Átján mánaða fangelsi fyrir að stinga frænda sinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júní 2023 12:30 Quincy Promes spilar með Spartak Moskvu í Rússlandi. James Williamson/Getty Images Knattspyrnumaðurinn Quincy Promes hefur verið dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að ráðast á frænda sinn. Leikmaðurinn þarf einnig að borga ættingja sínum skaðabætur. Hinn 31 árs gamli Promes spilar í dag fyrir Spartak Moskvu í Rússlandi og hefur gert síðan 2021. Hann hefur einnig spilað með Twente, Go Ahead Eagles, Ajax og Sevilla á Spáni á ferli sínum. Þá á hann að baki 50 leiki fyrir A-landslið Hollands. Það má svo sannarlega segja að það hafi hallað undan fæti hjá Promes undanfarið en ásamt því að hafa verið dæmdur í 18 mánuði fyrir að stinga frænda sinn í hnéð þá er hann grunaður um stórfellt kókaínsmygl. Hvað varðar árásina á ættingja sinn þá neitar Promes sök. Það dugði þó ekki þar sem næg sönnunargögn þótti liggja fyrir og var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi í dag, mánudag. Í síma hans fundust samræður sem staðfestu árásina. Promes þarf að borga frænda sínum 7000 evrur [rúmlega eina milljón íslenskra króna] í skaðabætur. Ex-Netherlands international Quincy Promes sentenced to 18 months in prison for stabbing his cousin https://t.co/1VP2r8bwMB— Mail Sport (@MailSport) June 19, 2023 Leikmaðurinn er sem stendur í Rússlandi og kom aldrei til Hollands til að bera vitni. Hefði hann gert það hefði dómurinn aðeins verið 12 mánuðir. Ekki er vitað hvenær réttað verður yfir Promes vegna meints innflutnings á kókaíni. Fótbolti Rússneski boltinn Smygl Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Promes spilar í dag fyrir Spartak Moskvu í Rússlandi og hefur gert síðan 2021. Hann hefur einnig spilað með Twente, Go Ahead Eagles, Ajax og Sevilla á Spáni á ferli sínum. Þá á hann að baki 50 leiki fyrir A-landslið Hollands. Það má svo sannarlega segja að það hafi hallað undan fæti hjá Promes undanfarið en ásamt því að hafa verið dæmdur í 18 mánuði fyrir að stinga frænda sinn í hnéð þá er hann grunaður um stórfellt kókaínsmygl. Hvað varðar árásina á ættingja sinn þá neitar Promes sök. Það dugði þó ekki þar sem næg sönnunargögn þótti liggja fyrir og var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi í dag, mánudag. Í síma hans fundust samræður sem staðfestu árásina. Promes þarf að borga frænda sínum 7000 evrur [rúmlega eina milljón íslenskra króna] í skaðabætur. Ex-Netherlands international Quincy Promes sentenced to 18 months in prison for stabbing his cousin https://t.co/1VP2r8bwMB— Mail Sport (@MailSport) June 19, 2023 Leikmaðurinn er sem stendur í Rússlandi og kom aldrei til Hollands til að bera vitni. Hefði hann gert það hefði dómurinn aðeins verið 12 mánuðir. Ekki er vitað hvenær réttað verður yfir Promes vegna meints innflutnings á kókaíni.
Fótbolti Rússneski boltinn Smygl Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira