Útskrifuð og stolt að hafa ekki gefist upp á baráttunni við kerfið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. júní 2023 22:29 Umsókn Ólafíu Kristínar Norðfjörð um starfsnám í lögreglufræðum við HA var hafnað árið 2019 á þeim grundvelli að hún hafi tekið inn kvíðalyfið Sertral þegar hún sótti um. Hún ákvað hins vegar að taka slaginn við kerfið og útskrifaðist loks sem lögregluþjónn síðustu helgi. Vísir/Arnar Eftir tveggja ára þrotlausa baráttu við kerfið og önnur tvö ár í námi útskrifaðist ung kona sem lögreglumaður síðustu helgi. Henni var upphaflega vísað frá vegna notkunar á kvíðalyfi. Hún er stolt af því að hafa tekið slaginn fyrir alla þá sem hafa haft hugrekki til að leita sér aðstoðar. Ólafía Kristín Norðfjörð, eða Lóa eins og hún er alltaf kölluð, ákvað árið 2019 að segja frá því á samfélagsmiðlum að umsókn hennar um starfsnám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri hafi verið hafnað á þeim grundvelli að hún hafi tekið inn kvíðalyfið Sertral þegar hún sótti um. „Mér fannst það í raun og veru bara vera brot á réttindum þeirra sem leita sér aðstoðar vegna þess að við eigum í dag, 2023 og þegar ég byrjaði að berjast fyrir þessu árið 2019 - og það hefur verið mikil umræða um andlega heilsu - að við eigum að geta leitað okkur aðstoðar,“ segir Lóa. Lóa fór á fund með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þáverandi dómsmálaráðherra, og fékk hana til að skoða málin og bæta. Í dag er tilfelli hvers og eins umsækjanda skoðað fyrir sig þó enn séu reglur í gildi. Lóa segir það ótrúlega tilfinningu að hafa náð að útskrifast úr draumanáminu. Lóa er stolt að hafa staðið með sjálfri sér og er ótrúlega spennt að mæta í vinnuna sem menntaður lögreglumaður.Vísir/Arnar „Ég stóð bara rosalega stolt af sjálfri mér og fyrir að hafa ekki gefist upp á baráttunni því þetta var mjög erfiður tími. Það var mjög oft sem ég ætlaði pínu að láta þetta bara fara og finna mér eitthvað annað að gera en ég var starfandi lögreglumaður á meðan ég var að berjast við þetta og ég fékk rosalega góðan stuðning frá fólkinu í kringum mig og samstarfsfólkinu mínu að gefast ekki upp,“ sagði hún. Lóa lítur á lögreglustarfið fyrst og fremst sem þjónustu við almenning. „Við erum að þjónusta almenna borgara og að vera til staðar fyrir fólkið í landinu.“ „Ég er ótrúlega spennt að mæta í vinnu sem menntaður lögreglumaður,“ sagði hún að lokum með lögregluhattinn á kollinum. Lögreglan Skóla - og menntamál Akureyri Geðheilbrigði Tengdar fréttir Ólafía fékk inngöngu í starfsnám eftir tveggja ára baráttu Ólafía Kristín Norðfjörð hefur fengið inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Það er eftir tæplega tveggja ára baráttu gegn því að notkun lyfseðilsskyldra lyfja sé útilokandi þáttur við inntöku. 29. júní 2021 21:21 Lyfjanotkun ekki lengur frágangssök í lögreglunáminu Notkun lyfseðilsskyldra lyfja verður ekki lengur útilokandi þáttur við inntöku í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Þetta kemur fram í tölvupósti frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til Ólafíu Kristínar Norðfjörð, sem hefur tvívegis verið neitað um námið sökum þess að hún tekur kvíða- og þunglyndislyfið Sertral. 6. janúar 2021 09:02 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Sjá meira
Ólafía Kristín Norðfjörð, eða Lóa eins og hún er alltaf kölluð, ákvað árið 2019 að segja frá því á samfélagsmiðlum að umsókn hennar um starfsnám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri hafi verið hafnað á þeim grundvelli að hún hafi tekið inn kvíðalyfið Sertral þegar hún sótti um. „Mér fannst það í raun og veru bara vera brot á réttindum þeirra sem leita sér aðstoðar vegna þess að við eigum í dag, 2023 og þegar ég byrjaði að berjast fyrir þessu árið 2019 - og það hefur verið mikil umræða um andlega heilsu - að við eigum að geta leitað okkur aðstoðar,“ segir Lóa. Lóa fór á fund með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þáverandi dómsmálaráðherra, og fékk hana til að skoða málin og bæta. Í dag er tilfelli hvers og eins umsækjanda skoðað fyrir sig þó enn séu reglur í gildi. Lóa segir það ótrúlega tilfinningu að hafa náð að útskrifast úr draumanáminu. Lóa er stolt að hafa staðið með sjálfri sér og er ótrúlega spennt að mæta í vinnuna sem menntaður lögreglumaður.Vísir/Arnar „Ég stóð bara rosalega stolt af sjálfri mér og fyrir að hafa ekki gefist upp á baráttunni því þetta var mjög erfiður tími. Það var mjög oft sem ég ætlaði pínu að láta þetta bara fara og finna mér eitthvað annað að gera en ég var starfandi lögreglumaður á meðan ég var að berjast við þetta og ég fékk rosalega góðan stuðning frá fólkinu í kringum mig og samstarfsfólkinu mínu að gefast ekki upp,“ sagði hún. Lóa lítur á lögreglustarfið fyrst og fremst sem þjónustu við almenning. „Við erum að þjónusta almenna borgara og að vera til staðar fyrir fólkið í landinu.“ „Ég er ótrúlega spennt að mæta í vinnu sem menntaður lögreglumaður,“ sagði hún að lokum með lögregluhattinn á kollinum.
Lögreglan Skóla - og menntamál Akureyri Geðheilbrigði Tengdar fréttir Ólafía fékk inngöngu í starfsnám eftir tveggja ára baráttu Ólafía Kristín Norðfjörð hefur fengið inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Það er eftir tæplega tveggja ára baráttu gegn því að notkun lyfseðilsskyldra lyfja sé útilokandi þáttur við inntöku. 29. júní 2021 21:21 Lyfjanotkun ekki lengur frágangssök í lögreglunáminu Notkun lyfseðilsskyldra lyfja verður ekki lengur útilokandi þáttur við inntöku í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Þetta kemur fram í tölvupósti frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til Ólafíu Kristínar Norðfjörð, sem hefur tvívegis verið neitað um námið sökum þess að hún tekur kvíða- og þunglyndislyfið Sertral. 6. janúar 2021 09:02 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Sjá meira
Ólafía fékk inngöngu í starfsnám eftir tveggja ára baráttu Ólafía Kristín Norðfjörð hefur fengið inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Það er eftir tæplega tveggja ára baráttu gegn því að notkun lyfseðilsskyldra lyfja sé útilokandi þáttur við inntöku. 29. júní 2021 21:21
Lyfjanotkun ekki lengur frágangssök í lögreglunáminu Notkun lyfseðilsskyldra lyfja verður ekki lengur útilokandi þáttur við inntöku í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Þetta kemur fram í tölvupósti frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til Ólafíu Kristínar Norðfjörð, sem hefur tvívegis verið neitað um námið sökum þess að hún tekur kvíða- og þunglyndislyfið Sertral. 6. janúar 2021 09:02