Sáttagreiðsla hafi ráðið úrslitum Helena Rós Sturludóttir skrifar 10. júní 2023 21:30 Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. Stöð 2/Steingrímur Dúi Tillaga sáttasemjara um svokallaða sáttagreiðslu réði úrslitum í nótt og varð til þess að nýr kjarasamningur var undirritaður eftir tæplega sólarhrings samningalotu mili Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB, að sögn formannsins. Samningurinn var undirritaður um sjöleytið í morgun og hefur verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum nú verið aflýst. Formaður BSRB er ánægð að deilunni sé lokið. „Þegar við lögðum af stað í baráttuna og raunverulega fórum í atkvæðagreiðsluna um verkföll þá voru þrjú atriði sem stóðu út af það var þessi krafa um eingreiðslu upp á 128 þúsund, þetta var hækkun á lægstu laununum, sem að nær til um helmings okkar félagsfólks og síðan var það þá aukagreiðslur fyrir starfsfólk leikskóla og heimaþjónustu. Og við teljum okkur hafa náð ansi langt í áttina að þessum markmiðum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Tillaga sáttasemjara landaði samningnum Mánaðarlaun félagsfólks hækka að lágmarki um 35 þúsund krónur og desemberuppbót þess árs verður 131 þúsund krónur. Auk þess var samið um hækkun á lægstu launum og viðbótargreiðslur fyrir tiltekin starfsheiti. Þá náðist samkomulag um sáttagreiðslu að upphæð 105 þúsund krónur sem verður greidd út næstu mánaðarmót. „Það sem réðu raunverulega úrslitum í nótt var þessi tillaga sáttasemjaranna, svokölluð innanhúss tillaga um þá þessa sáttagreiðslu og hún er þá komin til vegna þess að við vildum leysa úr deilunni og fara í sáttina,“ segir Sonja Ýr. Samstaðan stendur upp úr Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði í hádegisfréttum í dag að það sem stæði upp úr væri að sátt hafi náðst og að verkföllum væri nú lokið. „Í grunninn það sem stendur upp úr í þessari baráttu er auðvitað bara gríðarleg samstaða milli okkar fólks og baráttu þrekið og líka stuðningurinn í samfélaginu öllu. Og ég held að það hafi leitt til þess að við höfum svona náð langleiðina í átt að okkar markmiðum,“ segir Sonja Ýr. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ánægð að ná sátt og að lægstu laun hækki Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist ánægð með að hafa náð sátt við BSRB og að lægstu laun hækki. Sáttagreiðsla hafi reynst svarið við kröfum um afturvirkni og segir hún það hafa mikla þýðingu að geta hafið aftur venjubundin störf í sveitarfélögunum. 10. júní 2023 11:31 Búið að semja og öllum verkföllum aflýst Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst. 10. júní 2023 07:54 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Samningurinn var undirritaður um sjöleytið í morgun og hefur verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum nú verið aflýst. Formaður BSRB er ánægð að deilunni sé lokið. „Þegar við lögðum af stað í baráttuna og raunverulega fórum í atkvæðagreiðsluna um verkföll þá voru þrjú atriði sem stóðu út af það var þessi krafa um eingreiðslu upp á 128 þúsund, þetta var hækkun á lægstu laununum, sem að nær til um helmings okkar félagsfólks og síðan var það þá aukagreiðslur fyrir starfsfólk leikskóla og heimaþjónustu. Og við teljum okkur hafa náð ansi langt í áttina að þessum markmiðum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Tillaga sáttasemjara landaði samningnum Mánaðarlaun félagsfólks hækka að lágmarki um 35 þúsund krónur og desemberuppbót þess árs verður 131 þúsund krónur. Auk þess var samið um hækkun á lægstu launum og viðbótargreiðslur fyrir tiltekin starfsheiti. Þá náðist samkomulag um sáttagreiðslu að upphæð 105 þúsund krónur sem verður greidd út næstu mánaðarmót. „Það sem réðu raunverulega úrslitum í nótt var þessi tillaga sáttasemjaranna, svokölluð innanhúss tillaga um þá þessa sáttagreiðslu og hún er þá komin til vegna þess að við vildum leysa úr deilunni og fara í sáttina,“ segir Sonja Ýr. Samstaðan stendur upp úr Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði í hádegisfréttum í dag að það sem stæði upp úr væri að sátt hafi náðst og að verkföllum væri nú lokið. „Í grunninn það sem stendur upp úr í þessari baráttu er auðvitað bara gríðarleg samstaða milli okkar fólks og baráttu þrekið og líka stuðningurinn í samfélaginu öllu. Og ég held að það hafi leitt til þess að við höfum svona náð langleiðina í átt að okkar markmiðum,“ segir Sonja Ýr.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ánægð að ná sátt og að lægstu laun hækki Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist ánægð með að hafa náð sátt við BSRB og að lægstu laun hækki. Sáttagreiðsla hafi reynst svarið við kröfum um afturvirkni og segir hún það hafa mikla þýðingu að geta hafið aftur venjubundin störf í sveitarfélögunum. 10. júní 2023 11:31 Búið að semja og öllum verkföllum aflýst Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst. 10. júní 2023 07:54 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Ánægð að ná sátt og að lægstu laun hækki Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist ánægð með að hafa náð sátt við BSRB og að lægstu laun hækki. Sáttagreiðsla hafi reynst svarið við kröfum um afturvirkni og segir hún það hafa mikla þýðingu að geta hafið aftur venjubundin störf í sveitarfélögunum. 10. júní 2023 11:31
Búið að semja og öllum verkföllum aflýst Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst. 10. júní 2023 07:54