Tíðindi í heilbrigðisvísindum Sandra B. Franks skrifar 13. júní 2023 10:00 Síðasta laugardag áttu sér heilmikil tíðindi í sögu heilbrigðisvísinda á Íslandi. Í fyrsta sinn eru sjúkraliðar á Íslandi að ljúka sjúkraliðanámi á háskólastigi. Það hefur ekki gerst áður. Hingað til hefur allt nám sjúkraliða verið á framhaldsskólastigi en fyrir nokkrum misserum var ákveðið að bjóða upp á diplómanám fyrir sjúkraliða frá Háskólanum á Akureyri. Sjúkraliðar hafa alltaf verið námsfús stétt. Sjúkraliðar vinna í kviku og síbreytilegu umhverfi. Tækninni fleygir áfram og kröfur sjúklinga og skjólstæðinga okkar breytast og aukast með hverju árinu sem líður. Þá eru starfsaðstæður sjúkraliða síbreytilegar enda starfa þeir víðs vegar í heilbrigðiskerfinu, allt frá hátæknisjúkrahúsum yfir á heimili fólks. Þörfin til staðar Við vitum að þörf fyrir þjónustu sjúkraliða mun fara vaxandi, enda eru sjúkraliðar sérfræðingar í nærhjúkrun og ákall eftir slíkri þjónustu mun aukast. Fjöldi eldri borgara mun tvöfaldast á næstu 25 árum og það kallar á meiri þjónustu og meiri sérhæfingu. Við vitum einnig að geðræn vandamál hafa verið að aukast undanfarna áratugi og munu eflaust gera það áfram. Í ljósi þessa eru einmitt tvö fyrstu kjörsvið þessa nýja diplómanáms á háskólastigi eyrnamerkt annars vegar öldrunarmálum og hins vegar samfélagsgeðhjúkrun. Sjúkraliðafélagið hefur mikinn metnað í að fjölga kjörsviðum og höfum við nú þegar verið í samtali við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands um samstarf skólanna á þessu námi fyrir sjúkraliða. Auðvitað þyrfti slíkt að gerast á forsendum skólanna en hluti af þessu samtali gæti verið að móta samnýtt námskeið, ákvarða staðsetningu á staðarlotum, eða taka upp ný kjörsvið eða nýjar námslínur. Næstfjölmennasta heilbrigðisstéttin Þörfin fyrir frekari framhaldsnámi fyrir sjúkraliða, sem er næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins, er nefnilega mjög brýn. Ljóst er að skortur er og verður á sjúkraliðum, ekki síst þeim sem bætt við sig framhaldsmenntun og aukinni sérhæfingu. Við vitum að talsverð eftirspurn er eftir náminu við Háskólann á Akureyri, en tæplega 80 umsóknir bárust um að hefja nám við skólann næsta haust. Þá er einnig ljóst að mikill áhugi er á svona námi við Háskóla Íslands. Því til staðfestingar gerði Sjúkraliðafélagið nýverið könnun á meðal sjúkraliða um áhuga á frekara framhaldsnámi á háskólastigi. Um 500 sjúkraliðar tóku þátt í könnuninni og var skiptingin milli vinnustaða nokkuð jöfn. Af þeim sem tóku þátt kom fram að um 80% sjúkraliða gat hugsað sér að hefja fagháskólanám við Háskólann á Akureyri og rúmlega 60% gat hugsað sér að hefja fagháskólanám nám við Háskóla Íslands. Þetta sýnir mikinn áhuga sjúkraliða á frekari námi á háskólastigi og því þarf að mæta. Nýtt sérfræðileyfi fyrir sjúkraliða Við hjá Sjúkraliðafélaginu höfum átt í góðum samskiptum heilbrigðisráðuneytið um hvernig heilbrigðiskerfið geti tekið betur utan um þá sjúkraliða sem hafa lokið þessu námi. Það er ljóst að ekkert í þessum efnum gerist að sjálfu sér. Það er því virkilega ánægjulegt að ráðuneytið og ekki síst heilbrigðisráðherrann hefur tekið mjög vel í að skapa sérstakt sérfræðileyfi fyrir þá sjúkraliða sem ljúka þessu námi. Þetta yrði gert í reglugerð með sambærilegum hætti og sérfræðimenntaðir hjúkrunarfræðingar hafa. Með þessu er verið að viðurkenna þá faglegu færni og þekkingu í nærhjúkrun sem þessir sjúkraliðar öðlast í náminu, sem síðan auðveldar okkur öllum í baráttunni um að þessi prófgráða skili sér í aukinni ábyrgð, hærri launum og í spennandi störfum. Umfram allt hefur hæfni sjúkraliða í landinu tekið stórt og mikilvægt skref fram á við sem gagnast öllum í heilbrigðiskerfinu. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélag Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Heilbrigðismál Háskólar Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Síðasta laugardag áttu sér heilmikil tíðindi í sögu heilbrigðisvísinda á Íslandi. Í fyrsta sinn eru sjúkraliðar á Íslandi að ljúka sjúkraliðanámi á háskólastigi. Það hefur ekki gerst áður. Hingað til hefur allt nám sjúkraliða verið á framhaldsskólastigi en fyrir nokkrum misserum var ákveðið að bjóða upp á diplómanám fyrir sjúkraliða frá Háskólanum á Akureyri. Sjúkraliðar hafa alltaf verið námsfús stétt. Sjúkraliðar vinna í kviku og síbreytilegu umhverfi. Tækninni fleygir áfram og kröfur sjúklinga og skjólstæðinga okkar breytast og aukast með hverju árinu sem líður. Þá eru starfsaðstæður sjúkraliða síbreytilegar enda starfa þeir víðs vegar í heilbrigðiskerfinu, allt frá hátæknisjúkrahúsum yfir á heimili fólks. Þörfin til staðar Við vitum að þörf fyrir þjónustu sjúkraliða mun fara vaxandi, enda eru sjúkraliðar sérfræðingar í nærhjúkrun og ákall eftir slíkri þjónustu mun aukast. Fjöldi eldri borgara mun tvöfaldast á næstu 25 árum og það kallar á meiri þjónustu og meiri sérhæfingu. Við vitum einnig að geðræn vandamál hafa verið að aukast undanfarna áratugi og munu eflaust gera það áfram. Í ljósi þessa eru einmitt tvö fyrstu kjörsvið þessa nýja diplómanáms á háskólastigi eyrnamerkt annars vegar öldrunarmálum og hins vegar samfélagsgeðhjúkrun. Sjúkraliðafélagið hefur mikinn metnað í að fjölga kjörsviðum og höfum við nú þegar verið í samtali við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands um samstarf skólanna á þessu námi fyrir sjúkraliða. Auðvitað þyrfti slíkt að gerast á forsendum skólanna en hluti af þessu samtali gæti verið að móta samnýtt námskeið, ákvarða staðsetningu á staðarlotum, eða taka upp ný kjörsvið eða nýjar námslínur. Næstfjölmennasta heilbrigðisstéttin Þörfin fyrir frekari framhaldsnámi fyrir sjúkraliða, sem er næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins, er nefnilega mjög brýn. Ljóst er að skortur er og verður á sjúkraliðum, ekki síst þeim sem bætt við sig framhaldsmenntun og aukinni sérhæfingu. Við vitum að talsverð eftirspurn er eftir náminu við Háskólann á Akureyri, en tæplega 80 umsóknir bárust um að hefja nám við skólann næsta haust. Þá er einnig ljóst að mikill áhugi er á svona námi við Háskóla Íslands. Því til staðfestingar gerði Sjúkraliðafélagið nýverið könnun á meðal sjúkraliða um áhuga á frekara framhaldsnámi á háskólastigi. Um 500 sjúkraliðar tóku þátt í könnuninni og var skiptingin milli vinnustaða nokkuð jöfn. Af þeim sem tóku þátt kom fram að um 80% sjúkraliða gat hugsað sér að hefja fagháskólanám við Háskólann á Akureyri og rúmlega 60% gat hugsað sér að hefja fagháskólanám nám við Háskóla Íslands. Þetta sýnir mikinn áhuga sjúkraliða á frekari námi á háskólastigi og því þarf að mæta. Nýtt sérfræðileyfi fyrir sjúkraliða Við hjá Sjúkraliðafélaginu höfum átt í góðum samskiptum heilbrigðisráðuneytið um hvernig heilbrigðiskerfið geti tekið betur utan um þá sjúkraliða sem hafa lokið þessu námi. Það er ljóst að ekkert í þessum efnum gerist að sjálfu sér. Það er því virkilega ánægjulegt að ráðuneytið og ekki síst heilbrigðisráðherrann hefur tekið mjög vel í að skapa sérstakt sérfræðileyfi fyrir þá sjúkraliða sem ljúka þessu námi. Þetta yrði gert í reglugerð með sambærilegum hætti og sérfræðimenntaðir hjúkrunarfræðingar hafa. Með þessu er verið að viðurkenna þá faglegu færni og þekkingu í nærhjúkrun sem þessir sjúkraliðar öðlast í náminu, sem síðan auðveldar okkur öllum í baráttunni um að þessi prófgráða skili sér í aukinni ábyrgð, hærri launum og í spennandi störfum. Umfram allt hefur hæfni sjúkraliða í landinu tekið stórt og mikilvægt skref fram á við sem gagnast öllum í heilbrigðiskerfinu. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélag Íslands.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun