Sturgeon sleppt úr haldi Árni Sæberg skrifar 11. júní 2023 19:51 Nicola Sturgeon getur um frjálst höfuð strokið. Ken Jack/Getty Nicolu Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu að loknum yfirheyrslum. Hún var handtekin í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn á fjármögnun og fjármálum skoska þjóðarflokksins. Sturgeon var handtekin klukkan 10:09 að staðartíma í morgun og sleppt klukkan 17:24, að því er segir í frétt breska ríkissjónvarpsins um málið. „Ég er ekki í neinum vafa um það að ég er saklaus af öllu misferli,“ segir í yfirlýsingu sem Sturgeon birti á samfélagsmiðlinum Twitter, skömmu eftir að henni var sleppt. STATEMENT pic.twitter.com/MlpWJGzwi0— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) June 11, 2023 Hún segist hafa fengið áfall þegar hún var handtekin og að það hafi reynt mikið á hana. Þá þakkar hún öllum þeim sem hafa stutt hana undanfarnar vikur og fullyrðir að hún myndi aldrei gera nokkuð, sem er til þess fallið að skaða skosku þjóðina eða skoska þjóðarflokkinn. Mikið hefur gengið á hjá Sturgeon undanfarið. Húsleit var gerð á heimili hennar þann 5. apríl síðastliðinn, og einnig var gerð húsleit í höfuðstöðvum flokksins í Edinborg. Peter Murrell, eiginmaður Sturgeon og fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins, var handtekinn en síðar látinn laus án ákæru. Þá var Colin Beattie, gjaldkeri flokksins, einnig handtekinn í tengslum við sömu rannsókn lögreglu en honum var sleppt að lokinni skýrslutöku. Skotland Bretland Tengdar fréttir Nicola Sturgeon handtekin í tengslum við fjármálamisferli Nicola Sturgeon, fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands var handtekin nú í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn sem stendur yfir á fjármögnun og fjármálum Skoska þjóðarflokksins. Grunur leikur á að flokkurinn hafi misfarið með kosningaframlög uppá 600 þúsund pund. 11. júní 2023 14:28 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Sturgeon var handtekin klukkan 10:09 að staðartíma í morgun og sleppt klukkan 17:24, að því er segir í frétt breska ríkissjónvarpsins um málið. „Ég er ekki í neinum vafa um það að ég er saklaus af öllu misferli,“ segir í yfirlýsingu sem Sturgeon birti á samfélagsmiðlinum Twitter, skömmu eftir að henni var sleppt. STATEMENT pic.twitter.com/MlpWJGzwi0— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) June 11, 2023 Hún segist hafa fengið áfall þegar hún var handtekin og að það hafi reynt mikið á hana. Þá þakkar hún öllum þeim sem hafa stutt hana undanfarnar vikur og fullyrðir að hún myndi aldrei gera nokkuð, sem er til þess fallið að skaða skosku þjóðina eða skoska þjóðarflokkinn. Mikið hefur gengið á hjá Sturgeon undanfarið. Húsleit var gerð á heimili hennar þann 5. apríl síðastliðinn, og einnig var gerð húsleit í höfuðstöðvum flokksins í Edinborg. Peter Murrell, eiginmaður Sturgeon og fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins, var handtekinn en síðar látinn laus án ákæru. Þá var Colin Beattie, gjaldkeri flokksins, einnig handtekinn í tengslum við sömu rannsókn lögreglu en honum var sleppt að lokinni skýrslutöku.
Skotland Bretland Tengdar fréttir Nicola Sturgeon handtekin í tengslum við fjármálamisferli Nicola Sturgeon, fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands var handtekin nú í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn sem stendur yfir á fjármögnun og fjármálum Skoska þjóðarflokksins. Grunur leikur á að flokkurinn hafi misfarið með kosningaframlög uppá 600 þúsund pund. 11. júní 2023 14:28 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Nicola Sturgeon handtekin í tengslum við fjármálamisferli Nicola Sturgeon, fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands var handtekin nú í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn sem stendur yfir á fjármögnun og fjármálum Skoska þjóðarflokksins. Grunur leikur á að flokkurinn hafi misfarið með kosningaframlög uppá 600 þúsund pund. 11. júní 2023 14:28