Þorgerður Katrín bregst við gagnrýni: „Þessi leiðu mistök breyta hins vegar ekki stóru myndinni“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 11. júní 2023 14:01 Samtökin sögðu Þorgerður Katrín hafa haldið því ranglega fram að formaður samtakanna væri heiðursræðismaður Rússa á Íslandi. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar viðurkennir að hafa ranglega sagt formann Samtaka fyrirtækja í landbúnaði og aðstoðarforstjóra Kaupfélags Skagfirðinga vera heiðursræðismann Rússa á Íslandi. Um er að ræða forstöðumann kjötafurðarstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga sem samhliða störfum sínum fyrir Kaupfélagið er heiðursræðismaður Rússlands hér á landi. Þetta kemur fram í færslu sem Þorgerður Katrín birti á facebooksíðu sinni fyrr í dag. Líkt og fram í frétt Vísis gær sendu Samtök fyrirtækja í landbúnaði frá sér yfirlýsingu vegna umræðu á Alþingi þann 9. júní síðastliðinn. um framlengingu niðurfellingar tolla á vörur upprunnar í Úkraínu. Samtökin segja Þorgerði Katrínu hafa gefið í skyn í umræðum á Alþingi að samtökin styddu ekki við Úkraínumenn í baráttu sinni gegn innrás Rússlands. Þá kemur fram að Þorgerður Katrín hafi haldið því ranglega fram að formaður samtakanna væri heiðursræðismaður Rússa á Íslandi og sagt það setja ábendingar samtakanna, um að vænlegra væri að velja önnur stuðningsform en niðurfellingu tolla til að styðja við Úkraínu, í enn verra ljós. Í yfirlýsingunni segjast samtökin „harma þennan rógburð alþingismannsins úr pontu Alþingis Íslendinga.“ Almannahagsmunir framar sérhagsmunum Í fyrrnefndri facebookfærslu segir Þorgerður Katrín að henni sé ljúft og skylt að leiðrétta þetta, eftir yfirlýsingu samtakanna þar um. „Þessi leiðu mistök breyta hins vegar ekki stóru myndinni og málinu sjálfu. Þeirri staðreynd að Framsóknarflokkurinn og stöku þingmenn Sjálfstæðisflokks vildu ekki framlengja ákvæði um tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara til að styðja við efnahags- og atvinnulíf þar í landi sem af augljósum ástæðum er í lamasessi. Og mér þykir það aumt af okkar hálfu. Því þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda er komið í ljós að stuðningur okkar við Úkraínu er ekki skilyrðislaus. Stuðningur og samhugur þessarar ríkisstjórnar stöðvast við tollfrjálsar kjúklingabringur vegna skammtímahagsmuna þröngs hóps í atvinnulífinu. Sumir þingmenn hafa beinlínis viðurkennt að ákvörðunin hafi orðið vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum í landbúnaði.“ Þorgerður Katrín tekur fram að á meðan hafi bæði Bretland og Evrópusambandið endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tollanna í breiðri sátt. „Í fyrrnefndri yfirlýsingu finna Samtök fyrirtækja í landbúnaði einnig að því að engar mótvægisaðgerðir fyrir íslenska framleiðendur hafi verið að finna hjá stjórnvöldum samhliða því að hugmyndir um að framlengja niðurfellingu tollanna voru viðraðar. Sem formaður Viðreisnar get ég ekki annað en boðið þau velkomin í hóp okkar sem berjumst fyrir stuðningskerfunum sem ESB tryggir bændum og ræktendum í okkar heimshluta og aðgengi að stærri markaði fyrir okkar frábæru íslensku vörur. Þá vona ég einnig að samtökin hætti að berjast fyrir sérreglum og undanþágum fyrir sig frá samkeppnislögum. Það er ekki margt sem við Íslendingar getum gert til að styðja Úkraínu. En við eigum að sjá sóma okkar í því að stilla okkur upp með þeim þjóðum sem eru samstíga okkur í baráttunni við afturhaldsöfl Pútíns,“ ritar Þorgerður Katrín og endar færsluna á þessum orðum: „Sjaldan hafa einkennisorð Viðreisnar átt betur við en í þessu máli - almannahagsmunir framar sérhagsmunum.“ Landbúnaður Alþingi Viðreisn Skattar og tollar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu sem Þorgerður Katrín birti á facebooksíðu sinni fyrr í dag. Líkt og fram í frétt Vísis gær sendu Samtök fyrirtækja í landbúnaði frá sér yfirlýsingu vegna umræðu á Alþingi þann 9. júní síðastliðinn. um framlengingu niðurfellingar tolla á vörur upprunnar í Úkraínu. Samtökin segja Þorgerði Katrínu hafa gefið í skyn í umræðum á Alþingi að samtökin styddu ekki við Úkraínumenn í baráttu sinni gegn innrás Rússlands. Þá kemur fram að Þorgerður Katrín hafi haldið því ranglega fram að formaður samtakanna væri heiðursræðismaður Rússa á Íslandi og sagt það setja ábendingar samtakanna, um að vænlegra væri að velja önnur stuðningsform en niðurfellingu tolla til að styðja við Úkraínu, í enn verra ljós. Í yfirlýsingunni segjast samtökin „harma þennan rógburð alþingismannsins úr pontu Alþingis Íslendinga.“ Almannahagsmunir framar sérhagsmunum Í fyrrnefndri facebookfærslu segir Þorgerður Katrín að henni sé ljúft og skylt að leiðrétta þetta, eftir yfirlýsingu samtakanna þar um. „Þessi leiðu mistök breyta hins vegar ekki stóru myndinni og málinu sjálfu. Þeirri staðreynd að Framsóknarflokkurinn og stöku þingmenn Sjálfstæðisflokks vildu ekki framlengja ákvæði um tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara til að styðja við efnahags- og atvinnulíf þar í landi sem af augljósum ástæðum er í lamasessi. Og mér þykir það aumt af okkar hálfu. Því þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda er komið í ljós að stuðningur okkar við Úkraínu er ekki skilyrðislaus. Stuðningur og samhugur þessarar ríkisstjórnar stöðvast við tollfrjálsar kjúklingabringur vegna skammtímahagsmuna þröngs hóps í atvinnulífinu. Sumir þingmenn hafa beinlínis viðurkennt að ákvörðunin hafi orðið vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum í landbúnaði.“ Þorgerður Katrín tekur fram að á meðan hafi bæði Bretland og Evrópusambandið endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tollanna í breiðri sátt. „Í fyrrnefndri yfirlýsingu finna Samtök fyrirtækja í landbúnaði einnig að því að engar mótvægisaðgerðir fyrir íslenska framleiðendur hafi verið að finna hjá stjórnvöldum samhliða því að hugmyndir um að framlengja niðurfellingu tollanna voru viðraðar. Sem formaður Viðreisnar get ég ekki annað en boðið þau velkomin í hóp okkar sem berjumst fyrir stuðningskerfunum sem ESB tryggir bændum og ræktendum í okkar heimshluta og aðgengi að stærri markaði fyrir okkar frábæru íslensku vörur. Þá vona ég einnig að samtökin hætti að berjast fyrir sérreglum og undanþágum fyrir sig frá samkeppnislögum. Það er ekki margt sem við Íslendingar getum gert til að styðja Úkraínu. En við eigum að sjá sóma okkar í því að stilla okkur upp með þeim þjóðum sem eru samstíga okkur í baráttunni við afturhaldsöfl Pútíns,“ ritar Þorgerður Katrín og endar færsluna á þessum orðum: „Sjaldan hafa einkennisorð Viðreisnar átt betur við en í þessu máli - almannahagsmunir framar sérhagsmunum.“
Landbúnaður Alþingi Viðreisn Skattar og tollar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Sjá meira