Áttu „opinskáar“ og „uppbyggilegar“ viðræður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júní 2023 07:15 Blinken og Wang fóru fyrir viðræðum í morgun. AP/Leah Millis Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundaði með Wang Yi, framkvæmdastjóra utanríkismála í miðstjórn kínverska Kommúnistaflokksins, í morgun. Blinken er í formlegri heimsókn í Kína en ekki liggur fyrir hvort hann mun hitta forsetann, Xi Jinping. Búist er við því að Blinken haldi heim á leið í dag en í gær fóru fram nærri átta tíma viðræður milli sendinefnda Bandaríkjanna og Kína, undir forystu Blinken og kínverska utanríkisráðherrans Qin Gang. Stjórnvöld vestanhafs sögðu viðræðurnar hafa verið opinskáar og uppbyggilegar. Báðir aðilar lýstu vilja til að vinna að bættum samskiptum ríkjanna og náðu saman um að Qin myndi heimsækja Washington en engin tímasetning var nefnd í því samhengi. Samkvæmt kínverska ríkismiðlinum CCTV sagði Qin við Blinken að samskipti ríkjanna hefðu aldrei verið verri, sem væri hvorki ríkjunum í hag né í takt við væntingar alþjóðasamfélagsins. Þá hafa kínverskir miðlar greint frá því að Qin hafi verið skýr með það að Taívan væri það mál sem væri Kínverjum mikilvægast; það varðaði grundvallarahagsmuni Kína, væri mikilvægasta málefnið hvað varðaði samskipti Kína og Bandaríkjanna og stærsti áhættuþátturinn. Blinken er sagður hafa lagt áherslu á að ríkin héldu áfram að ræða saman um öll mál til að koma í veg fyrir mögulegan misskilning. Horft er til þess að heimsókn Blinken verði sú fyrsta af fleiri heimsóknum á næstu mánuðum. Kemur meðal annars til greina að fjármálaráðherrann Janet Yellen og viðskiptaráðherrann Gina Raimondo heimsæki Kína á næstunni. Þá er mögulegt að Xi og Joe Biden Bandaríkjaforseti gætu fundað síðar á árinu. Kína Bandaríkin Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Búist er við því að Blinken haldi heim á leið í dag en í gær fóru fram nærri átta tíma viðræður milli sendinefnda Bandaríkjanna og Kína, undir forystu Blinken og kínverska utanríkisráðherrans Qin Gang. Stjórnvöld vestanhafs sögðu viðræðurnar hafa verið opinskáar og uppbyggilegar. Báðir aðilar lýstu vilja til að vinna að bættum samskiptum ríkjanna og náðu saman um að Qin myndi heimsækja Washington en engin tímasetning var nefnd í því samhengi. Samkvæmt kínverska ríkismiðlinum CCTV sagði Qin við Blinken að samskipti ríkjanna hefðu aldrei verið verri, sem væri hvorki ríkjunum í hag né í takt við væntingar alþjóðasamfélagsins. Þá hafa kínverskir miðlar greint frá því að Qin hafi verið skýr með það að Taívan væri það mál sem væri Kínverjum mikilvægast; það varðaði grundvallarahagsmuni Kína, væri mikilvægasta málefnið hvað varðaði samskipti Kína og Bandaríkjanna og stærsti áhættuþátturinn. Blinken er sagður hafa lagt áherslu á að ríkin héldu áfram að ræða saman um öll mál til að koma í veg fyrir mögulegan misskilning. Horft er til þess að heimsókn Blinken verði sú fyrsta af fleiri heimsóknum á næstu mánuðum. Kemur meðal annars til greina að fjármálaráðherrann Janet Yellen og viðskiptaráðherrann Gina Raimondo heimsæki Kína á næstunni. Þá er mögulegt að Xi og Joe Biden Bandaríkjaforseti gætu fundað síðar á árinu.
Kína Bandaríkin Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira