Ferðaþjónustan: Sjálfbærni og þolmörk Ari Trausti Guðmundsson skrifar 19. júní 2023 11:00 Samkvæmt stefnumiðum stjórnvalda og helstu hagaðila á ferðaþjónustan að þróast í samræmi við helstu einkenni sjálfbærni. Í þróunina fléttast full orkuskipti fyrir 2040, markmið um matvælaöryggi, sjálfbæra matvælaframleiðslu, orkuöryggi og sjálfbæra raforkuframleiðslu. Meira að segja er búið að lögfesta hringrásarhagkerfi í lögum um úrgangsmál. Þarna koma líka nýsköpun og svonefndur grænn iðnaður til sögu. Á honum er mikill áhugi. Loks fléttast atvinnumál í heild í þróun ferðaþjónustunnar og raunar flesta aðra þjónustu í landinu. Við treystum á aðkomið vinnuafl í æ meira mæli. Ætlum að sinna margs konar atvinnugreinum og hafa atvinnulífið fjölbreytt. Nýta auðlindir á sjálfbæra vísu. Ferðaþjónusta, sjálfbær eða á leið þangað, veldur umhverfisáhrifum sem ýmist er hægt að jafna með mótvægisaðgerðum eða hún veldur ásættanlegum áhrifum. Markmiðið þar, eins og í fjölda atvinnugreina, á að vera jafnvægi milli náttúrunytja og náttúruverndar. Sjálfbær ferðaþjónusta gagnast samfélaginu og veldur ekki óafturkræfum, samfélagslegum skaða. Hún þróast í sátt við samfélagið, bæði staðbundið og í heild. Hún er í hávegum höfð meðal gestanna. Sjálfbær og hófleg ferðaþjónusta skilar fjármunum til samfélagsins, að frádregnum kostnaði og fjárfestingum hennar vegna, og hefur jákvæð áhrif á efnahagslíf og menningu. Af sjálfu leiðir að sjálfbærni ferðaþjónustunnar takmarkar vöxt hennar. Hún setur stækkandi innviðum takmörk og hefur bein áhrif á þann fjölda ferðamanna sem smásamfélag eins og okkar getur sinnt með reisn og með sjálfbærni. Henni fylgja einfaldlega þolmörk. Umhverfi, samfélagi og hagkerfi eru takmörk sett, eigi sjálfbærni nást í sátt við samfélagið. Veiðar og fiskeldi í sjó við Ísland og vinnsla afurðanna bera augljóslega þolmörk. Sama á við um ferðaþjónustuna. Um tilhögun hennar verða sívirkar umræður, greiningar og stefnumótun þar til grunngildin eru ljós og í meirihlutasátt. Við greiningu þolmarka er í mörg horn að líta. Horft er til dæmis til fjölda ferðamanna, dvalartíma, komu og brottfara eftir árstíðum, á ferðahætti innanlands, öryggismál, ólíkar ferðaslóðir eftir landshlutum, gæði innviða til þjónustu og samgangna, álagsstaði, upplifun gesta og heimamanna og mælanleg áhrif á náttúruna, þar með talið víðerni og loftslag. Meta verður enn fremur fjárhagsleg áhrif af ferðaþjónustunni, áhrifin á aðra atvinnuvegi, á fjölbreytni þeirra og þróun, á menningu og mannlíf. Okkur langar varla, með óánægjusvip, að þjónusta ferðamenn með ólund vegna glataðrar sérstöðu, kraðaks á heimsóknarstöðum og of þungs álags á náttúru og samfélög víða um land. Fyrsta vandaða þolmarkagreining á ferðamannastað var unnin fyrir Þjóðgarðinn á Þingvöllum vegna Silfru. Ætluð þolmörk hafa verið nýtt til skipulagningar þeirrar þjónustu og afþreyingar sem þar fer fram. Árangurinn er metinn og mörk endurskoðuð, sé þess þörf. Greiningin er dæmi um hvað unnt er að gera, og þarf að gera, hvort sem er fyrir allan þjóðgarðinn, aðra staði og samfélög eða stærri landsvæði víða um land. Þolmarkagreining fer fram með vísindalegum aðferðum í flestum tilvikum, en stundum, með matskenndum hætti. Stjórnmál og ólík hugmyndafræði þeirra koma til álita þegar á að ákvarða viðbrögð og móta stefnu. Samtímis er vitað að þolmörk vegna sjálfbærni geta og mega breytast með tíma og ytri eða innri aðstæðum. Þolmarkagreiningar eru enn langt undan á landsvísu. Þolum við skemmtiferðaskipakomur sem nema hundruðum á ári? Eru mörg hundruð eða þúsundir ferðamanna, samankomnir í einu á tiltölulega litlum svæðum góð staða, til dæmis við Hvítserk, Geysi, við Jökulsárlón, á Þingvöllum, Dynjanda, á Seyðisfirði eða við Goðafoss? Hvernig opnum við lítt nýttar ferðaslóðir? Getum við tekið við 3-4 milljón gestum á ári (t.d. 2026 eða 2027) eða 8 milljónum 2040 (sjá langtímalíkan ÍSAVIA)? Spurningar sem þessar eru blákaldur veruleiki en ekki akademískar æfingar. Við getum ekki haft að leiðarljósi þá einföldu markaðsfræði að „fá sem flesta ferðamenn hingað og fá sem mest út úr þeim“. Það er gamaldags gleypigangur, laus við virðingu sem gestum ber. Enn fremur felst lítil reisn í að útbúa einhvers konar gerviheim nálægt aðalflugvellinum er hentar hraðsoðinni viðtöku sem flestra gesta á sem stystum tíma. Fleiri en nokkru sinni lýsa eftir þolmörkum í ferðaþjónustunni og stýritæki (-tækjum) svo koma megi ferðaþjónustunni til sem mestrar sjálfbærni og halda henni sem slíkri í takt við vöxt og þróun samfélagsins. Nú um stundir er hraði uppbyggingar, og væntingar margra, í litlu samræmi við nauðsynlega sýn og stefnu. Höfundur er jarðvísindamaður og fyrrum þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt stefnumiðum stjórnvalda og helstu hagaðila á ferðaþjónustan að þróast í samræmi við helstu einkenni sjálfbærni. Í þróunina fléttast full orkuskipti fyrir 2040, markmið um matvælaöryggi, sjálfbæra matvælaframleiðslu, orkuöryggi og sjálfbæra raforkuframleiðslu. Meira að segja er búið að lögfesta hringrásarhagkerfi í lögum um úrgangsmál. Þarna koma líka nýsköpun og svonefndur grænn iðnaður til sögu. Á honum er mikill áhugi. Loks fléttast atvinnumál í heild í þróun ferðaþjónustunnar og raunar flesta aðra þjónustu í landinu. Við treystum á aðkomið vinnuafl í æ meira mæli. Ætlum að sinna margs konar atvinnugreinum og hafa atvinnulífið fjölbreytt. Nýta auðlindir á sjálfbæra vísu. Ferðaþjónusta, sjálfbær eða á leið þangað, veldur umhverfisáhrifum sem ýmist er hægt að jafna með mótvægisaðgerðum eða hún veldur ásættanlegum áhrifum. Markmiðið þar, eins og í fjölda atvinnugreina, á að vera jafnvægi milli náttúrunytja og náttúruverndar. Sjálfbær ferðaþjónusta gagnast samfélaginu og veldur ekki óafturkræfum, samfélagslegum skaða. Hún þróast í sátt við samfélagið, bæði staðbundið og í heild. Hún er í hávegum höfð meðal gestanna. Sjálfbær og hófleg ferðaþjónusta skilar fjármunum til samfélagsins, að frádregnum kostnaði og fjárfestingum hennar vegna, og hefur jákvæð áhrif á efnahagslíf og menningu. Af sjálfu leiðir að sjálfbærni ferðaþjónustunnar takmarkar vöxt hennar. Hún setur stækkandi innviðum takmörk og hefur bein áhrif á þann fjölda ferðamanna sem smásamfélag eins og okkar getur sinnt með reisn og með sjálfbærni. Henni fylgja einfaldlega þolmörk. Umhverfi, samfélagi og hagkerfi eru takmörk sett, eigi sjálfbærni nást í sátt við samfélagið. Veiðar og fiskeldi í sjó við Ísland og vinnsla afurðanna bera augljóslega þolmörk. Sama á við um ferðaþjónustuna. Um tilhögun hennar verða sívirkar umræður, greiningar og stefnumótun þar til grunngildin eru ljós og í meirihlutasátt. Við greiningu þolmarka er í mörg horn að líta. Horft er til dæmis til fjölda ferðamanna, dvalartíma, komu og brottfara eftir árstíðum, á ferðahætti innanlands, öryggismál, ólíkar ferðaslóðir eftir landshlutum, gæði innviða til þjónustu og samgangna, álagsstaði, upplifun gesta og heimamanna og mælanleg áhrif á náttúruna, þar með talið víðerni og loftslag. Meta verður enn fremur fjárhagsleg áhrif af ferðaþjónustunni, áhrifin á aðra atvinnuvegi, á fjölbreytni þeirra og þróun, á menningu og mannlíf. Okkur langar varla, með óánægjusvip, að þjónusta ferðamenn með ólund vegna glataðrar sérstöðu, kraðaks á heimsóknarstöðum og of þungs álags á náttúru og samfélög víða um land. Fyrsta vandaða þolmarkagreining á ferðamannastað var unnin fyrir Þjóðgarðinn á Þingvöllum vegna Silfru. Ætluð þolmörk hafa verið nýtt til skipulagningar þeirrar þjónustu og afþreyingar sem þar fer fram. Árangurinn er metinn og mörk endurskoðuð, sé þess þörf. Greiningin er dæmi um hvað unnt er að gera, og þarf að gera, hvort sem er fyrir allan þjóðgarðinn, aðra staði og samfélög eða stærri landsvæði víða um land. Þolmarkagreining fer fram með vísindalegum aðferðum í flestum tilvikum, en stundum, með matskenndum hætti. Stjórnmál og ólík hugmyndafræði þeirra koma til álita þegar á að ákvarða viðbrögð og móta stefnu. Samtímis er vitað að þolmörk vegna sjálfbærni geta og mega breytast með tíma og ytri eða innri aðstæðum. Þolmarkagreiningar eru enn langt undan á landsvísu. Þolum við skemmtiferðaskipakomur sem nema hundruðum á ári? Eru mörg hundruð eða þúsundir ferðamanna, samankomnir í einu á tiltölulega litlum svæðum góð staða, til dæmis við Hvítserk, Geysi, við Jökulsárlón, á Þingvöllum, Dynjanda, á Seyðisfirði eða við Goðafoss? Hvernig opnum við lítt nýttar ferðaslóðir? Getum við tekið við 3-4 milljón gestum á ári (t.d. 2026 eða 2027) eða 8 milljónum 2040 (sjá langtímalíkan ÍSAVIA)? Spurningar sem þessar eru blákaldur veruleiki en ekki akademískar æfingar. Við getum ekki haft að leiðarljósi þá einföldu markaðsfræði að „fá sem flesta ferðamenn hingað og fá sem mest út úr þeim“. Það er gamaldags gleypigangur, laus við virðingu sem gestum ber. Enn fremur felst lítil reisn í að útbúa einhvers konar gerviheim nálægt aðalflugvellinum er hentar hraðsoðinni viðtöku sem flestra gesta á sem stystum tíma. Fleiri en nokkru sinni lýsa eftir þolmörkum í ferðaþjónustunni og stýritæki (-tækjum) svo koma megi ferðaþjónustunni til sem mestrar sjálfbærni og halda henni sem slíkri í takt við vöxt og þróun samfélagsins. Nú um stundir er hraði uppbyggingar, og væntingar margra, í litlu samræmi við nauðsynlega sýn og stefnu. Höfundur er jarðvísindamaður og fyrrum þingmaður.
Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar