Komi til allsherjarverkfalls muni það hafa gríðarleg áhrif Helena Rós Sturludóttir skrifar 11. júní 2023 12:27 Andri Reyr Haraldsson, varaformaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir líklegt að til verkfalla komi. Vísir/Samsett mynd Rafiðnaðarsamband Íslands reiknar fastlega með því að til verkfalla komi í lok mánaðar að sögn varaformanns sambandsins, þar sem ekki hefur tekist að semja um kjarasamning við Landsnet. Verkfall muni hafa áhrif á raforkudreifingu á landinu öllu.Kjaraviðræður Rafiðnaðarsambandsins og Landsnets eru í hnút. Á mánudag slitnaði upp úr viðræðum á fundi hjá ríkissáttasemjara og segir Andri Reyr Haraldsson, varaformaður Rafinaðarsambands Íslands, ágreininginn einna helst snúa að grunnkröfum. „Við metum svo að starfsfólk Landsnets sé komið langt á eftir í grunnlaunum og miðað við sambærilega hópa þá eiga þau mjög langt í land með að ná sömu grunnlaunum. Þau eru að halda uppi sínum launum með bullandi yfirvinnu og bakvöktum og slíku sem í nútímasamfélagi er ekki alveg stefnan,“ segir Andri. Óljóst með heimilin Niðurstöður úr atkvæðagreiðslu félagsmanna muni liggja fyrir 21. júní og ef til verkfalla komi muni þau hefjast undir lok mánaðar. „Landsnet dreifir raforku til söluaðila og er lykilþáttur varðandi álverin og fleira þannig þetta mun hafa mjög víðtæk áhrif komi til allsherjarverkfalls og eins með viðhald á innviðum og raforkuinnviðum. Þetta mun klárlega hafa gríðarleg áhrif,“ segir hann jafnframt. Ekki liggi nákvæmlega fyrir hversu mikil áhrif verkfall gæti þýtt fyrir heimilin og rafmagn til heimila. Að sögn Andra hefur Landsnet ekki sýnt nægilegan vilja til samninga í viðræðum. „Sýna ekki beint þessum störfum skilning, hvað þetta er mikið álag, hvað það er mikil fórnfýsi í þessum hóp og það er kannski þar sem vantar einhvern skilning stjórnenda Landsnets og svo má ekki gleyma því að Samtök atvinnulífsins stýra viðræðum fyrir hönd Landsnets, þannig maður veit ekki hvar skortir á samningsviljann,“ segir Andri. Hópurinn sem muni fara í verkfall sé ekki stór, eða um fjörutíu manns, sem sinni þó gríðarlega stóru hlutverki fyrir raforkudreifingu landsins. „Þetta er fólk sem er að vinna á hátíðisdögum mjög oft, þetta fólk sem er kallað út á hvaða tímum sólarhrings sem er þótt það sé ekki einu sinni á bakvakt. Þannig þetta er ofboðslega mikilvægur hópur fyrir okkar innviði,“ segir Andri. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir RSÍ og VM sömdu einnig við Orkuveituna Kjarasamningur Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur var undirritaður í dag. 20. mars 2023 17:52 Kristján endurkjörinn formaður Kristján Þórður Snæbjarnarson var endurkjörinn formaður Rafiðnaðarsambands Íslands á tuttugasta þingi sambandsins sem lauk í dag. Einnig var Andri Reyr Haraldsson kjörinn varaformaður, Jakob Tryggvason var kjörinn gjaldkeri og Bára Laxdal Halldórsdóttir ritari. 6. maí 2023 15:48 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Rafiðnaðarsamband Íslands reiknar fastlega með því að til verkfalla komi í lok mánaðar að sögn varaformanns sambandsins, þar sem ekki hefur tekist að semja um kjarasamning við Landsnet. Verkfall muni hafa áhrif á raforkudreifingu á landinu öllu.Kjaraviðræður Rafiðnaðarsambandsins og Landsnets eru í hnút. Á mánudag slitnaði upp úr viðræðum á fundi hjá ríkissáttasemjara og segir Andri Reyr Haraldsson, varaformaður Rafinaðarsambands Íslands, ágreininginn einna helst snúa að grunnkröfum. „Við metum svo að starfsfólk Landsnets sé komið langt á eftir í grunnlaunum og miðað við sambærilega hópa þá eiga þau mjög langt í land með að ná sömu grunnlaunum. Þau eru að halda uppi sínum launum með bullandi yfirvinnu og bakvöktum og slíku sem í nútímasamfélagi er ekki alveg stefnan,“ segir Andri. Óljóst með heimilin Niðurstöður úr atkvæðagreiðslu félagsmanna muni liggja fyrir 21. júní og ef til verkfalla komi muni þau hefjast undir lok mánaðar. „Landsnet dreifir raforku til söluaðila og er lykilþáttur varðandi álverin og fleira þannig þetta mun hafa mjög víðtæk áhrif komi til allsherjarverkfalls og eins með viðhald á innviðum og raforkuinnviðum. Þetta mun klárlega hafa gríðarleg áhrif,“ segir hann jafnframt. Ekki liggi nákvæmlega fyrir hversu mikil áhrif verkfall gæti þýtt fyrir heimilin og rafmagn til heimila. Að sögn Andra hefur Landsnet ekki sýnt nægilegan vilja til samninga í viðræðum. „Sýna ekki beint þessum störfum skilning, hvað þetta er mikið álag, hvað það er mikil fórnfýsi í þessum hóp og það er kannski þar sem vantar einhvern skilning stjórnenda Landsnets og svo má ekki gleyma því að Samtök atvinnulífsins stýra viðræðum fyrir hönd Landsnets, þannig maður veit ekki hvar skortir á samningsviljann,“ segir Andri. Hópurinn sem muni fara í verkfall sé ekki stór, eða um fjörutíu manns, sem sinni þó gríðarlega stóru hlutverki fyrir raforkudreifingu landsins. „Þetta er fólk sem er að vinna á hátíðisdögum mjög oft, þetta fólk sem er kallað út á hvaða tímum sólarhrings sem er þótt það sé ekki einu sinni á bakvakt. Þannig þetta er ofboðslega mikilvægur hópur fyrir okkar innviði,“ segir Andri.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir RSÍ og VM sömdu einnig við Orkuveituna Kjarasamningur Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur var undirritaður í dag. 20. mars 2023 17:52 Kristján endurkjörinn formaður Kristján Þórður Snæbjarnarson var endurkjörinn formaður Rafiðnaðarsambands Íslands á tuttugasta þingi sambandsins sem lauk í dag. Einnig var Andri Reyr Haraldsson kjörinn varaformaður, Jakob Tryggvason var kjörinn gjaldkeri og Bára Laxdal Halldórsdóttir ritari. 6. maí 2023 15:48 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
RSÍ og VM sömdu einnig við Orkuveituna Kjarasamningur Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur var undirritaður í dag. 20. mars 2023 17:52
Kristján endurkjörinn formaður Kristján Þórður Snæbjarnarson var endurkjörinn formaður Rafiðnaðarsambands Íslands á tuttugasta þingi sambandsins sem lauk í dag. Einnig var Andri Reyr Haraldsson kjörinn varaformaður, Jakob Tryggvason var kjörinn gjaldkeri og Bára Laxdal Halldórsdóttir ritari. 6. maí 2023 15:48
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent