Aldrei jafn margir með sparnaðarreikning eins og á síðustu og verstu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. júní 2023 07:01 Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir segir miklar breytingar hafa orðið á viðhorfum fólks til sparnaðar. Íslandsbanki Óverðtryggður sparnaðarreikningur Íslandsbanka er orðinn sá stærsti á einstaklingssviði bankans. Framkvæmdastjóri einstaklingssviðsins segir verðbólgutíð þar spila stærstan þátt. Aldrei hafi eins margir spáð í sparnað og nú. „Það er ótrúlega gleðilegt og ákveðin tímamót um leið því þessi reikningur er eingöngu stafrænn. Þú getur ekki gengið í næsta útibú og opnað þennan reikning, heldur er það bara hægt á netinu eða í appi,“ segir Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka í samtali við Vísi. Um er að ræða óbundinn óverðtryggðan sparnaðarreikning sem ber nafnið Ávöxtun og býður bankinn þar upp á 8,25 prósent vexti. Hún segir gleðilegt að einstaklingar séu orðnir jafn meðvitaðir um mikilvægi sparnaðs og raun ber vitni, á þeim verðbólgutímum sem nú eru uppi. Meðvitund um mikilvægi fjármálalæsis hafi aukist. „Við erum að sjá að með tilkomu ýmissa lausna líkt og Aurbjargar er meðvitundin orðin svo mikil hjá einstaklingum. Fólk er orðið miklu fjármálalæsara en það var og orðið miklu upplýstara um valkosti og eru orðin betri viðskiptastjórar í eigin lífi. Mér finnst þetta gríðarlega jákvæð þróun.“ Ekki lengur bara einn reikningur Miklar breytingar hafi orðið á undanförnum árum og af sem áður var, þegar einstaklingar voru einungis með einn reikning. „Sem betur fer eru einstaklingar farnir að hugsa um hvar þeir fái meira fyrir sparnaðinn sinn, sem er bara ofboðslega gott. Manni finnst það gott þegar maður sér hegðun í þá veru að fólk er farið að safna og spara sér fyrir hlutunum í stað þess að taka þetta allt saman á einhverjum lánafyrirgreiðslum. Það er bara rosalega gott.“ Allir kannist við það þegar óvæntur kostnaður komi upp og nefnir Sigríður þar tannlæknakostnað eða bilun á þvottavél. „Það sem mér finnst magnaðast í þessu öllu, að áður fyrr þá upplifði fólk að það þyrfti að leggja svo mikið fyrir á hverjum mánuði til þess að spara en þegar einstaklingar brjóta þetta niður og leggja bara smá til hliðar að þá verður þetta litla smáa svo hratt svo stórt.“ Einstaklingar spara á öllum aldri Hún segir að hópur þeirra einstaklinga sem nýti sér sparnaðarreikningurinn sé skipaður fjölbreyttum einstaklingum. Þeir séu á ólíkum aldri. „Það gleður líka, því að oft var sparnaður eyrnamerktur eldra fólki, að það væri bara fullorðið fólk sem ætti efni á því að spara en nú sér maður að einstaklingar eru að breyta sinni neysluhegðun og að leggja reglulega fyrir.“ Neytendur Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Fleiri fréttir Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Sjá meira
„Það er ótrúlega gleðilegt og ákveðin tímamót um leið því þessi reikningur er eingöngu stafrænn. Þú getur ekki gengið í næsta útibú og opnað þennan reikning, heldur er það bara hægt á netinu eða í appi,“ segir Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka í samtali við Vísi. Um er að ræða óbundinn óverðtryggðan sparnaðarreikning sem ber nafnið Ávöxtun og býður bankinn þar upp á 8,25 prósent vexti. Hún segir gleðilegt að einstaklingar séu orðnir jafn meðvitaðir um mikilvægi sparnaðs og raun ber vitni, á þeim verðbólgutímum sem nú eru uppi. Meðvitund um mikilvægi fjármálalæsis hafi aukist. „Við erum að sjá að með tilkomu ýmissa lausna líkt og Aurbjargar er meðvitundin orðin svo mikil hjá einstaklingum. Fólk er orðið miklu fjármálalæsara en það var og orðið miklu upplýstara um valkosti og eru orðin betri viðskiptastjórar í eigin lífi. Mér finnst þetta gríðarlega jákvæð þróun.“ Ekki lengur bara einn reikningur Miklar breytingar hafi orðið á undanförnum árum og af sem áður var, þegar einstaklingar voru einungis með einn reikning. „Sem betur fer eru einstaklingar farnir að hugsa um hvar þeir fái meira fyrir sparnaðinn sinn, sem er bara ofboðslega gott. Manni finnst það gott þegar maður sér hegðun í þá veru að fólk er farið að safna og spara sér fyrir hlutunum í stað þess að taka þetta allt saman á einhverjum lánafyrirgreiðslum. Það er bara rosalega gott.“ Allir kannist við það þegar óvæntur kostnaður komi upp og nefnir Sigríður þar tannlæknakostnað eða bilun á þvottavél. „Það sem mér finnst magnaðast í þessu öllu, að áður fyrr þá upplifði fólk að það þyrfti að leggja svo mikið fyrir á hverjum mánuði til þess að spara en þegar einstaklingar brjóta þetta niður og leggja bara smá til hliðar að þá verður þetta litla smáa svo hratt svo stórt.“ Einstaklingar spara á öllum aldri Hún segir að hópur þeirra einstaklinga sem nýti sér sparnaðarreikningurinn sé skipaður fjölbreyttum einstaklingum. Þeir séu á ólíkum aldri. „Það gleður líka, því að oft var sparnaður eyrnamerktur eldra fólki, að það væri bara fullorðið fólk sem ætti efni á því að spara en nú sér maður að einstaklingar eru að breyta sinni neysluhegðun og að leggja reglulega fyrir.“
Neytendur Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Fleiri fréttir Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Sjá meira