Tillaga sáttasemjara um svokallaða sáttagreiðslu réði úrslitum í nótt og varð til þess að nýr kjarasamningur var undirritaður eftir tæplega sólarhrings samningalotu milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB, að sögn formannsins.
Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir alvarlegt bílslys sem varð á Suðurlandsvegi og þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis vegna tveggja aðskilinna vélhjólaslysa.
Þá fjöllum við um björgunaraðgerðir í Amazon-regnskóginum í Kólumbíu, skoðum framkvæmdir í Hljómskálagarði og skellum okkur á Color Run.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.