Fótbolti

Útskrifaðist sem endurskoðandi áður en hann hélt í atvinnumennsku

Jón Már Ferro skrifar
Åge Hareide hefur mikla útgeislun í fjölmiðlum. 
Åge Hareide hefur mikla útgeislun í fjölmiðlum.  vísir/Egill

Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands útskrifaðist sem endurskoðandi áður en hann hélt til Englands að spila með Manchester City og Norwich á Englandi. 

„Það var mjög gaman að spila þar því þetta var allt öðruvísi en áhugamennskunni í Noregi. Það var spennandi en erfitt að fara til Englands,“ segir Hareide.

„Ég er frá eyju rétt fyrir utan vesturströnd Noregs en ég hef alltaf átt heimili í Molde, 25 þúsund manna bæ á vesturströndinni. Ég lærði og stofnaði fjölskyldu þar. Ég hef alltaf verið með heimili í Molde þrátt fyrir að ferðast sem þjálfari á Norðurlöndunum,“ segir Hareide.

Hann segist vera stuðningsmaður Manchester City eftir góð ár hjá enska félaginu. 

„Ég spilaði á Englandi í þrjú ár með Manchester City og Norwich. Sem þjálfari hef ég verið í Kaupmannahöfn og Osló með norska landsliðið og danska landsliðið. Malmö, Helsinborg og Rosenborg. Svo ég hef ferðast mikið um,“ segir Hareide.

Fyrsta liðið sem Hareide spilaði með var Hødd en hann var þar til 22 ára aldurs áður en hann fór í Molde. Þangað fór hann til að læra að vera endurskoðandi. Hann kláraði námið áður en hann fór í atvinnumennsku. Eftir að hann kom heim frá Englandi þjálfaði hann Molde.

„Á þessum tíma var ekki atvinnumennska í Noregi. Ég var annar atvinnumaðurinn til að fara frá Norðurlöndunum til Englands. Það voru ekki margir leikmenn frá Norðurlöndunum á Englandi á þessum tíma,“ segir Hareide.

Hann segir að Manchester City liðið á þeim tíma hafi verið mjög ólíkt liðinu sem við þekkjum í dag.

„Þetta var öðruvísi en liðið var í efstu deild. Leikirnir við Manchester United voru frábærir leikir. Á þeim tíma var Liverpool besta liðið í Evrópu. Þeir urðu Evrópumeistarar og unnu ensku deildina líka,“ segir Hareide.

Viðtalið í heild sinni er í spilaranum hér að neðan. Viðtalið við Hareide hefst á 1:00:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×