Segir svör Bjarna yfirgengilega ósvífin og ófullnægjandi Jakob Bjarnar skrifar 14. júní 2023 15:21 Bjarni hefur nú svarað spurningum Skúla Magnússonar umboðsmanns Alþingis um hæfi og fleira, við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til Hafsilfurs ehf., og ráðuneytið afhent gögn. Björn Leví segir fjármálaráðherra koma sé hjá því að svara nokkru um aðalatriði máls. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur nú sent frá sér svör við spurningum um hæfi til Umboðsmanns alþingis. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir ekki standa stein yfir steini í svörum Bjarna. Alveg lygilegt að Bjarni haldi að hann komist upp með þetta,“ segir Björn Leví í samtali við Vísi en hann hefur lesið svörin. Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, óskaði eftir skýringum frá fjármálaráðherra í ljósi þess að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, var meðal kaupenda þegar 22,5 prósenta hluti ríkisins í Íslandsbanka var seldur í fyrra. Skýringarnar voru að mati umboðsmanns ófullnægjandi en þær snúa að hæfi ráðherrans. Hann óskaði því eftir frekari skýringum og birti í gær svörin og lét það fylgja sögunni að framhald málsins sé nú til skoðunar hjá umboðsmanni. „Umboðsmaður hefur verið með álitamál um hæfi ráðherra, vegna kaupa einkahlutafélags föður hans á hlut í bankanum, til skoðunar. Í maí var óskað eftir frekari skýringum á ýmsum atriðum og beðið um öll þau gögn sem fyrir lágu um samskipti við Bankasýslu ríkisins frá því að söluferlið hófst þar til úthlutun hlutabréfa lauk, m.a. tölvupóstsamskiptum, minnisblöðum og símtölum.“ Björn Leví hefur lúslesið svör Bjarna og segir þau brandara. Og það þurfi til að koma mikil meðvirkni, þá meðal annarra þeirra sem Bjarni er í stjórnarsamstarfi við, til að kaupa það að svörin megi teljast greinargóð eða fullnægjandi. Því það eru þau ekki. „Nei. Eða, þau eru greinargóð út frá því þrönga sjónarhorni sem hann gefur sér. En hann getur bara ekki hunsað það að hann átti að vita þetta. Við erum með lög um skráningu á raunverulegum eigendum. Að pabbi hans geti keypt í ríkisbanka án þessa að nokkur viti það er sturlað,“ segir Björn Leví. Hann telur algerlega úr vegi sú afsökun til dæmis að ekki hafi verið nægur tími til að kanna bakgrunn kaupenda. Sér í lagi þegar þeir sem seldu nýttu ekki einu sinni þann tíma sem umboðsferlið segir til um. Sem eru tveir sólarhingar. Björn Leví segir ekki standa stein yfir steini í svörum Bjarna sem reyni koma sér hjá því að svara því sem máli skiptir, öllu er varðar reglur um hæfi.vísir/vilhelm „Þarna stendur ekki steinn yfir steini. Það þarf ekki að skoða þetta mikið til að sjá það og almenn skynsemi er hengd við þetta. Fjármálaráðherra seldi pabba sínum hlut í ríkisbanka. Og það þarf útskýringar á því að það geti fræðilega gerst með einhverjum þeim hætti að sé ásættanlegt. Og það er óralangt frá því að þau skilyrði séu uppfyllt.“ Björn bendir á að ekki sé um að ræða opið og almennt útboð heldur með lokuðu fyrirkomulagi. Þá verði að taka tillit til allra vanhæfisástæðna. „Það er merkilegt að hinir stjórnarflokkarnir séu ekki búnir að gera neitt í þessu,“ segir Björn Leví pirraður. Því þetta sé borðleggjandi þegar allt kemur til alls. „Ég veit ekki hvernig þau ætla að halda því til streitu að þetta sé ekki alvarlegt mál. Sjálfsagt reyna þau að hunsa þetta eins lengi og hægt er, vonast til þess að það komi ekki nægjanlega afgerandi skýr texti frá umboðsmanni sem segir kristalskýrt og tyggur ofan í þau að þetta sé ekki ásættanlegt.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Íslandsbanki Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Alveg lygilegt að Bjarni haldi að hann komist upp með þetta,“ segir Björn Leví í samtali við Vísi en hann hefur lesið svörin. Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, óskaði eftir skýringum frá fjármálaráðherra í ljósi þess að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, var meðal kaupenda þegar 22,5 prósenta hluti ríkisins í Íslandsbanka var seldur í fyrra. Skýringarnar voru að mati umboðsmanns ófullnægjandi en þær snúa að hæfi ráðherrans. Hann óskaði því eftir frekari skýringum og birti í gær svörin og lét það fylgja sögunni að framhald málsins sé nú til skoðunar hjá umboðsmanni. „Umboðsmaður hefur verið með álitamál um hæfi ráðherra, vegna kaupa einkahlutafélags föður hans á hlut í bankanum, til skoðunar. Í maí var óskað eftir frekari skýringum á ýmsum atriðum og beðið um öll þau gögn sem fyrir lágu um samskipti við Bankasýslu ríkisins frá því að söluferlið hófst þar til úthlutun hlutabréfa lauk, m.a. tölvupóstsamskiptum, minnisblöðum og símtölum.“ Björn Leví hefur lúslesið svör Bjarna og segir þau brandara. Og það þurfi til að koma mikil meðvirkni, þá meðal annarra þeirra sem Bjarni er í stjórnarsamstarfi við, til að kaupa það að svörin megi teljast greinargóð eða fullnægjandi. Því það eru þau ekki. „Nei. Eða, þau eru greinargóð út frá því þrönga sjónarhorni sem hann gefur sér. En hann getur bara ekki hunsað það að hann átti að vita þetta. Við erum með lög um skráningu á raunverulegum eigendum. Að pabbi hans geti keypt í ríkisbanka án þessa að nokkur viti það er sturlað,“ segir Björn Leví. Hann telur algerlega úr vegi sú afsökun til dæmis að ekki hafi verið nægur tími til að kanna bakgrunn kaupenda. Sér í lagi þegar þeir sem seldu nýttu ekki einu sinni þann tíma sem umboðsferlið segir til um. Sem eru tveir sólarhingar. Björn Leví segir ekki standa stein yfir steini í svörum Bjarna sem reyni koma sér hjá því að svara því sem máli skiptir, öllu er varðar reglur um hæfi.vísir/vilhelm „Þarna stendur ekki steinn yfir steini. Það þarf ekki að skoða þetta mikið til að sjá það og almenn skynsemi er hengd við þetta. Fjármálaráðherra seldi pabba sínum hlut í ríkisbanka. Og það þarf útskýringar á því að það geti fræðilega gerst með einhverjum þeim hætti að sé ásættanlegt. Og það er óralangt frá því að þau skilyrði séu uppfyllt.“ Björn bendir á að ekki sé um að ræða opið og almennt útboð heldur með lokuðu fyrirkomulagi. Þá verði að taka tillit til allra vanhæfisástæðna. „Það er merkilegt að hinir stjórnarflokkarnir séu ekki búnir að gera neitt í þessu,“ segir Björn Leví pirraður. Því þetta sé borðleggjandi þegar allt kemur til alls. „Ég veit ekki hvernig þau ætla að halda því til streitu að þetta sé ekki alvarlegt mál. Sjálfsagt reyna þau að hunsa þetta eins lengi og hægt er, vonast til þess að það komi ekki nægjanlega afgerandi skýr texti frá umboðsmanni sem segir kristalskýrt og tyggur ofan í þau að þetta sé ekki ásættanlegt.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Íslandsbanki Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira