Nýr vefur sem sýnir bestu tjaldsvæðin eftir veðri Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. júní 2023 17:30 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir að tjaldvefur Blika.is sé ekki bara góður veðurspárvefur heldur einnig einn besti upplýsingavefur um tjaldsvæði á landinu. Samsett/Skjáskot/Bylgjan Veðursíðan Blika.is býður upp á tjaldvefinn Tjald en þar má sjá nákvæmar upplýsingar um öll tjaldsvæði landsins. Ekki nóg með það heldur er hægt að flokka tjaldsvæðin eftir því hvar besta veðrið er hverju sinni. „Þetta er búið að vera til í tvö til þrjú ár en verið lágstemmt, verið hliðarafurð Bliku. En nú var ákveðið að leggja meiri vinnu í að hafa upplýsingarnar um tjaldstæðin rétt,“ sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, um vefinn í samtali við Vísi. „Við erum búin að vera í miklu sambandi við tjaldstæðin og þau sendu okkur bæði myndir og upplýsingar,“ sagði hann um vefinn sem væri eins og nýr sökum þess hve mikið væri búið að bæta hann. Einn besti upplýsingavefur um tjaldstæði á landinu Vefurinn er ekki bara veðurvefur heldur einnig einn besti upplýsingavefur um tjaldstæði á landinu, að sögn Einars. Einar fór í Reykjavík síðdegis til að ræða tjaldvefinn og veðrið í vikunni.Bylgjan „Um leið og þetta er auðvitað spávefur fyrir veðrið á þessum tjaldstæðum inni í spákerfi Bliku þar sem eru tíu þúsund staðir, auðvitað lítið brot af þeim stöðum, þá er þetta líka einn besti upplýsingavefur um tjaldstæði á landinu,“ segir hann. „Tjalda.is var með þetta á sínum tíma. Hún er til en hún var keypt upp af einhverjum af þessum fyrirtækjum sem eru með forbókun á tjaldstæðun eins og er orðið í þjóðgörðunum.“ „Þannig þau eru kannski ekki að leggja áherslu á að vera með fullkomna upplýsingasíðu um tjaldstæði á landinu heldur meira að horfa á sín tjaldstæði,“ segir Einar um Tjalda.is sem virðist vera í eigu fyrirtækisins Parka. Uppfæra veðrið á sex tíma fresti Veðurvefurinn Blika.is hefur verið til síðan 2019 en hann keyrir WRF-líkan í þriggja kílómetra upplausn. „Við tökum grunnspár erlendis frá og þetta er keyrt fjórum sinnum dag, á sex tíma fresti. Það eru svoleiðis kröfur gerðar til fínkvarðaspár. Þá næst ýmis staðaráhrif sem nást ekki með þessum hnattrænu líkönum.“ En ef ég fer inn á Bliku þá finn ég Tjald, tjaldvef Bliku? „Jú, þá kemur upp kort með fullt af tjöldum, öll tjaldstæðin sem eru þarna inni og eru vítt og breitt um landið. Þarna eru líka inni skálar Ferðafélagsins til dæmis,“ segir Einar um tjaldvefinn. „Þú getur valið svæði og þar eru upplýsingar um tjaldstæðin, hvað kostar, hvort það sé rafmagn og netsamband og eitthvað fleira, sturta og þvottavél.“ Hér má sjá kort af tjaldstæðum á tjaldvef Blika.is.Skjáskot Fólk geti fundið besta tjaldveðrið Það sem dregur fólk að síðunni er hins vegar eflaust fítusinn „Finna besta tjaldveðrið“ en þar er hægt að velja dagsetningar ákveðið langt fram í tímann til að finna hvar bestu tjaldstæðin eru með tilliti til veðurs. „Síðan er þarna til hliðar dálítið sem er mjög vinsælt ef fólk er að leita að tjaldstæðum eftir besta veðrinu. Þá geturðu látið raða tjaldstæðum niður eftir veðri.“ Sjá einnig: Nýr tjaldvefur raðar tjaldsvæðum eftir því hvar besta veðrið er „Þetta er heimatilbúin aðferð sem gefur veðurstig út frá spá um sól, vind, úrkomulíkur og skýjafar og svoleiðis. Þá er smá fítus hjá okkur sem raðar þessu upp,“ segir Einar um fítusinn sem flokkar öll tjaldsvæði vefsins eftir frá besta til versta veðrinu. Neðst séu yfirleitt tjaldstæði á Hálendinu sem eru í þúsund metra hæð. Flesta daga eru þau neðst vegna kuldans sem er þar en „þegar þú ert að tjalda á Hálendinu ertu kannski ekki endilega að leita að besta veðrinu heldur aðstöðunni,“ segir Einar. „Þetta breytist í hverri keyrslu svo listinn getur breyst á sex tíma fresti,“ segir Einar um listann. „Svo geturðu valið landshluta og látið velja á milli tjaldsvæða innan landshlutans.“ Veður Tjaldsvæði Tengdar fréttir Kærkomin hlý tunga í miðri viku Austurlandið er í sérflokki veðurfarslega séð um þessar mundir en köflótt verður á vesturhelmingi landsins næstu daga. Á þjóðhátíðardaginn eru mestar líkur á rigningu á Vestfjörðum. 12. júní 2023 11:15 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Þetta er búið að vera til í tvö til þrjú ár en verið lágstemmt, verið hliðarafurð Bliku. En nú var ákveðið að leggja meiri vinnu í að hafa upplýsingarnar um tjaldstæðin rétt,“ sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, um vefinn í samtali við Vísi. „Við erum búin að vera í miklu sambandi við tjaldstæðin og þau sendu okkur bæði myndir og upplýsingar,“ sagði hann um vefinn sem væri eins og nýr sökum þess hve mikið væri búið að bæta hann. Einn besti upplýsingavefur um tjaldstæði á landinu Vefurinn er ekki bara veðurvefur heldur einnig einn besti upplýsingavefur um tjaldstæði á landinu, að sögn Einars. Einar fór í Reykjavík síðdegis til að ræða tjaldvefinn og veðrið í vikunni.Bylgjan „Um leið og þetta er auðvitað spávefur fyrir veðrið á þessum tjaldstæðum inni í spákerfi Bliku þar sem eru tíu þúsund staðir, auðvitað lítið brot af þeim stöðum, þá er þetta líka einn besti upplýsingavefur um tjaldstæði á landinu,“ segir hann. „Tjalda.is var með þetta á sínum tíma. Hún er til en hún var keypt upp af einhverjum af þessum fyrirtækjum sem eru með forbókun á tjaldstæðun eins og er orðið í þjóðgörðunum.“ „Þannig þau eru kannski ekki að leggja áherslu á að vera með fullkomna upplýsingasíðu um tjaldstæði á landinu heldur meira að horfa á sín tjaldstæði,“ segir Einar um Tjalda.is sem virðist vera í eigu fyrirtækisins Parka. Uppfæra veðrið á sex tíma fresti Veðurvefurinn Blika.is hefur verið til síðan 2019 en hann keyrir WRF-líkan í þriggja kílómetra upplausn. „Við tökum grunnspár erlendis frá og þetta er keyrt fjórum sinnum dag, á sex tíma fresti. Það eru svoleiðis kröfur gerðar til fínkvarðaspár. Þá næst ýmis staðaráhrif sem nást ekki með þessum hnattrænu líkönum.“ En ef ég fer inn á Bliku þá finn ég Tjald, tjaldvef Bliku? „Jú, þá kemur upp kort með fullt af tjöldum, öll tjaldstæðin sem eru þarna inni og eru vítt og breitt um landið. Þarna eru líka inni skálar Ferðafélagsins til dæmis,“ segir Einar um tjaldvefinn. „Þú getur valið svæði og þar eru upplýsingar um tjaldstæðin, hvað kostar, hvort það sé rafmagn og netsamband og eitthvað fleira, sturta og þvottavél.“ Hér má sjá kort af tjaldstæðum á tjaldvef Blika.is.Skjáskot Fólk geti fundið besta tjaldveðrið Það sem dregur fólk að síðunni er hins vegar eflaust fítusinn „Finna besta tjaldveðrið“ en þar er hægt að velja dagsetningar ákveðið langt fram í tímann til að finna hvar bestu tjaldstæðin eru með tilliti til veðurs. „Síðan er þarna til hliðar dálítið sem er mjög vinsælt ef fólk er að leita að tjaldstæðum eftir besta veðrinu. Þá geturðu látið raða tjaldstæðum niður eftir veðri.“ Sjá einnig: Nýr tjaldvefur raðar tjaldsvæðum eftir því hvar besta veðrið er „Þetta er heimatilbúin aðferð sem gefur veðurstig út frá spá um sól, vind, úrkomulíkur og skýjafar og svoleiðis. Þá er smá fítus hjá okkur sem raðar þessu upp,“ segir Einar um fítusinn sem flokkar öll tjaldsvæði vefsins eftir frá besta til versta veðrinu. Neðst séu yfirleitt tjaldstæði á Hálendinu sem eru í þúsund metra hæð. Flesta daga eru þau neðst vegna kuldans sem er þar en „þegar þú ert að tjalda á Hálendinu ertu kannski ekki endilega að leita að besta veðrinu heldur aðstöðunni,“ segir Einar. „Þetta breytist í hverri keyrslu svo listinn getur breyst á sex tíma fresti,“ segir Einar um listann. „Svo geturðu valið landshluta og látið velja á milli tjaldsvæða innan landshlutans.“
Veður Tjaldsvæði Tengdar fréttir Kærkomin hlý tunga í miðri viku Austurlandið er í sérflokki veðurfarslega séð um þessar mundir en köflótt verður á vesturhelmingi landsins næstu daga. Á þjóðhátíðardaginn eru mestar líkur á rigningu á Vestfjörðum. 12. júní 2023 11:15 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Kærkomin hlý tunga í miðri viku Austurlandið er í sérflokki veðurfarslega séð um þessar mundir en köflótt verður á vesturhelmingi landsins næstu daga. Á þjóðhátíðardaginn eru mestar líkur á rigningu á Vestfjörðum. 12. júní 2023 11:15