Fylgdu eftir hnúfubak sem var flæktur í veiðarfæri Kjartan Kjartansson skrifar 18. júní 2023 15:38 Hnúfubakurinn sem björgunarsveitir vöktuðu í Skjálfanda um helgina. Talið er að hann hafi losnað við veiðarfærin sjálfur en að þau hafi skilið ör eftir sig. Björgunarsveitin Garðar Björgunarsveitarfólki frá Húsavík, hvalaskoðunarfyrirtæki og hvalasérfræðingar lögðust á eitt um að fylgja eftir hnúfubaki sem var flæktur í veiðarfæri í Skjálfanda um helgina. Eftir marga klukkutíma vöktun og eftirför virtist hvalurinn hafa losnað við bandið. Starfsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja urðu fyrst varir við hnúfubakinn á föstudagskvöld. Hvalurinn var með einhvers konar veiðarfæri utan um hausinn og annað bægslið. Fylgdust áhafnar hvalaskoðunarbáta með hvalnum alla aðfararnótt laugardags, að sögn Ingibjargar Friðriksdóttur úr aðgerðastjórn Björgunarsveitarinnar Garðars í Húsavík. Svo mikið var af hval í flóanum að erfitt reyndist að vakta dýrið. Björgunarsveitarfólk ásamt Chörlu Basran, kanadískum sjávarlíffræðingi og doktor við Háskóla Íslands, héldu svo út klukkan átta í gærmorgun. „Markmið var að reyna að ná dróna- og ljósmyndum af honum til þess að meta þetta í raun og veru. Við ætluðum ekkert að reyna neitt annað,“ segir Ingibjörg við Vísi. Dróni var notaður til þess að fylgjast með hnúfubaknum úr lofti.Björgunarsveitin Garðar Virtist laus við bandið en með ör Hópurinn var í um átta tíma að fylgja hvalnum eftir úti á flóanum. Hann var yfirleitt í fylgd annarra hvala og hvarf þeim stundum sjónum. Starfsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja aðstoðuðu við vöktunina og sömuleiðis nemendur úr sumarnámskeiði Háskóla Íslands í líffræði í Húsavík. Þegar nægilegt myndefni safnaðist hélt björgunarliðið aftur í land. Basran taldi þá að bandið væri farið af dýrinu. Hún sendi myndefnið til kollega sinna í Bandaríkjunum sem staðfestu að það sem sæist á hvalnum væri líklega ör eftir veiðarfærin. „En það var á honum á fyrstu myndunum okkar fyrir hádegi þannig að það hefur farið af honum yfir daginn,“ segir Ingibjörg sem telur að veiðarfærin hafi líklega komið frá línu- eða smábáti. Bægslagangur við vöktun á hnúfubak sem var flæktur í veiðarfæri.Björgunarsveitin Garðar Hvalir Björgunarsveitir Þingeyjarsveit Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira
Starfsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja urðu fyrst varir við hnúfubakinn á föstudagskvöld. Hvalurinn var með einhvers konar veiðarfæri utan um hausinn og annað bægslið. Fylgdust áhafnar hvalaskoðunarbáta með hvalnum alla aðfararnótt laugardags, að sögn Ingibjargar Friðriksdóttur úr aðgerðastjórn Björgunarsveitarinnar Garðars í Húsavík. Svo mikið var af hval í flóanum að erfitt reyndist að vakta dýrið. Björgunarsveitarfólk ásamt Chörlu Basran, kanadískum sjávarlíffræðingi og doktor við Háskóla Íslands, héldu svo út klukkan átta í gærmorgun. „Markmið var að reyna að ná dróna- og ljósmyndum af honum til þess að meta þetta í raun og veru. Við ætluðum ekkert að reyna neitt annað,“ segir Ingibjörg við Vísi. Dróni var notaður til þess að fylgjast með hnúfubaknum úr lofti.Björgunarsveitin Garðar Virtist laus við bandið en með ör Hópurinn var í um átta tíma að fylgja hvalnum eftir úti á flóanum. Hann var yfirleitt í fylgd annarra hvala og hvarf þeim stundum sjónum. Starfsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja aðstoðuðu við vöktunina og sömuleiðis nemendur úr sumarnámskeiði Háskóla Íslands í líffræði í Húsavík. Þegar nægilegt myndefni safnaðist hélt björgunarliðið aftur í land. Basran taldi þá að bandið væri farið af dýrinu. Hún sendi myndefnið til kollega sinna í Bandaríkjunum sem staðfestu að það sem sæist á hvalnum væri líklega ör eftir veiðarfærin. „En það var á honum á fyrstu myndunum okkar fyrir hádegi þannig að það hefur farið af honum yfir daginn,“ segir Ingibjörg sem telur að veiðarfærin hafi líklega komið frá línu- eða smábáti. Bægslagangur við vöktun á hnúfubak sem var flæktur í veiðarfæri.Björgunarsveitin Garðar
Hvalir Björgunarsveitir Þingeyjarsveit Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira