Tímabilið hefur verið frábært hjá Vålerange hingað til, en liðið hefur unnið tólf af 16 leikjum sínum og gert fjögur jafntefli. Þær sitja því í toppsætinu með 40 stig en leikin er þreföld umferð í Toppserien svo að það er nóg eftir af deildinni.
Selma Sól Magnúsdóttir og félagar í Rosenborg eru svo í 2. sæti með 32 stig eftir 15 leiki, en þær töpuðu nokkuð óvænt í dag 2-0 gegn Lyn sem eru í bullandi fallbaráttu.