Sport

Lést aðeins 26 ára eftir harðan árekstur í Tour de Suisse

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gino Mäder lést í morgun, aðeins 26 ára að aldri.
Gino Mäder lést í morgun, aðeins 26 ára að aldri. Dario Belingheri/Getty Images

Svissneski hjólreiðamaðurinn Gino Mäder lést í morgun, aðeins 26 ára að aldri, eftir að hafa lent í hörðum árekstri í svissnesku hjólreiðakeppninni Tour de Suisse í gær.

Mäder lenti í hörðum árekstri við Bandaríska hjólreiðamanninn Magnus Sheffield er þeir hjóluðu niður Albula Pass í fimmta hluta Tour de Suisse með þeim afleiðingum að hann féll ofan í gil.

Hann var endurlífgaður á staðnum og fluttur með sjúkraþyrlu á sjúkrahús í Chur, en úrskurðaður látinn í morgun.

Bahrain Victorious, lið Maders, sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem hans er minnst.

„Gino, takk fyrir ljósið, gleðina og hláturinn sem þú færðir okkur öllu. Við munum sakna hjólreiðamannsins og manneskjunnar sem þú varst. Í dag, sem og alla daga, hjólum við fyrir þig.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×