Sigríður Margrét nýr framkvæmdastjóri SA Atli Ísleifsson skrifar 12. júní 2023 14:55 Sigríður Margrét Oddsdóttir hefur starfað sem forstjóri Lyfju. Vísir/Vilhelm Sigríður Margrét Oddsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hún tekur við starfinu af Halldóri Benjamín Þorbergssyni sem tekur við störfum sem forstjóri fasteignafélagsins Regins. Í tilkynningu segir að Sigríður Margrét muni hefja störf í september. Þá mun hún jafnframt láta af störfum sem forstjóri Lyfju. „Sigríður hefur starfað sem framkvæmdastjóri og forstjóri íslenskra fyrirtækja í tæp tuttugu ár. Sigríður hefur auk þess setið í stjórnum margra íslenskra fyrirtækja og hagsmunasamtaka. Sigríður er með B.Sc. gráðu í Rekstrarfræðum frá Háskólanum á Akureyri og hefur einnig sótt stjórnendanámskeið hjá IESE Business School og Harvard,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sigríði Margréti að öflugt atvinnulíf þýði að lífskjör á Íslandi verði áfram með því besta sem þekkist í heiminum. „Það er heiður að vera í forsvari fyrir Samtök atvinnulífsins, vinna með atvinnurekendum og þeim öfluga hópi fólks sem starfar hjá samtökunum. Verkefnin framundan eru brýn, ekki bara fyrir íslenskt atvinnulíf heldur samfélagið allt og ég er þakklát fyrir að fá tækifæri til að leggja mitt af mörkum,“ segir Sigríður Margrét. Miklar áskoranir og kjarasamningir lausir eftir sjö mánuði Þá er haft eftir Eyjólfi Árna Rafnssyni, formanni Samtaka atvinnulífsins, að áskorunin sem við stöndum frammi fyrir sé mikil, verðbólga sé há, vextir háir og kjarasamningar á almennum vinnumarkaði lausir eftir sjö mánuði. „Aðilar vinnumarkaðarins hafa átt í ágætu samtali allt frá því að núgildandi skammtímasamningar voru undirritaðir. En það er verk að vinna. Við náum ekki árangri nema með samstarfi, samtali og sameiginlegri sýn, stjórn Samtaka atvinnulífsins er sammála um það og við fögnum því að fá til liðs við okkur reynslumikinn stjórnanda,“ segir Eyjólfur Árni. Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mun sinna hlutverki framkvæmdastjóra SA þarf til Sigríður Margrét tekur við. Ávarpaði starfsfólk Lyfju Sigríður Margrét greindi starfsfólki Lyfju frá fréttunum á Workplace í morgun. Þar sagði hún „Ykkur til upplýsinga þá hef ég verið ráðin framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og mun hefja störf hjá þeim í september, þá mun ég jafnframt láta af störfum sem forstjóri Lyfju.“ Hún segist í skilaboðunum vera þakklát fyrir „tímann með ykkur, traustið, trúnaðinn og tækifærin sem við höfum nýtt saman.“ Hún segir einnig að það þurfi hugrekki til að hætta „á jafn spennandi tímum og blasa við hjá Lyfju samstæðunni“ en segist hugga sig við að vinna áfram að sameiginlegum hagsmunum, „bara á nýjum vettvangi“. Þá segist hún allta munu verða í „#lyfjuliðið“. Loks segir hún að þó tilkynnt sé um tilkynninguna í dag þá taki breytingin ekki gildi fyrr en í haust og Lyfja sé því „ekki alveg laus“ við sig enn. Vistaskipti Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2023 Tengdar fréttir Halldór Benjamín lætur af störfum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur ákveðið að láta af störfum. Hann mun taka við nýju starfi sem forstjóri Regins í sumar. 30. mars 2023 18:45 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Í tilkynningu segir að Sigríður Margrét muni hefja störf í september. Þá mun hún jafnframt láta af störfum sem forstjóri Lyfju. „Sigríður hefur starfað sem framkvæmdastjóri og forstjóri íslenskra fyrirtækja í tæp tuttugu ár. Sigríður hefur auk þess setið í stjórnum margra íslenskra fyrirtækja og hagsmunasamtaka. Sigríður er með B.Sc. gráðu í Rekstrarfræðum frá Háskólanum á Akureyri og hefur einnig sótt stjórnendanámskeið hjá IESE Business School og Harvard,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sigríði Margréti að öflugt atvinnulíf þýði að lífskjör á Íslandi verði áfram með því besta sem þekkist í heiminum. „Það er heiður að vera í forsvari fyrir Samtök atvinnulífsins, vinna með atvinnurekendum og þeim öfluga hópi fólks sem starfar hjá samtökunum. Verkefnin framundan eru brýn, ekki bara fyrir íslenskt atvinnulíf heldur samfélagið allt og ég er þakklát fyrir að fá tækifæri til að leggja mitt af mörkum,“ segir Sigríður Margrét. Miklar áskoranir og kjarasamningir lausir eftir sjö mánuði Þá er haft eftir Eyjólfi Árna Rafnssyni, formanni Samtaka atvinnulífsins, að áskorunin sem við stöndum frammi fyrir sé mikil, verðbólga sé há, vextir háir og kjarasamningar á almennum vinnumarkaði lausir eftir sjö mánuði. „Aðilar vinnumarkaðarins hafa átt í ágætu samtali allt frá því að núgildandi skammtímasamningar voru undirritaðir. En það er verk að vinna. Við náum ekki árangri nema með samstarfi, samtali og sameiginlegri sýn, stjórn Samtaka atvinnulífsins er sammála um það og við fögnum því að fá til liðs við okkur reynslumikinn stjórnanda,“ segir Eyjólfur Árni. Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mun sinna hlutverki framkvæmdastjóra SA þarf til Sigríður Margrét tekur við. Ávarpaði starfsfólk Lyfju Sigríður Margrét greindi starfsfólki Lyfju frá fréttunum á Workplace í morgun. Þar sagði hún „Ykkur til upplýsinga þá hef ég verið ráðin framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og mun hefja störf hjá þeim í september, þá mun ég jafnframt láta af störfum sem forstjóri Lyfju.“ Hún segist í skilaboðunum vera þakklát fyrir „tímann með ykkur, traustið, trúnaðinn og tækifærin sem við höfum nýtt saman.“ Hún segir einnig að það þurfi hugrekki til að hætta „á jafn spennandi tímum og blasa við hjá Lyfju samstæðunni“ en segist hugga sig við að vinna áfram að sameiginlegum hagsmunum, „bara á nýjum vettvangi“. Þá segist hún allta munu verða í „#lyfjuliðið“. Loks segir hún að þó tilkynnt sé um tilkynninguna í dag þá taki breytingin ekki gildi fyrr en í haust og Lyfja sé því „ekki alveg laus“ við sig enn.
Vistaskipti Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2023 Tengdar fréttir Halldór Benjamín lætur af störfum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur ákveðið að láta af störfum. Hann mun taka við nýju starfi sem forstjóri Regins í sumar. 30. mars 2023 18:45 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Halldór Benjamín lætur af störfum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur ákveðið að láta af störfum. Hann mun taka við nýju starfi sem forstjóri Regins í sumar. 30. mars 2023 18:45