Costner krefst þess að Baumgartner flytji út Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2023 07:44 Hin 49 ára Christine Baumgartner og hinn 68 ára Costner voru gift í átján ár og eiga saman þrjú börn – tólf, fjórtán og fimmtán ára. Getty Christine Baumgartner fór í síðasta mánuði fram á skilnað við bandaríska leikarann Kevin Costner. Nú segist Costner sjálfur eiga í vandræðum með að fá Baumgartner til að flytja út af heimilinu. Hin 49 ára Baumgartner skilaði fyrir nokkrum vikum inn skilnaðargögnum en hún og Costner höfðu verið saman í um átján ár. Sagði hún ástæðuna vera „óleysanlegan ágreining“. Bandaríska slúðursíðan TMZ greinir nú frá því að í nýjum gögnum komi fram að Costner fullyrði að í kaupmála þeirra komi skýrt fram að hún eigi að yfirgefa húsið og taka með sér eigur sínar innan þrjátíu daga frá því að skilnaðarpappírum sé skilað inn. Það var gert 1. maí síðastliðinn. Fjölmiðlar segja nú að Baumgartner hafi enn ekki flutt út úr húsinu sem sé skráð á Costner og því hafi hann ákveðið að leita til dómstóla til að tryggja að það verði gert. Í nýju gögnunum kemur einnig fram að Costner hafi þegar greitt fyrrverandi konu sinni 1,2 milljónir dala í samræmi við áðurnefndan kaupmála. Þá segist hann reiðubúinn að greiða henni 30 þúsund dali í mánuði til að Baumgartner geti leigt sér húsnæði, auk þess að leggja til 10 þúsund dali til að standa straum af sjálfum flutningnum. Baumgartner hefur ekki tjáð sig um nýju gögnin sem Costner hafi skilað inn til yfirvalda. Baumgartner og hinn 68 ára Costner voru gift í átján ár og eiga saman þrjú börn – tólf, fjórtán og fimmtán ára. Kevin Costner var áður giftur Cindy Silva og eiga þau sömuleiðis þrjú börn saman. Þau giftust árið 1978 en skildu árið 1994. Costner á einnig son með Bridget Rooney sem fæddist árið 1996. Costner hefur á ferli sínum leikið í fjölda stórmynda, meðal annars Unforgiven, The Bodyguard og JFK. Hann er þó líklega þekktastur fyrir kvikmyndina Dansar við úlfa frá árinu 1990. Hann vann þá Óskarsverðlaun fyrir bestu leikstjórn, auk þess að myndin var valin besta mynd ársins. Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Eiginkona Kevin Costner fer fram á skilnað Christine Costner, eiginkona stórleikarans Kevin Costner, hefur farið fram á skilnað. Þau hafa verið gift í átján ár og eiga saman þrjú börn. 3. maí 2023 08:31 Kevin Costner afhjúpar 27 ára gamalt leyndarmál á bak við hið fræga Bodyguard-plakat Plakatið sem fylgdi rómantísku spennumyndinni Bodyguard frá árinu 1992 er þekktasta kvikmyndaplakat sögunnar. Flestir héldu að þar mætti sjá Kevin Costner halda á Whitney Houston en Costner leiðrétti þann misskilning á dögunum. 23. júní 2019 13:49 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Hin 49 ára Baumgartner skilaði fyrir nokkrum vikum inn skilnaðargögnum en hún og Costner höfðu verið saman í um átján ár. Sagði hún ástæðuna vera „óleysanlegan ágreining“. Bandaríska slúðursíðan TMZ greinir nú frá því að í nýjum gögnum komi fram að Costner fullyrði að í kaupmála þeirra komi skýrt fram að hún eigi að yfirgefa húsið og taka með sér eigur sínar innan þrjátíu daga frá því að skilnaðarpappírum sé skilað inn. Það var gert 1. maí síðastliðinn. Fjölmiðlar segja nú að Baumgartner hafi enn ekki flutt út úr húsinu sem sé skráð á Costner og því hafi hann ákveðið að leita til dómstóla til að tryggja að það verði gert. Í nýju gögnunum kemur einnig fram að Costner hafi þegar greitt fyrrverandi konu sinni 1,2 milljónir dala í samræmi við áðurnefndan kaupmála. Þá segist hann reiðubúinn að greiða henni 30 þúsund dali í mánuði til að Baumgartner geti leigt sér húsnæði, auk þess að leggja til 10 þúsund dali til að standa straum af sjálfum flutningnum. Baumgartner hefur ekki tjáð sig um nýju gögnin sem Costner hafi skilað inn til yfirvalda. Baumgartner og hinn 68 ára Costner voru gift í átján ár og eiga saman þrjú börn – tólf, fjórtán og fimmtán ára. Kevin Costner var áður giftur Cindy Silva og eiga þau sömuleiðis þrjú börn saman. Þau giftust árið 1978 en skildu árið 1994. Costner á einnig son með Bridget Rooney sem fæddist árið 1996. Costner hefur á ferli sínum leikið í fjölda stórmynda, meðal annars Unforgiven, The Bodyguard og JFK. Hann er þó líklega þekktastur fyrir kvikmyndina Dansar við úlfa frá árinu 1990. Hann vann þá Óskarsverðlaun fyrir bestu leikstjórn, auk þess að myndin var valin besta mynd ársins.
Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Eiginkona Kevin Costner fer fram á skilnað Christine Costner, eiginkona stórleikarans Kevin Costner, hefur farið fram á skilnað. Þau hafa verið gift í átján ár og eiga saman þrjú börn. 3. maí 2023 08:31 Kevin Costner afhjúpar 27 ára gamalt leyndarmál á bak við hið fræga Bodyguard-plakat Plakatið sem fylgdi rómantísku spennumyndinni Bodyguard frá árinu 1992 er þekktasta kvikmyndaplakat sögunnar. Flestir héldu að þar mætti sjá Kevin Costner halda á Whitney Houston en Costner leiðrétti þann misskilning á dögunum. 23. júní 2019 13:49 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Eiginkona Kevin Costner fer fram á skilnað Christine Costner, eiginkona stórleikarans Kevin Costner, hefur farið fram á skilnað. Þau hafa verið gift í átján ár og eiga saman þrjú börn. 3. maí 2023 08:31
Kevin Costner afhjúpar 27 ára gamalt leyndarmál á bak við hið fræga Bodyguard-plakat Plakatið sem fylgdi rómantísku spennumyndinni Bodyguard frá árinu 1992 er þekktasta kvikmyndaplakat sögunnar. Flestir héldu að þar mætti sjá Kevin Costner halda á Whitney Houston en Costner leiðrétti þann misskilning á dögunum. 23. júní 2019 13:49