Kærkomin hlý tunga í miðri viku Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. júní 2023 11:15 Sigurður segir að á höfuðborgarsvæðinu megi búast við 14 eða 15 gráðu hita á þriðjudag og miðvikudag. Vísir/Vilhelm Austurlandið er í sérflokki veðurfarslega séð um þessar mundir en köflótt verður á vesturhelmingi landsins næstu daga. Á þjóðhátíðardaginn eru mestar líkur á rigningu á Vestfjörðum. Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, títt nefndur Siggi Stormur, segir að austurhelmingur landsins verði í sérflokki í vikunni eins og verið hefur. Hitinn þar er að rísa og strax á morgun gæti hann farið yfir 20 gráður, kannski 22 eða 23 þar sem hlýjast verður. „Þetta er sannkallað Mallorca veður, með þurrki, sól og hægum vindi,“ segir Sigurður. Segir hann að lífsins gæðum sé misskipt, og á vesturhelmingi landsins verði áfram köflótt. Á höfuðborgarsvæðinu sé hins vegar svolítil hlýindatunga að seilast að landinu, með 14 til 15 gráðu hita á þriðjudag og miðvikudag. Ekki verður skellibjart heldur skýjað á köflum. Hiti getur orðið þreytandi „Það er synd hvernig Reykjavík og vestanvert landið hefur verið svalt og menn eru að kvarta yfir því. Við erum ekki að fara að sigla inn í neina bongó blíðu hérna. Þetta verður köflótt og gæti aðeins dropað,“ segir Sigurður. Vilji fólk komast í sólina verði það að halda austur. „Það má ekki gleyma því að það getur verið þreytandi að vera í svona miklum hita. Við Íslendingar erum almennt ekki sé með kælingar í húsunum okkar og menn geta orðið þreyttir á endalausum hita. Fólk verður þá að fara í næsta læk og kæla sig,“ segir Sigurður. Þurrt að kalla á þjóðhátíðardaginn Í lok vikunnar nálgast úrkomusvæði landið að vestan, með súld en Sigurður segir það vera afskaplega rýrt. Aðspurður um veðrið á þjóðhátíðardaginn, á laugardag, segir Sigurður að það verði áfram rjómablíða á austanverðu landinu. Áfram verður mikill hitamunur á landinu á þjóðhátíðardaginn. Á Vestfjörðum eru mestar líkur á rigningu.Vísir/Friðrik Þór Vestanlands munu hlýindin aðeins dvína. Jafn vel megi búast við einhverjum dropum en spám beri ekki saman um það. „Það verður þurrt að kalla og hiti um 10 gráður. Ef það verður úrkoma þá verður hún mest á Vestfjörðum. En það verður sumarblíða á austurhelmingi landsins, 20 gráður,“ segir Sigurður. Veður 17. júní Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Sjá meira
Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, títt nefndur Siggi Stormur, segir að austurhelmingur landsins verði í sérflokki í vikunni eins og verið hefur. Hitinn þar er að rísa og strax á morgun gæti hann farið yfir 20 gráður, kannski 22 eða 23 þar sem hlýjast verður. „Þetta er sannkallað Mallorca veður, með þurrki, sól og hægum vindi,“ segir Sigurður. Segir hann að lífsins gæðum sé misskipt, og á vesturhelmingi landsins verði áfram köflótt. Á höfuðborgarsvæðinu sé hins vegar svolítil hlýindatunga að seilast að landinu, með 14 til 15 gráðu hita á þriðjudag og miðvikudag. Ekki verður skellibjart heldur skýjað á köflum. Hiti getur orðið þreytandi „Það er synd hvernig Reykjavík og vestanvert landið hefur verið svalt og menn eru að kvarta yfir því. Við erum ekki að fara að sigla inn í neina bongó blíðu hérna. Þetta verður köflótt og gæti aðeins dropað,“ segir Sigurður. Vilji fólk komast í sólina verði það að halda austur. „Það má ekki gleyma því að það getur verið þreytandi að vera í svona miklum hita. Við Íslendingar erum almennt ekki sé með kælingar í húsunum okkar og menn geta orðið þreyttir á endalausum hita. Fólk verður þá að fara í næsta læk og kæla sig,“ segir Sigurður. Þurrt að kalla á þjóðhátíðardaginn Í lok vikunnar nálgast úrkomusvæði landið að vestan, með súld en Sigurður segir það vera afskaplega rýrt. Aðspurður um veðrið á þjóðhátíðardaginn, á laugardag, segir Sigurður að það verði áfram rjómablíða á austanverðu landinu. Áfram verður mikill hitamunur á landinu á þjóðhátíðardaginn. Á Vestfjörðum eru mestar líkur á rigningu.Vísir/Friðrik Þór Vestanlands munu hlýindin aðeins dvína. Jafn vel megi búast við einhverjum dropum en spám beri ekki saman um það. „Það verður þurrt að kalla og hiti um 10 gráður. Ef það verður úrkoma þá verður hún mest á Vestfjörðum. En það verður sumarblíða á austurhelmingi landsins, 20 gráður,“ segir Sigurður.
Veður 17. júní Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Sjá meira