Messi í Miami mun bylta MLS-deildinni þökk sé Apple og Adidas Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2023 07:57 Messi mætir í MLS-deildina í Miami. Vísir/Getty Lionel Messi hefur ákveðið að hans næsta skref á knattspyrnuferlinum verði tekið í Miami í Bandaríkjunum. Heimsmeistarinn hefur samið við Inter Miami og stefnir á að gera slökustu sóknarlínu MLS-deildarinnar samkeppnishæfa. Ljóst er að koma hans í deildina mun auka áhuga á henni til muna. Hinn 35 ára gamli Messi staðfesti á dögunum að Inter Miami yrði þriðja liðið sem hann myndi spila fyrir á atvinnumannaferli sínum. Hann hóf ferilinn eins og alþjóð veit í Katalóníu hjá Barcelona en færði sig til París Saint-Germain árið 2021. Samningur hans þar er við það að renna út og þó það hafi verið orðrómar um að hann myndi snúa aftur til Katalóníu eða þá til Sádi-Arabíu sem virðist vera í tísku þá ákvað Messi að halda til Miami. Messi er ekki fyrsti leikmaðurinn sem gengur til liðs við MLS-deildina en margar stjörnur hafa ákveðið að enda ferilinn í Bandaríkjunum. Það virðist þó sem samningur Messi sé ekki líkur neinu sem við höfum séð áður. Samkvæmt erlendum fréttamiðlum fær Messi 53 milljónir Bandaríkjadala frá Inter Miami á ári eða tæplega sjö og hálfan milljarð íslenskra króna. Með þessu verður Messi fimmti launahæsti íþróttamaðurinn í Bandaríkjunum en það sem meira er, Apple og Adidas munu einnig greiða honum svo reikna má með að tékkinn verði enn hærri. Apple á réttinn að MLS-deildinni og selur svokallaðan „League Pass“ fyrir alla leiki deildarinnar. Mun Messi fá prósentu af þeim fjölda sem kaupir sér áskrift sérstaklega til að sjá hann spila. Þá mun hann fá hluta af treyjusölu Inter Miami en félagið leikur í Adidas. Ofan á allt þetta mun Messi fá eignarhlut í félaginu sjálfu. From @TheAthleticFC: Lionel Messi and Inter Miami are set to embark on one of the most fascinating MLS experiments yet.How does the world's best player perform when you put him in the division's worst team? https://t.co/c4sqaY0tDy— The New York Times (@nytimes) June 10, 2023 Búist er við miklu af Messi og tæknilega séð gæti hann spilað sína fyrstu leiki strax í júlí eftir að samningur hans við PSG rennur út og hann verður tilkynntur sem leikmaður Inter Miami. Það gæti þó farið svo að leikmaðurinn taki sér örlítið sumarfrí þar sem hann er farinn að nálgast 36 ára afmælisdaginn. Það sem er vitað er að Messi vill fá fleiri stór nöfn til liðs við Inter Miami. Sergio Busquets og Ángel Di María hafa verið nefndir til sögunnar en eitthvað þarf að breytast hjá liðinu sem er með lélegustu sóknarlínu deildarinnar. Einnig er ljóst að innkoma hans mun auka áhuga á deildinni til muna en miðasala á leiki Inter Miami hefur þegar aukist þó ekki sé vitað hvenær Messi mun leika sinn fyrsta leik. Sem stendur er Inter Miami í 15. og neðsta sæti Austurdeildar. Liðið er þó aðeins sex stigum frá því að komast í umspil um sæti í úrslitakeppninni og hver veit nema innkoma Messi verði sú innspýting sem liðið þarf. Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Fleiri fréttir Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Messi staðfesti á dögunum að Inter Miami yrði þriðja liðið sem hann myndi spila fyrir á atvinnumannaferli sínum. Hann hóf ferilinn eins og alþjóð veit í Katalóníu hjá Barcelona en færði sig til París Saint-Germain árið 2021. Samningur hans þar er við það að renna út og þó það hafi verið orðrómar um að hann myndi snúa aftur til Katalóníu eða þá til Sádi-Arabíu sem virðist vera í tísku þá ákvað Messi að halda til Miami. Messi er ekki fyrsti leikmaðurinn sem gengur til liðs við MLS-deildina en margar stjörnur hafa ákveðið að enda ferilinn í Bandaríkjunum. Það virðist þó sem samningur Messi sé ekki líkur neinu sem við höfum séð áður. Samkvæmt erlendum fréttamiðlum fær Messi 53 milljónir Bandaríkjadala frá Inter Miami á ári eða tæplega sjö og hálfan milljarð íslenskra króna. Með þessu verður Messi fimmti launahæsti íþróttamaðurinn í Bandaríkjunum en það sem meira er, Apple og Adidas munu einnig greiða honum svo reikna má með að tékkinn verði enn hærri. Apple á réttinn að MLS-deildinni og selur svokallaðan „League Pass“ fyrir alla leiki deildarinnar. Mun Messi fá prósentu af þeim fjölda sem kaupir sér áskrift sérstaklega til að sjá hann spila. Þá mun hann fá hluta af treyjusölu Inter Miami en félagið leikur í Adidas. Ofan á allt þetta mun Messi fá eignarhlut í félaginu sjálfu. From @TheAthleticFC: Lionel Messi and Inter Miami are set to embark on one of the most fascinating MLS experiments yet.How does the world's best player perform when you put him in the division's worst team? https://t.co/c4sqaY0tDy— The New York Times (@nytimes) June 10, 2023 Búist er við miklu af Messi og tæknilega séð gæti hann spilað sína fyrstu leiki strax í júlí eftir að samningur hans við PSG rennur út og hann verður tilkynntur sem leikmaður Inter Miami. Það gæti þó farið svo að leikmaðurinn taki sér örlítið sumarfrí þar sem hann er farinn að nálgast 36 ára afmælisdaginn. Það sem er vitað er að Messi vill fá fleiri stór nöfn til liðs við Inter Miami. Sergio Busquets og Ángel Di María hafa verið nefndir til sögunnar en eitthvað þarf að breytast hjá liðinu sem er með lélegustu sóknarlínu deildarinnar. Einnig er ljóst að innkoma hans mun auka áhuga á deildinni til muna en miðasala á leiki Inter Miami hefur þegar aukist þó ekki sé vitað hvenær Messi mun leika sinn fyrsta leik. Sem stendur er Inter Miami í 15. og neðsta sæti Austurdeildar. Liðið er þó aðeins sex stigum frá því að komast í umspil um sæti í úrslitakeppninni og hver veit nema innkoma Messi verði sú innspýting sem liðið þarf.
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Fleiri fréttir Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð