Áttu „opinskáar“ og „uppbyggilegar“ viðræður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júní 2023 07:15 Blinken og Wang fóru fyrir viðræðum í morgun. AP/Leah Millis Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundaði með Wang Yi, framkvæmdastjóra utanríkismála í miðstjórn kínverska Kommúnistaflokksins, í morgun. Blinken er í formlegri heimsókn í Kína en ekki liggur fyrir hvort hann mun hitta forsetann, Xi Jinping. Búist er við því að Blinken haldi heim á leið í dag en í gær fóru fram nærri átta tíma viðræður milli sendinefnda Bandaríkjanna og Kína, undir forystu Blinken og kínverska utanríkisráðherrans Qin Gang. Stjórnvöld vestanhafs sögðu viðræðurnar hafa verið opinskáar og uppbyggilegar. Báðir aðilar lýstu vilja til að vinna að bættum samskiptum ríkjanna og náðu saman um að Qin myndi heimsækja Washington en engin tímasetning var nefnd í því samhengi. Samkvæmt kínverska ríkismiðlinum CCTV sagði Qin við Blinken að samskipti ríkjanna hefðu aldrei verið verri, sem væri hvorki ríkjunum í hag né í takt við væntingar alþjóðasamfélagsins. Þá hafa kínverskir miðlar greint frá því að Qin hafi verið skýr með það að Taívan væri það mál sem væri Kínverjum mikilvægast; það varðaði grundvallarahagsmuni Kína, væri mikilvægasta málefnið hvað varðaði samskipti Kína og Bandaríkjanna og stærsti áhættuþátturinn. Blinken er sagður hafa lagt áherslu á að ríkin héldu áfram að ræða saman um öll mál til að koma í veg fyrir mögulegan misskilning. Horft er til þess að heimsókn Blinken verði sú fyrsta af fleiri heimsóknum á næstu mánuðum. Kemur meðal annars til greina að fjármálaráðherrann Janet Yellen og viðskiptaráðherrann Gina Raimondo heimsæki Kína á næstunni. Þá er mögulegt að Xi og Joe Biden Bandaríkjaforseti gætu fundað síðar á árinu. Kína Bandaríkin Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Búist er við því að Blinken haldi heim á leið í dag en í gær fóru fram nærri átta tíma viðræður milli sendinefnda Bandaríkjanna og Kína, undir forystu Blinken og kínverska utanríkisráðherrans Qin Gang. Stjórnvöld vestanhafs sögðu viðræðurnar hafa verið opinskáar og uppbyggilegar. Báðir aðilar lýstu vilja til að vinna að bættum samskiptum ríkjanna og náðu saman um að Qin myndi heimsækja Washington en engin tímasetning var nefnd í því samhengi. Samkvæmt kínverska ríkismiðlinum CCTV sagði Qin við Blinken að samskipti ríkjanna hefðu aldrei verið verri, sem væri hvorki ríkjunum í hag né í takt við væntingar alþjóðasamfélagsins. Þá hafa kínverskir miðlar greint frá því að Qin hafi verið skýr með það að Taívan væri það mál sem væri Kínverjum mikilvægast; það varðaði grundvallarahagsmuni Kína, væri mikilvægasta málefnið hvað varðaði samskipti Kína og Bandaríkjanna og stærsti áhættuþátturinn. Blinken er sagður hafa lagt áherslu á að ríkin héldu áfram að ræða saman um öll mál til að koma í veg fyrir mögulegan misskilning. Horft er til þess að heimsókn Blinken verði sú fyrsta af fleiri heimsóknum á næstu mánuðum. Kemur meðal annars til greina að fjármálaráðherrann Janet Yellen og viðskiptaráðherrann Gina Raimondo heimsæki Kína á næstunni. Þá er mögulegt að Xi og Joe Biden Bandaríkjaforseti gætu fundað síðar á árinu.
Kína Bandaríkin Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira