Átján mánaða fangelsi fyrir að stinga frænda sinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júní 2023 12:30 Quincy Promes spilar með Spartak Moskvu í Rússlandi. James Williamson/Getty Images Knattspyrnumaðurinn Quincy Promes hefur verið dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að ráðast á frænda sinn. Leikmaðurinn þarf einnig að borga ættingja sínum skaðabætur. Hinn 31 árs gamli Promes spilar í dag fyrir Spartak Moskvu í Rússlandi og hefur gert síðan 2021. Hann hefur einnig spilað með Twente, Go Ahead Eagles, Ajax og Sevilla á Spáni á ferli sínum. Þá á hann að baki 50 leiki fyrir A-landslið Hollands. Það má svo sannarlega segja að það hafi hallað undan fæti hjá Promes undanfarið en ásamt því að hafa verið dæmdur í 18 mánuði fyrir að stinga frænda sinn í hnéð þá er hann grunaður um stórfellt kókaínsmygl. Hvað varðar árásina á ættingja sinn þá neitar Promes sök. Það dugði þó ekki þar sem næg sönnunargögn þótti liggja fyrir og var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi í dag, mánudag. Í síma hans fundust samræður sem staðfestu árásina. Promes þarf að borga frænda sínum 7000 evrur [rúmlega eina milljón íslenskra króna] í skaðabætur. Ex-Netherlands international Quincy Promes sentenced to 18 months in prison for stabbing his cousin https://t.co/1VP2r8bwMB— Mail Sport (@MailSport) June 19, 2023 Leikmaðurinn er sem stendur í Rússlandi og kom aldrei til Hollands til að bera vitni. Hefði hann gert það hefði dómurinn aðeins verið 12 mánuðir. Ekki er vitað hvenær réttað verður yfir Promes vegna meints innflutnings á kókaíni. Fótbolti Rússneski boltinn Smygl Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Bolivía lagði Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Promes spilar í dag fyrir Spartak Moskvu í Rússlandi og hefur gert síðan 2021. Hann hefur einnig spilað með Twente, Go Ahead Eagles, Ajax og Sevilla á Spáni á ferli sínum. Þá á hann að baki 50 leiki fyrir A-landslið Hollands. Það má svo sannarlega segja að það hafi hallað undan fæti hjá Promes undanfarið en ásamt því að hafa verið dæmdur í 18 mánuði fyrir að stinga frænda sinn í hnéð þá er hann grunaður um stórfellt kókaínsmygl. Hvað varðar árásina á ættingja sinn þá neitar Promes sök. Það dugði þó ekki þar sem næg sönnunargögn þótti liggja fyrir og var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi í dag, mánudag. Í síma hans fundust samræður sem staðfestu árásina. Promes þarf að borga frænda sínum 7000 evrur [rúmlega eina milljón íslenskra króna] í skaðabætur. Ex-Netherlands international Quincy Promes sentenced to 18 months in prison for stabbing his cousin https://t.co/1VP2r8bwMB— Mail Sport (@MailSport) June 19, 2023 Leikmaðurinn er sem stendur í Rússlandi og kom aldrei til Hollands til að bera vitni. Hefði hann gert það hefði dómurinn aðeins verið 12 mánuðir. Ekki er vitað hvenær réttað verður yfir Promes vegna meints innflutnings á kókaíni.
Fótbolti Rússneski boltinn Smygl Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Bolivía lagði Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar Sjá meira