„Ég finn fyrir því bæði á æfingum og inni á hóteli að það er einbeiting“ Siggeir Ævarsson skrifar 17. júní 2023 13:59 Alfons Sampsted fagnar því að geta loksins talað smá íslensku vísir/Diego Bakvörðurinn Alfons Sampsted, leikmaður FC Twente og íslenska landsliðsins, var afar léttur í lundu í spjalli fyrir leikinn en sagði að leikmenn liðsins væru þó almennt mjög einbeittir og fyrirmælin frá Hareide væru skýr. Hann sagði ekki mikið rætt um mikilvægi leiksins og að ná fram góðum úrslitum. Fókusinn væri á mikilvægi undirbúningsins, sem væri búinn að vera góður og allir væru einbeittir í sínum verkefnum. „Ekki beint um mikilvægi leiksins. Við erum búnir að tala um mikilvægi þess að undirbúa okkur fyrir leikinn. Ég finn fyrir því bæði á æfingum og inni á hóteli að það er einbeiting. Þegar við setjumst niður og erum með fundi eru allir að hlusta og þegar við erum að vinna í hlutum út á æfingasvæði.“ „Á meðan við erum að vinna eru menn einbeittir. En þess á milli þá er bara nokkuð létt yfir mönnum. Menn eru bara í stuði.“ FC Twente enduðu tímabilið í Hollandi á háu nótunum. Alfons sagði að það væri mjög gott að koma inn í þetta landsliðsverkefni beint úr þeirri stemmingu og það væri líka gott að geta talað íslensku við fólk á ný. „Það var mjög gaman. Það er náttúrulega alltaf gaman að hitta strákana og geta aðeins talað íslensku og koma inn í íslenska hugarfarið aftur. En eins þú segir, þá gekk mjög vel úti og við enduðum á mjög góðum nótum.“ „Við endum í 5. sæti deildinnar, förum í umspilið og klárum þessar tvær umferðir sem voru þar og erum með miðann í Sambandsdeildina á næsta ári. Það gefur bæði mér og stuðningsmönnum heilan helling. Styttir aðeins sumarfríið en það skiptir ekki máli. Það verður virkilega gaman að koma aftur.“ Líður orðið eins og heima hjá sér Alfons fékk takmarkaðan spilatíma undir lok tímabilsins en Hollendingurinn Joshua Brenet, sem keppir upp stöðu hægri bakvarðar við Alfons, fór á kostum. Hann skoraði tíu mörk á tímabilinu og lagði upp fjögur. Alfons hefur þó ekki látið samkeppnina draga úr sér og hefur nýtt tímann vel og sagði framhaldið vera spennandi. „Fyrir mig, virkilega spennandi. Ég er búinn að nýta síðustu 4-5 mánuði síðan ég kom vel til að læra tungumálið, læra inn á leikstílinn. Þetta er náttúrulega öðruvísi leikstíll en í Noregi. Fara að líða vel, líða eins og heima. Núna finnst mér eins og allt sé komið á sinn stað til að fara að standa sig.“ Alfons líst vel á nýja landsliðsþjálfarann, Åge Hareide. „Virkilega vel. Hann hefur ekki haft mikinn tíma en hugmyndirnar hans og leikstíllinn og það sem hann vill fá frá okkur er virkilega skýrt. Það er mjög létt að skilja hvað hann vill að við komum með inn í liðið. Mér líður þannig eftir þrjár æfingar að ég sé með virkilega góða hugmynd af því um hvað mitt hlutverk er og það er góður staður til að vera á fyrir þessa tvo leiki sem eru að koma.“ Viðtalið í heild má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Alfons um Slóvakana Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Sjá meira
Hann sagði ekki mikið rætt um mikilvægi leiksins og að ná fram góðum úrslitum. Fókusinn væri á mikilvægi undirbúningsins, sem væri búinn að vera góður og allir væru einbeittir í sínum verkefnum. „Ekki beint um mikilvægi leiksins. Við erum búnir að tala um mikilvægi þess að undirbúa okkur fyrir leikinn. Ég finn fyrir því bæði á æfingum og inni á hóteli að það er einbeiting. Þegar við setjumst niður og erum með fundi eru allir að hlusta og þegar við erum að vinna í hlutum út á æfingasvæði.“ „Á meðan við erum að vinna eru menn einbeittir. En þess á milli þá er bara nokkuð létt yfir mönnum. Menn eru bara í stuði.“ FC Twente enduðu tímabilið í Hollandi á háu nótunum. Alfons sagði að það væri mjög gott að koma inn í þetta landsliðsverkefni beint úr þeirri stemmingu og það væri líka gott að geta talað íslensku við fólk á ný. „Það var mjög gaman. Það er náttúrulega alltaf gaman að hitta strákana og geta aðeins talað íslensku og koma inn í íslenska hugarfarið aftur. En eins þú segir, þá gekk mjög vel úti og við enduðum á mjög góðum nótum.“ „Við endum í 5. sæti deildinnar, förum í umspilið og klárum þessar tvær umferðir sem voru þar og erum með miðann í Sambandsdeildina á næsta ári. Það gefur bæði mér og stuðningsmönnum heilan helling. Styttir aðeins sumarfríið en það skiptir ekki máli. Það verður virkilega gaman að koma aftur.“ Líður orðið eins og heima hjá sér Alfons fékk takmarkaðan spilatíma undir lok tímabilsins en Hollendingurinn Joshua Brenet, sem keppir upp stöðu hægri bakvarðar við Alfons, fór á kostum. Hann skoraði tíu mörk á tímabilinu og lagði upp fjögur. Alfons hefur þó ekki látið samkeppnina draga úr sér og hefur nýtt tímann vel og sagði framhaldið vera spennandi. „Fyrir mig, virkilega spennandi. Ég er búinn að nýta síðustu 4-5 mánuði síðan ég kom vel til að læra tungumálið, læra inn á leikstílinn. Þetta er náttúrulega öðruvísi leikstíll en í Noregi. Fara að líða vel, líða eins og heima. Núna finnst mér eins og allt sé komið á sinn stað til að fara að standa sig.“ Alfons líst vel á nýja landsliðsþjálfarann, Åge Hareide. „Virkilega vel. Hann hefur ekki haft mikinn tíma en hugmyndirnar hans og leikstíllinn og það sem hann vill fá frá okkur er virkilega skýrt. Það er mjög létt að skilja hvað hann vill að við komum með inn í liðið. Mér líður þannig eftir þrjár æfingar að ég sé með virkilega góða hugmynd af því um hvað mitt hlutverk er og það er góður staður til að vera á fyrir þessa tvo leiki sem eru að koma.“ Viðtalið í heild má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Alfons um Slóvakana
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Sjá meira