„Þetta er ekki raunverulegt, þetta er ekki raunverulegt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. júní 2023 11:10 Þrír létust í árásinni; 47 ára karlmaður og 17 ára piltur og stúlka. epa/Olafur Steinar Rye Gestsson Þrettán ára drengur sem var staddur í Field's verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn þegar árásarmaður lét til skarar skríða síðasta sumar og skaut þrjá til bana, segir hann hafa verið reiðilegan á svip og litið út eins og hann væri andlega veikur. Réttarhöld standa nú yfir gegn manninum, sem er 23 ára. Hann var viðstaddur fyrirtöku í gær en kaus að tjá sig ekki. „Ég heyrði hvell. Hann var mjög hár. Það suðaði fyrir eyrunum á mér. Ég hljóp niður rúllustigann. Ég sá árásarmanninn. Ég stökk yfir kantinn. Það voru læti fyrir ofan. Ég hringdi í mömmu og sagði; það er skotárás í gangi í Field's,“ sagði drengurinn þegar hann bar vitni í gegnum fjarfundarbúnað í morgun. „Þetta er ekki raunverulegt, þetta er ekki raunverulegt,“ heyrði hann árásarmanninn segja. Minnisblað frá kennara drengsins var lagt fyrir dóminn. Þar sagði að hann hefði ekki verið samur eftir að hafa upplifað árásina. Annað vitni, afgreiðslustúlka frá Svíþjóð, heyrði hávaða fyrir utan verslunina þar sem hún var að vinna. Skyndilega hrópaði samstarfsmaður hennar: Hlauptu, hlauptu! Hún hljóp út, enn með herðatré í höndunum, og sá vopnaðan árásarmanninn. Hún segir hann hafa virst yfirvegaðan og verið að njóta þess sem gekk á. Hún heyrði tvo skothvelli áður en hún komst út úr verslanamiðstöðinni. Mikil skelfing greip um sig þegar skotárásin hófst.epa/Olafur Steinar Rye Gestsson Velti því fyrir sér að myrða leikskólabörn Eins og fyrr segir var árásarmaðurinn viðstaddur þegar málið var tekið fyrir í gærmorgun en baðst undan því að mæta þegar haldið var áfram eftir hádegismat. Hann hefur kosið að tjá sig ekki og ber við minnisleysi en lögmenn hans segja hann ekki sakhæfan sökum andlegra veikinda þegar árásin átti sér stað. Ef hann verður dæmdur sekur, verður hann vistaður á öryggisdeild í Slagelse, þar sem hættulegustu glæpamenn Danmerkur eru vistaðir. Þar sem maðurinn mun ekki bera vitni las saksóknarinn í málinu upp úr yfirheyrslum lögreglu í dómsal í gær. Lögregla spurði meðal annars hvers vegna hann hefði farið vopnaður í Field's. „Til að bjarga þeim. Þau vildu deyja,“ svaraði hann. Hann sagðist ekki hafa haft sérstakt skotmark í huga og að hann hefði deilt myndskeiðum á YouTube í aðdraganda árásarinnar þar sem hann sést vopnaður í þeirri von um að einhver myndi stöðva hann. Hann hefði þjáðst af áráttukenndum hugsunum og tjáð geðlækni viku fyrir árásina að hann samsamaði sig við þekkta fjöldamorðingja. Aðspurður sagðist hann ekki gera sér grein fyrir hversu alvarlegan glæp hann hefði framið. Gögn sem fundust á heimili mannsins bentu til þess að hann hefði á einhverjum tímapunkti haft í hyggju að láta til skarar skríða á leikskóla á Amager. Hafði hann kynnt sér húsnæðið og hvenær börnin væru inni og úti. „Þetta er bara tölvuleikur og ég er aðalkarakterinn. Ekkert skiptir máli,“ skrifaði hann. Réttarhöldin halda áfram í dag og næstu daga. Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Réttarhöld standa nú yfir gegn manninum, sem er 23 ára. Hann var viðstaddur fyrirtöku í gær en kaus að tjá sig ekki. „Ég heyrði hvell. Hann var mjög hár. Það suðaði fyrir eyrunum á mér. Ég hljóp niður rúllustigann. Ég sá árásarmanninn. Ég stökk yfir kantinn. Það voru læti fyrir ofan. Ég hringdi í mömmu og sagði; það er skotárás í gangi í Field's,“ sagði drengurinn þegar hann bar vitni í gegnum fjarfundarbúnað í morgun. „Þetta er ekki raunverulegt, þetta er ekki raunverulegt,“ heyrði hann árásarmanninn segja. Minnisblað frá kennara drengsins var lagt fyrir dóminn. Þar sagði að hann hefði ekki verið samur eftir að hafa upplifað árásina. Annað vitni, afgreiðslustúlka frá Svíþjóð, heyrði hávaða fyrir utan verslunina þar sem hún var að vinna. Skyndilega hrópaði samstarfsmaður hennar: Hlauptu, hlauptu! Hún hljóp út, enn með herðatré í höndunum, og sá vopnaðan árásarmanninn. Hún segir hann hafa virst yfirvegaðan og verið að njóta þess sem gekk á. Hún heyrði tvo skothvelli áður en hún komst út úr verslanamiðstöðinni. Mikil skelfing greip um sig þegar skotárásin hófst.epa/Olafur Steinar Rye Gestsson Velti því fyrir sér að myrða leikskólabörn Eins og fyrr segir var árásarmaðurinn viðstaddur þegar málið var tekið fyrir í gærmorgun en baðst undan því að mæta þegar haldið var áfram eftir hádegismat. Hann hefur kosið að tjá sig ekki og ber við minnisleysi en lögmenn hans segja hann ekki sakhæfan sökum andlegra veikinda þegar árásin átti sér stað. Ef hann verður dæmdur sekur, verður hann vistaður á öryggisdeild í Slagelse, þar sem hættulegustu glæpamenn Danmerkur eru vistaðir. Þar sem maðurinn mun ekki bera vitni las saksóknarinn í málinu upp úr yfirheyrslum lögreglu í dómsal í gær. Lögregla spurði meðal annars hvers vegna hann hefði farið vopnaður í Field's. „Til að bjarga þeim. Þau vildu deyja,“ svaraði hann. Hann sagðist ekki hafa haft sérstakt skotmark í huga og að hann hefði deilt myndskeiðum á YouTube í aðdraganda árásarinnar þar sem hann sést vopnaður í þeirri von um að einhver myndi stöðva hann. Hann hefði þjáðst af áráttukenndum hugsunum og tjáð geðlækni viku fyrir árásina að hann samsamaði sig við þekkta fjöldamorðingja. Aðspurður sagðist hann ekki gera sér grein fyrir hversu alvarlegan glæp hann hefði framið. Gögn sem fundust á heimili mannsins bentu til þess að hann hefði á einhverjum tímapunkti haft í hyggju að láta til skarar skríða á leikskóla á Amager. Hafði hann kynnt sér húsnæðið og hvenær börnin væru inni og úti. „Þetta er bara tölvuleikur og ég er aðalkarakterinn. Ekkert skiptir máli,“ skrifaði hann. Réttarhöldin halda áfram í dag og næstu daga.
Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira