Í hálfleik á leikjum San José spilar valið stuðningsfólk leik sem kallaður er „Bocce Soccer“ á ensku. Markmiðið er einfalt, sparka á boltanum frá vítateigslínunni og reyna að láta hann stöðvast sem næst miðjupunktinum.
Um liðna helgi átti stuðningsmaður San José hina fullkomnu spyrnu en boltinn stöðvaðist nákvæmlega í miðjuhringnum. Myndbönd af þessu kostulega atviki sem og viðbrögð viðstaddra má sjá hér að neðan.
Hey @SportsCenter, do your thing. #SCTop10 pic.twitter.com/mDCVR6dWBL
— San Jose Earthquakes (@SJEarthquakes) June 18, 2023
For all those who said the Bocce Soccer video is fake pic.twitter.com/57rmO62b3A
— San Jose Earthquakes (@SJEarthquakes) June 18, 2023
San José er í 4. sæti Vesturdeildar með 27 stig, tveimur minna en topplið St. Louis City, þegar 18 umferðum er lokið.