Börnin tala lítið en eru á batavegi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. júní 2023 20:32 Forseti landsins heimsótti börnin í gær. AP Börnin fjögur, sem fundust í Amazon regnskóginum eftir fjörutíu daga leit, hittu ættingja sína á sjúkrahúsi í Bogotá í gærkvöldi. Þau eru veikburða og tala lítið sem ekkert en hafa greint frá því að týndur hundur hafi veitt þeim félagsskap í skóginum. Gleðistund ríkti á sjúkrahúsinu í gær þegar systkinin fjögur hittu ættingja sína aftur eftir fjörutíu daga lífsbaráttu í skóginum. Barnanna hafði verið leitað frá því að flugvél fórst þann fyrsta maí með þeim afleiðingum að móðir barnanna, ættingi og flugstjóri vélarinnar fórust. Geta ekki neytt matar Börnin voru flutt veikburða á sjúkrahús þar sem forseti Kólumbíu heimsótti þau í dag ásamt varnarmálaráðherra landsins. „Börnin eru á batavegi og fá vökva í æð samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu. Aðstæður þeirra voru afar erfiðar og þau geta ekki enn neytt matar með hefðbundnum hætti,“ segir Iván Velásquez, varnarmálaráðherra Kólumbíu. Langt baraferli er framundan hjá systkinunum sem eru einungis ellefu mánaða, fjögurra, níu og þrettán ára. „Líðan eins árs stúlkunnar er stöðug. Hún er sú sem krefst mestrar athygli út frá næringarsjónarmiðum. Við munum hefja þetta ferli með þverfaglegu teymi og fjölskyldunni. Ferlið er ekki stutt heldur miðlungs- til langs tíma,“ segir Carlos Rincon Arango, aðstoðarlækningaforstjóri hersjúkrahússins. Afinn hitti barnabörnin Afi barnanna heimsótti þau á sjúkrahúsið í dag og sagði börnin glöð að sjá loks ættingja. Hann vonar að líf þeirra verði bærilegra með hverjum deginum. „Ég hitti barnabörnin mín. Þau eru á lífi en eru dálítið veikburða. Ég veit að þau eru í góðum höndum á sjúkrahúsinu. Ég veit að allt mun fara vel. Við munum heimsækja þau sem oftast. Það tekur sinn tíma fyrir þau að ná heilsu aftur,“ Fidencio Valencia, afi barnanna. Dásamlegt að sjá þau leika sér Börnin tala ekki mikið en hafa greint frá því að hundur, sem greinilega var týndur, hafi veitt þeim félagsskap í skóginum. Sérfræðingur sem veitir þeim áfallahjálp segir að þrátt fyrir að þau tjái sig lítið langi þau til að leika sér. „Það er dásamlegt að sjá barn leika sér. Þau tala ekki enn eins mikið og maður vildi. Við skulum gefa þeim meiri tíma,“ Astrid Caceres, forstöðumaður Fjölskylduverndarstofnunar Kólumbíu. Kólumbía Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Gleðistund ríkti á sjúkrahúsinu í gær þegar systkinin fjögur hittu ættingja sína aftur eftir fjörutíu daga lífsbaráttu í skóginum. Barnanna hafði verið leitað frá því að flugvél fórst þann fyrsta maí með þeim afleiðingum að móðir barnanna, ættingi og flugstjóri vélarinnar fórust. Geta ekki neytt matar Börnin voru flutt veikburða á sjúkrahús þar sem forseti Kólumbíu heimsótti þau í dag ásamt varnarmálaráðherra landsins. „Börnin eru á batavegi og fá vökva í æð samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu. Aðstæður þeirra voru afar erfiðar og þau geta ekki enn neytt matar með hefðbundnum hætti,“ segir Iván Velásquez, varnarmálaráðherra Kólumbíu. Langt baraferli er framundan hjá systkinunum sem eru einungis ellefu mánaða, fjögurra, níu og þrettán ára. „Líðan eins árs stúlkunnar er stöðug. Hún er sú sem krefst mestrar athygli út frá næringarsjónarmiðum. Við munum hefja þetta ferli með þverfaglegu teymi og fjölskyldunni. Ferlið er ekki stutt heldur miðlungs- til langs tíma,“ segir Carlos Rincon Arango, aðstoðarlækningaforstjóri hersjúkrahússins. Afinn hitti barnabörnin Afi barnanna heimsótti þau á sjúkrahúsið í dag og sagði börnin glöð að sjá loks ættingja. Hann vonar að líf þeirra verði bærilegra með hverjum deginum. „Ég hitti barnabörnin mín. Þau eru á lífi en eru dálítið veikburða. Ég veit að þau eru í góðum höndum á sjúkrahúsinu. Ég veit að allt mun fara vel. Við munum heimsækja þau sem oftast. Það tekur sinn tíma fyrir þau að ná heilsu aftur,“ Fidencio Valencia, afi barnanna. Dásamlegt að sjá þau leika sér Börnin tala ekki mikið en hafa greint frá því að hundur, sem greinilega var týndur, hafi veitt þeim félagsskap í skóginum. Sérfræðingur sem veitir þeim áfallahjálp segir að þrátt fyrir að þau tjái sig lítið langi þau til að leika sér. „Það er dásamlegt að sjá barn leika sér. Þau tala ekki enn eins mikið og maður vildi. Við skulum gefa þeim meiri tíma,“ Astrid Caceres, forstöðumaður Fjölskylduverndarstofnunar Kólumbíu.
Kólumbía Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira