Þyngdarbreytingar geta valdið streitu innan sambanda Íris Hauksdóttir skrifar 14. júní 2023 16:00 Theodór hjónabandsráðgjafi segir þyngdartap geti haft neikvæð áhrif á sambönd. Theodor Francis Birgisson, fjölskyldu og hjónaráðgjafi segir það oft valda streitu innan ástarsambanda þegar annar aðillinn missir aukakíló. „Þetta skapar oft mjög mikla streitu í samböndum,“ segir Theodór en hann var viðmælandi á Bítinu fyrr í morgun. „Bæði fara einstaklingar sem telja sig þurfa og svo þegar aðrir telja þá þurfa þess. Við erum með dæmi þess þegar einstaklingar fara í efnaskiptaaðgerðir og kannski taka af sér 40-60 kíló. Það verður því gríðarleg breyting á þessum einstaklingum. Samofin sjálfsmynd Sjálfsmynd okkar er alltaf samofin við líkamsvitund okkar. Sjálfsmynd er samsett úr mjög mörgum þáttum. Stór þáttur er sjálfsmyndin okkar. Það er mjög óalgengt. Alla vega hef ég aldrei hitt einstakling á mínum þrjátíu ára starfsferli að hitta sem fyrirlítur líkama sinn en er gífurlega öruggur með sig. Þannig að við byggjum sjálfsmynd okkar mjög á því hvað okkur finnst um útlit okkar og líkama.“ En er nokkur manneskja fullkomlega ánægð með líkama sinn? „Ég hef ekki hitt neinn þannig ennþá sem segist vera það en þegar maður fer að kafa aðeins dýpra er vinstri eyrnasnepillinn aðeins lengra til hliðar. Það er endalaust hægt að finna eitthvað. En sjálfmyndin okkar er undir stanslausum árásum því okkur er sagt að við eigum að vera einhvern veginn. Svo er ekkert víst að við séum þannig. Kannski erum við ánægð með okkur eins og við erum en einhver annar er ekki eins ánægður, jafnvel til dæmis makinn sem fer að þrýsta á að eitthvað þurfi að breytast. Þiggur athyglina annarstaðar frá Ef einstaklingur sem hefur verið í mikilli yfirþyngt er allt í einu komin í þyngd sem honum hefur aldrei dreymt um að komast í fer viðkomandi jafnvel að fá athygli frá einhverjum einstaklingum sem hann hann hefur ekki fengið áður. Fer að vekja aðdáun og ef viðkomandi snýr sér ekki að makanum og biður hann um þessa athylgi þá mun hann þiggja athyglina annarstaðar frá. Höfum öll þörf fyrir aðáun, viðurkenningu og hrós Við sem tegund, homo sapiens, höfum þörf fyrir aðdáun, viðurkenningu, hrós og aðdáun. Ég hitti mjög marga sem segjast ekki hafa þörf fyrir það. Ég hitti líka einstaklinga, sérstaklega karlmenn, sem telja það mjög mikla karlmennsku að þurfa bara að sofa fjóra tíma sólarhringsins. Það þurfa allir meiri svefn en það. Ég hitti mann sem segist vera sama hvað öðrum finnst um sig og ég hugsa bara, yeah right, það er engum sama hvað öðrum finnst. Öllum finnst gott að tilheyra Í allri hreinskilni ég kynni miklu betur við að þið kynnuð vel við mig en illa. Einfaldlega af því ég er of teygður inn í homo sapiens. Mér finnst gott að tilheyra og öllum finnst það. Svo einstaklingur sem missir fullt af kílóum fer að fá athygli og ræðir ekkert við makann sinn þá mun hann þiggja athygli annarstaðar frá. Þá vitum við alveg hvað gerist. Það fer allt í skrúfuna.“ Viðtalið í heild má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Bítið Heilsa Ástin og lífið Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
„Þetta skapar oft mjög mikla streitu í samböndum,“ segir Theodór en hann var viðmælandi á Bítinu fyrr í morgun. „Bæði fara einstaklingar sem telja sig þurfa og svo þegar aðrir telja þá þurfa þess. Við erum með dæmi þess þegar einstaklingar fara í efnaskiptaaðgerðir og kannski taka af sér 40-60 kíló. Það verður því gríðarleg breyting á þessum einstaklingum. Samofin sjálfsmynd Sjálfsmynd okkar er alltaf samofin við líkamsvitund okkar. Sjálfsmynd er samsett úr mjög mörgum þáttum. Stór þáttur er sjálfsmyndin okkar. Það er mjög óalgengt. Alla vega hef ég aldrei hitt einstakling á mínum þrjátíu ára starfsferli að hitta sem fyrirlítur líkama sinn en er gífurlega öruggur með sig. Þannig að við byggjum sjálfsmynd okkar mjög á því hvað okkur finnst um útlit okkar og líkama.“ En er nokkur manneskja fullkomlega ánægð með líkama sinn? „Ég hef ekki hitt neinn þannig ennþá sem segist vera það en þegar maður fer að kafa aðeins dýpra er vinstri eyrnasnepillinn aðeins lengra til hliðar. Það er endalaust hægt að finna eitthvað. En sjálfmyndin okkar er undir stanslausum árásum því okkur er sagt að við eigum að vera einhvern veginn. Svo er ekkert víst að við séum þannig. Kannski erum við ánægð með okkur eins og við erum en einhver annar er ekki eins ánægður, jafnvel til dæmis makinn sem fer að þrýsta á að eitthvað þurfi að breytast. Þiggur athyglina annarstaðar frá Ef einstaklingur sem hefur verið í mikilli yfirþyngt er allt í einu komin í þyngd sem honum hefur aldrei dreymt um að komast í fer viðkomandi jafnvel að fá athygli frá einhverjum einstaklingum sem hann hann hefur ekki fengið áður. Fer að vekja aðdáun og ef viðkomandi snýr sér ekki að makanum og biður hann um þessa athylgi þá mun hann þiggja athyglina annarstaðar frá. Höfum öll þörf fyrir aðáun, viðurkenningu og hrós Við sem tegund, homo sapiens, höfum þörf fyrir aðdáun, viðurkenningu, hrós og aðdáun. Ég hitti mjög marga sem segjast ekki hafa þörf fyrir það. Ég hitti líka einstaklinga, sérstaklega karlmenn, sem telja það mjög mikla karlmennsku að þurfa bara að sofa fjóra tíma sólarhringsins. Það þurfa allir meiri svefn en það. Ég hitti mann sem segist vera sama hvað öðrum finnst um sig og ég hugsa bara, yeah right, það er engum sama hvað öðrum finnst. Öllum finnst gott að tilheyra Í allri hreinskilni ég kynni miklu betur við að þið kynnuð vel við mig en illa. Einfaldlega af því ég er of teygður inn í homo sapiens. Mér finnst gott að tilheyra og öllum finnst það. Svo einstaklingur sem missir fullt af kílóum fer að fá athygli og ræðir ekkert við makann sinn þá mun hann þiggja athygli annarstaðar frá. Þá vitum við alveg hvað gerist. Það fer allt í skrúfuna.“ Viðtalið í heild má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Bítið Heilsa Ástin og lífið Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira