrslan er á borð borin og stjórnvöld tala um einhverjar aðgerðir til næstu tveggja ára, um leið og þau friða samviskuna með því að henda í tekjulægsta hóp samfélagsins 2,5%, nokkrum krónum, í hækkun á lífeyri sem enn er langt undir lágmarkstekjum. Nú loks er viðurkennt að hér á landi búa tugþúsundir við fátækt. Fólk er svo fátækt og það elur börn sín upp í jaðarsetningu sem rífur af þeim tækifærin til að taka þátt í samfélaginu, svíður þau um framtíðardraumana og dæmir sömu leið og foreldrana, í fátækt. Ríkisstjórn síðustu sex ára hefur ekki breytt þeirri stöðu! Fyrir tveimur árum kom út skýrsla unnin af Vörðu fyrir ÖBÍ þar sem niðurstaðan var að 80% fatlaðs fólks átti erfitt með að láta enda ná saman og 44% bjuggu við skort á efnislegum gæðum, sem sagt fátækt. Enn stefnir niður á við. Þar kom einnig fram að fjöldi þeirra sem áttu ekki fyrir mánaðarlegum útgjöldum árið2009, í upphafi dýpstu kreppunnar, var enn sá sami 2021 eða 44%. Í dag, þrátt fyrir eitt mesta hagvaxtaskeið íslandssögunnar síðustu ár og nú 7% hagvöxt, breytist ekkert hjá þeim sem lifa á lífeyri almannatrygginga. Hér verður að setja punktinn. Stjórnvöld verða að grípa til aðgerða strax en ekki hunsa stöðuna og gera ekkert! Þau verða að stíga fram og takast á við verkefnið, það verður að hefja fatlað fólk upp úr þeirri fátækt sem því hefur verið búin af mörgum ríkisstjórnum undanfarinna ára. Stjórnvöld mega ekki skýla sér bak við kerfisbreytingar, sem nú er frestað um enn eitt árið. Fatlað fólk, fatlaðir öryrkjar og börn þeirra – eru án tækifæra, eru á hrakhólum á húsnæðismarkaði og eiga ekki fyrir hafragrautnum sem sumum þingmönnum þykir svo boðlegt að þessi hópur lifi á. Mannréttindi eru brotin á fötluðu fólki hvern einasta dag. Rétturinn til að taka þátt í samfélaginu er ekki til staðar, við þurfum viðhorfsbreytingu. Vanrækslan blasir við, fólk er vanrækt. Heilbrigðiskerfið er of dýrt og fólk neitar sér um læknisþjónustu, fer ekki til sjúkraþjálfara og fær engan aðang að geðheilbrigðisþjónustu. Komugjöld í heilbrigðisþjónustu eru lífeyristökum of dýr og ríkið spólar í sama hjólfarinu mánuð eftir mánuð, engin lausn í sjónmáli, og kostnaðurinn eykst á báða bóga. Vanræksla nú og síðustu ára kallar á dýrari aðgerðir síðar. Það nefnilega kostar mest að gera ekkert og það kostar að halda fólki í fátækt. Við lifum og hrærumst í umhverfi þar sem verðbólga er nær 10% og ríkisstjórnin hefur ákveðið að hækka lífeyri okkar um aðeins 2,5%. Staðan er hörmuleg og mikiðáhyggjuefni. Í þessari stöðu skapast aukin misskipting þar sem efnamikið fólk hefur mestan ávinning, á meðan þau sem verst standa berjast hvern einasta dag við að lifa af. Það er óréttlátt að svomikill ójöfuður sé milli þeirra auðugu og þeirra sem berjast við draga fram lífið á of fáum krónum. Við verðum að standa saman, hækka röddina ogkrefjast aðgerða frá ríkisstjórninni. Við öll sem samfélagið byggjum verðum að taka þátt í að breyta stefnunni, skapa umhverfi sem hefur jöfnuðí fyrirrúmi – þar sem öll njóta. Ójöfnuður má ekki þróast enn frekar. Þetta er viðfangsefni er allra, og við sem byggjum samfélagið þurfum að berjast fyrir því sem rétt er. Látum sjá okkur, Hækkum röddina og berjumst fyrir réttlæti og jöfnuði. Sköpum samfélag þar sem öll hafa jafnan og réttlátan aðgang að velsældinni sem boðuð er. Velsæld sem við öll eigum að njóta. Við erum öflug, við erum áhrifamikilog við munum skapa breytingar. Stöndum saman krefjumst réttlætis og jöfnuðar. Rísum upp! Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Húsnæðismál Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég veit ekki í hvaða samfélagi ég bý en í mínum heimi er staða örorkulífeyristaka á húsnæðismarkaði hörmuleg, afkomuöryggi þeirra ekkert, heilbrigðisþjónusta of dýr, matarkarfan tóm og skerðingar óhóflegar. Enn bíður fatlað fólk, veikt fólk, fólk sem fæðist fatlað og fólk sem hefur slasast á lífsleiðinni - eftir réttlætinu. Það er óréttlátt samfélag þar sem fjöldi fólks býr við skort, tugir þúsunda eða um 13% af þjóðinni, 48.000 manns eru undir lágtekjumörkum þrátt fyrir að sum hafi húsnæðisstuðning og barnabætur. Í mörg, mörg ár höfum við vakið athygli stjórnvalda á því að fátækt skapi sífellt tvandamál og því verði að breyta. Ekki gangi að þau sem aðeins eiga skjól sitt hjá stjórnvöldum og hafi framfærslu frá almannatryggingum sé haldið í svo mikilli fátækt að þau geti vart lifað. Nú loksins fyrir tilstuðlan þingmanns var unnin skýrsla um fátækt, enn ein skýrslan er á borð borin og stjórnvöld tala um einhverjar aðgerðir til næstu tveggja ára, um leið og þau friða samviskuna með því að henda í tekjulægsta hóp samfélagsins 2,5%, nokkrum krónum, í hækkun á lífeyri sem enn er langt undir lágmarkstekjum. Nú loks er viðurkennt að hér á landi búa tugþúsundir við fátækt. Fólk er svo fátækt og það elur börn sín upp í jaðarsetningu sem rífur af þeim tækifærin til að taka þátt í samfélaginu, svíður þau um framtíðardraumana og dæmir sömu leið og foreldrana, í fátækt. Ríkisstjórn síðustu sex ára hefur ekki breytt þeirri stöðu! Fyrir tveimur árum kom út skýrsla unnin af Vörðu fyrir ÖBÍ þar sem niðurstaðan var að 80% fatlaðs fólks átti erfitt með að láta enda ná saman og 44% bjuggu við skort á efnislegum gæðum, sem sagt fátækt. Enn stefnir niður á við. Þar kom einnig fram að fjöldi þeirra sem áttu ekki fyrir mánaðarlegum útgjöldum árið2009, í upphafi dýpstu kreppunnar, var enn sá sami 2021 eða 44%. Í dag, þrátt fyrir eitt mesta hagvaxtaskeið íslandssögunnar síðustu ár og nú 7% hagvöxt, breytist ekkert hjá þeim sem lifa á lífeyri almannatrygginga. Hér verður að setja punktinn. Stjórnvöld verða að grípa til aðgerða strax en ekki hunsa stöðuna og gera ekkert! Þau verða að stíga fram og takast á við verkefnið, það verður að hefja fatlað fólk upp úr þeirri fátækt sem því hefur verið búin af mörgum ríkisstjórnum undanfarinna ára. Stjórnvöld mega ekki skýla sér bak við kerfisbreytingar, sem nú er frestað um enn eitt árið. Fatlað fólk, fatlaðir öryrkjar og börn þeirra – eru án tækifæra, eru á hrakhólum á húsnæðismarkaði og eiga ekki fyrir hafragrautnum sem sumum þingmönnum þykir svo boðlegt að þessi hópur lifi á. Mannréttindi eru brotin á fötluðu fólki hvern einasta dag. Rétturinn til að taka þátt í samfélaginu er ekki til staðar, við þurfum viðhorfsbreytingu. Vanrækslan blasir við, fólk er vanrækt. Heilbrigðiskerfið er of dýrt og fólk neitar sér um læknisþjónustu, fer ekki til sjúkraþjálfara og fær engan aðang að geðheilbrigðisþjónustu. Komugjöld í heilbrigðisþjónustu eru lífeyristökum of dýr og ríkið spólar í sama hjólfarinu mánuð eftir mánuð, engin lausn í sjónmáli, og kostnaðurinn eykst á báða bóga. Vanræksla nú og síðustu ára kallar á dýrari aðgerðir síðar. Það nefnilega kostar mest að gera ekkert og það kostar að halda fólki í fátækt. Við lifum og hrærumst í umhverfi þar sem verðbólga er nær 10% og ríkisstjórnin hefur ákveðið að hækka lífeyri okkar um aðeins 2,5%. Staðan er hörmuleg og mikiðáhyggjuefni. Í þessari stöðu skapast aukin misskipting þar sem efnamikið fólk hefur mestan ávinning, á meðan þau sem verst standa berjast hvern einasta dag við að lifa af. Það er óréttlátt að svomikill ójöfuður sé milli þeirra auðugu og þeirra sem berjast við draga fram lífið á of fáum krónum. Við verðum að standa saman, hækka röddina ogkrefjast aðgerða frá ríkisstjórninni. Við öll sem samfélagið byggjum verðum að taka þátt í að breyta stefnunni, skapa umhverfi sem hefur jöfnuðí fyrirrúmi – þar sem öll njóta. Ójöfnuður má ekki þróast enn frekar. Þetta er viðfangsefni er allra, og við sem byggjum samfélagið þurfum að berjast fyrir því sem rétt er. Látum sjá okkur, Hækkum röddina og berjumst fyrir réttlæti og jöfnuði. Sköpum samfélag þar sem öll hafa jafnan og réttlátan aðgang að velsældinni sem boðuð er. Velsæld sem við öll eigum að njóta. Við erum öflug, við erum áhrifamikilog við munum skapa breytingar. Stöndum saman krefjumst réttlætis og jöfnuðar. Rísum upp! Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun