Andri Lucas byrjaði í fremstu línu hjá Norrköping þegar liðið sótti Djurgården heim. Arnór Ingvi Traustason var á miðri miðjunni og fyrirliðabandið á meðan Ari Freyr Skúlason hóf leik á bekknum en kom inn í síðari hálfleik.
Gestirnir í Norrköping byrjuðu vel og voru komnir tveimur mörkum yfir þegar heimamenn fengu aukaspyrnu út á hægri vængnum. Boltanum var spyrnt inn á teig þar sem hann fór af höfði Andra Lucas og í netið, staðan 1-2 í hálfleik.
Djurgården reducerar! Pekings Andri Gudjohnsen skarvar in bollen i eget mål
— discovery+ sport (@dplus_sportSE) June 11, 2023
Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/A4OcbhRfiN
Í þeim síðari jöfnuðu heimamenn og þar við sat, lokatölur 2-2. Jafnteflið skilur Norrköping eftir í 8. sæti með aðeins 18 stig að loknum 12 umferðum.
Valgeir Lunddal Friðriksson byrjaði í hægri bakverðinum hjá Häcken sem vann öruggan 3-0 sigur á Mjällby. Häcken er í 3. sæti með 28 stig, stigi minna en Elfsborg sem vann AIK 2-1 á útivelli fyrr í dag.
Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki Elfsborg að venju og Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði fyrri hálfleikinn. Þá var Aron Bjarnason í byrjunarliði Sirius sem vann Gautaborg 2-0.